Tom Watson líklegur sem fyrirliði bandaríska Ryderliðsins 12. desember 2012 17:15 Allt bendir til þess að Tom Watson verði næsti fyrirliði bandaríska úrvalsliðsins í golfi í næstu Ryderkeppni. Nordic Photos / Getty Images Bandaríska golfsambandið tilkynnir á morgun, fimmtudag, um valið á fyrirliða bandaríska Ryderliðsins sem mætir því evrópska á Gleneagles í Skotlandi árið 2014. Og það eru sterkar vísbendingar um að hinn þaulreyndi Tom Watson fái það hlutverk að stýra bandaríska liðinu. Watson var fyrirliði bandaríska Ryderliðsins sem fagnað sigri á Belfry vellinum árið 1993. Fyrirliði Evrópuliðsins verður tilkynntur í janúar en það er nokkuð ljóst að Darren Clarke fær það hlutverk en þetta verður frumraun Norður-Írans í þessu hlutverki. Á s.l. 15 árum hafa fyrirliðar bandaríska liðsins verið á aldrinum 40-50 ára og margir þeirra hafa reynt að komast í liðið með því að ná góðum árangri á atvinnumótum. „Við höfum ákveðið að bregða útaf vananum og gera hlutina með öðrum hætti," lét Ted Bishop, forseti PGA í Bandaríkjum hafa eftir sér við bandaríska fjölmiðla í gær. Watson er ekkert unglamb en hann verður 65 ára þegar keppnin fer fram. Bandaríkin hafa ekki náð að vinna Ryderkeppnina þegar keppt hefur verið í Evrópu frá því að Watson stýrði liðinu til sigurs árið 1993. Tom Kite, Curtis Strange, Tom Lehman og Corey Pavin hafa allir fengið tækifæri sem fyrirliðar í keppni í Evrópu og þeim tókst ekki að landa sigri. Seve Ballesteros, Sam Torrance, Ian Woosnam og Colin Montgomerie voru fyrirliðar Evrópuúrvalsins í þessum keppnum. Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem næsti fyrirliði bandaríska liðsins og þar var David Toms líklegastur. Árangur Watson á Opna breska meistaramótinu í gegnum tíðina hefur án efa haft mikil áhrif á valið. Watson hefur fimm sinnum sigrað á Opna breska og þar af í fjögur skipti þar sem leikið var í Skotlandi. Sumir telja að Watson njóti meiri vinsælda í Skotlandi en tenniskappinn Andy Murray sem er fæddur í Skotlandi. Watson er enn frábær kylfingur og hann var aðeins hársbreidd frá því að landa sínum sjötta sigri á Opna bresk árið 2009 á Turnberry. Þar sem hann varð að sætta sig við annað sætið eftir fjögurra holu umspil gegn Stewart Cink. Golf Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Bandaríska golfsambandið tilkynnir á morgun, fimmtudag, um valið á fyrirliða bandaríska Ryderliðsins sem mætir því evrópska á Gleneagles í Skotlandi árið 2014. Og það eru sterkar vísbendingar um að hinn þaulreyndi Tom Watson fái það hlutverk að stýra bandaríska liðinu. Watson var fyrirliði bandaríska Ryderliðsins sem fagnað sigri á Belfry vellinum árið 1993. Fyrirliði Evrópuliðsins verður tilkynntur í janúar en það er nokkuð ljóst að Darren Clarke fær það hlutverk en þetta verður frumraun Norður-Írans í þessu hlutverki. Á s.l. 15 árum hafa fyrirliðar bandaríska liðsins verið á aldrinum 40-50 ára og margir þeirra hafa reynt að komast í liðið með því að ná góðum árangri á atvinnumótum. „Við höfum ákveðið að bregða útaf vananum og gera hlutina með öðrum hætti," lét Ted Bishop, forseti PGA í Bandaríkjum hafa eftir sér við bandaríska fjölmiðla í gær. Watson er ekkert unglamb en hann verður 65 ára þegar keppnin fer fram. Bandaríkin hafa ekki náð að vinna Ryderkeppnina þegar keppt hefur verið í Evrópu frá því að Watson stýrði liðinu til sigurs árið 1993. Tom Kite, Curtis Strange, Tom Lehman og Corey Pavin hafa allir fengið tækifæri sem fyrirliðar í keppni í Evrópu og þeim tókst ekki að landa sigri. Seve Ballesteros, Sam Torrance, Ian Woosnam og Colin Montgomerie voru fyrirliðar Evrópuúrvalsins í þessum keppnum. Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem næsti fyrirliði bandaríska liðsins og þar var David Toms líklegastur. Árangur Watson á Opna breska meistaramótinu í gegnum tíðina hefur án efa haft mikil áhrif á valið. Watson hefur fimm sinnum sigrað á Opna breska og þar af í fjögur skipti þar sem leikið var í Skotlandi. Sumir telja að Watson njóti meiri vinsælda í Skotlandi en tenniskappinn Andy Murray sem er fæddur í Skotlandi. Watson er enn frábær kylfingur og hann var aðeins hársbreidd frá því að landa sínum sjötta sigri á Opna bresk árið 2009 á Turnberry. Þar sem hann varð að sætta sig við annað sætið eftir fjögurra holu umspil gegn Stewart Cink.
Golf Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni