Tom Watson líklegur sem fyrirliði bandaríska Ryderliðsins 12. desember 2012 17:15 Allt bendir til þess að Tom Watson verði næsti fyrirliði bandaríska úrvalsliðsins í golfi í næstu Ryderkeppni. Nordic Photos / Getty Images Bandaríska golfsambandið tilkynnir á morgun, fimmtudag, um valið á fyrirliða bandaríska Ryderliðsins sem mætir því evrópska á Gleneagles í Skotlandi árið 2014. Og það eru sterkar vísbendingar um að hinn þaulreyndi Tom Watson fái það hlutverk að stýra bandaríska liðinu. Watson var fyrirliði bandaríska Ryderliðsins sem fagnað sigri á Belfry vellinum árið 1993. Fyrirliði Evrópuliðsins verður tilkynntur í janúar en það er nokkuð ljóst að Darren Clarke fær það hlutverk en þetta verður frumraun Norður-Írans í þessu hlutverki. Á s.l. 15 árum hafa fyrirliðar bandaríska liðsins verið á aldrinum 40-50 ára og margir þeirra hafa reynt að komast í liðið með því að ná góðum árangri á atvinnumótum. „Við höfum ákveðið að bregða útaf vananum og gera hlutina með öðrum hætti," lét Ted Bishop, forseti PGA í Bandaríkjum hafa eftir sér við bandaríska fjölmiðla í gær. Watson er ekkert unglamb en hann verður 65 ára þegar keppnin fer fram. Bandaríkin hafa ekki náð að vinna Ryderkeppnina þegar keppt hefur verið í Evrópu frá því að Watson stýrði liðinu til sigurs árið 1993. Tom Kite, Curtis Strange, Tom Lehman og Corey Pavin hafa allir fengið tækifæri sem fyrirliðar í keppni í Evrópu og þeim tókst ekki að landa sigri. Seve Ballesteros, Sam Torrance, Ian Woosnam og Colin Montgomerie voru fyrirliðar Evrópuúrvalsins í þessum keppnum. Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem næsti fyrirliði bandaríska liðsins og þar var David Toms líklegastur. Árangur Watson á Opna breska meistaramótinu í gegnum tíðina hefur án efa haft mikil áhrif á valið. Watson hefur fimm sinnum sigrað á Opna breska og þar af í fjögur skipti þar sem leikið var í Skotlandi. Sumir telja að Watson njóti meiri vinsælda í Skotlandi en tenniskappinn Andy Murray sem er fæddur í Skotlandi. Watson er enn frábær kylfingur og hann var aðeins hársbreidd frá því að landa sínum sjötta sigri á Opna bresk árið 2009 á Turnberry. Þar sem hann varð að sætta sig við annað sætið eftir fjögurra holu umspil gegn Stewart Cink. Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Sjá meira
Bandaríska golfsambandið tilkynnir á morgun, fimmtudag, um valið á fyrirliða bandaríska Ryderliðsins sem mætir því evrópska á Gleneagles í Skotlandi árið 2014. Og það eru sterkar vísbendingar um að hinn þaulreyndi Tom Watson fái það hlutverk að stýra bandaríska liðinu. Watson var fyrirliði bandaríska Ryderliðsins sem fagnað sigri á Belfry vellinum árið 1993. Fyrirliði Evrópuliðsins verður tilkynntur í janúar en það er nokkuð ljóst að Darren Clarke fær það hlutverk en þetta verður frumraun Norður-Írans í þessu hlutverki. Á s.l. 15 árum hafa fyrirliðar bandaríska liðsins verið á aldrinum 40-50 ára og margir þeirra hafa reynt að komast í liðið með því að ná góðum árangri á atvinnumótum. „Við höfum ákveðið að bregða útaf vananum og gera hlutina með öðrum hætti," lét Ted Bishop, forseti PGA í Bandaríkjum hafa eftir sér við bandaríska fjölmiðla í gær. Watson er ekkert unglamb en hann verður 65 ára þegar keppnin fer fram. Bandaríkin hafa ekki náð að vinna Ryderkeppnina þegar keppt hefur verið í Evrópu frá því að Watson stýrði liðinu til sigurs árið 1993. Tom Kite, Curtis Strange, Tom Lehman og Corey Pavin hafa allir fengið tækifæri sem fyrirliðar í keppni í Evrópu og þeim tókst ekki að landa sigri. Seve Ballesteros, Sam Torrance, Ian Woosnam og Colin Montgomerie voru fyrirliðar Evrópuúrvalsins í þessum keppnum. Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem næsti fyrirliði bandaríska liðsins og þar var David Toms líklegastur. Árangur Watson á Opna breska meistaramótinu í gegnum tíðina hefur án efa haft mikil áhrif á valið. Watson hefur fimm sinnum sigrað á Opna breska og þar af í fjögur skipti þar sem leikið var í Skotlandi. Sumir telja að Watson njóti meiri vinsælda í Skotlandi en tenniskappinn Andy Murray sem er fæddur í Skotlandi. Watson er enn frábær kylfingur og hann var aðeins hársbreidd frá því að landa sínum sjötta sigri á Opna bresk árið 2009 á Turnberry. Þar sem hann varð að sætta sig við annað sætið eftir fjögurra holu umspil gegn Stewart Cink.
Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Sjá meira