Vala Rún skautakona ársins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2012 16:00 Vala Rún fyrir miðju. Vala Rún B. Magnúsdóttir hefur verið kjörin skautakona ársins af Skautasambandi Íslands. Vala Rún hafnaði í fyrsta sæti á Bikarmóti ÍSS og öðru sæti á Íslandsmóti ÍSS. Þá hafnaði hún í fyrsta sæti í stúlknaflokki á Reykjavík International Games. Nánari samantekt Skautasambandsins á árinu hjá Völu Rún má sjá hér að neðan. Vala Rún hefur tekið þátt í öllum mótum hérlendis á árinu, fyrir utan Haustmót ÍSS, en þá átti hún við meiðsli að stríða. Vala Rún tók einnig þátt í öllum þeim mótum erlendis sem henni bauðst að taka þátt í á vegum Skautasambands Íslands og stóð sig þar með ágætum. Vala Rún byrjaði árið 2012 með því að taka þátt á Reykjavík International Games og var í fyrsta sæti í Stúlknaflokki A (Advanced Novice). Á Norðurlandamóti í Finnlandi í febrúar náði hún 11. sæti, sem er besti árangur sem íslenskur listhlaupaskautari hefur náð á Norðurlandamóti. Vetrarmót ÍSS 2012 var haldið í lok febrúar og þar keppti Vala Rún í Unglingaflokki A (Junior) í fyrsta skipti og hreppti þar fyrsta sæti. Vala Rún toppaði síðan árangur sinn á Reykjavíkurmótinu 2012 í apríl með því að lenda í fyrsta sæti með yfir 90 stig. Með frábærum árangri á vorönn tryggði Vala Rún sér sæti á Junior Grand Prix sem var haldið í Linz í Austuríki í september síðast liðinn og skilaði þar besta skori Íslendinga fram að því. Vala Rún hefur síðan haldið ótrauð áfram það sem af er þessum vetri og sannað sig sem einn af efnilegstu skauturum okkar Íslendinga í dag. Á Bikarmóti ÍSS 2012 náði hún fyrsta sæti og öðru sæti á Íslandsmóti ÍSS 2012. Vala Rún er til fyrirmyndar í alla staði sem íþróttamaður og hefur alla tíð lagt sig hundrað prósent fram í sínum æfingum og sem keppandi. Stjórn Skautasambands Íslands óskar henni til hamingju með titilinn. Innlendar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon: Þú vilt spila þessa leik Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Sjá meira
Vala Rún B. Magnúsdóttir hefur verið kjörin skautakona ársins af Skautasambandi Íslands. Vala Rún hafnaði í fyrsta sæti á Bikarmóti ÍSS og öðru sæti á Íslandsmóti ÍSS. Þá hafnaði hún í fyrsta sæti í stúlknaflokki á Reykjavík International Games. Nánari samantekt Skautasambandsins á árinu hjá Völu Rún má sjá hér að neðan. Vala Rún hefur tekið þátt í öllum mótum hérlendis á árinu, fyrir utan Haustmót ÍSS, en þá átti hún við meiðsli að stríða. Vala Rún tók einnig þátt í öllum þeim mótum erlendis sem henni bauðst að taka þátt í á vegum Skautasambands Íslands og stóð sig þar með ágætum. Vala Rún byrjaði árið 2012 með því að taka þátt á Reykjavík International Games og var í fyrsta sæti í Stúlknaflokki A (Advanced Novice). Á Norðurlandamóti í Finnlandi í febrúar náði hún 11. sæti, sem er besti árangur sem íslenskur listhlaupaskautari hefur náð á Norðurlandamóti. Vetrarmót ÍSS 2012 var haldið í lok febrúar og þar keppti Vala Rún í Unglingaflokki A (Junior) í fyrsta skipti og hreppti þar fyrsta sæti. Vala Rún toppaði síðan árangur sinn á Reykjavíkurmótinu 2012 í apríl með því að lenda í fyrsta sæti með yfir 90 stig. Með frábærum árangri á vorönn tryggði Vala Rún sér sæti á Junior Grand Prix sem var haldið í Linz í Austuríki í september síðast liðinn og skilaði þar besta skori Íslendinga fram að því. Vala Rún hefur síðan haldið ótrauð áfram það sem af er þessum vetri og sannað sig sem einn af efnilegstu skauturum okkar Íslendinga í dag. Á Bikarmóti ÍSS 2012 náði hún fyrsta sæti og öðru sæti á Íslandsmóti ÍSS 2012. Vala Rún er til fyrirmyndar í alla staði sem íþróttamaður og hefur alla tíð lagt sig hundrað prósent fram í sínum æfingum og sem keppandi. Stjórn Skautasambands Íslands óskar henni til hamingju með titilinn.
Innlendar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon: Þú vilt spila þessa leik Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Sjá meira