Mikil ásókn í Elliðaárnar 18. desember 2012 14:06 Úr Elliðaánum. Að venju er mikil ásókn í Elliðaárnar hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur. Mynd/Trausti Töluverð ásókn er í Elliðárnar og Straumana fyrir næsta sumar, að því er fram kemur á vef Stangveiðifélags Reykjavíku (SVFR). Á vefnum er búið að taka saman hvert hugur félagsmanna leitar fyrir næsta sumar enda einungis tíu dagar í að umsóknarfrestur renni út. Umsóknarfresturinn átti að renna út 13. desember en stjórn félagsins ákvað að framlengja hann til 28. des. "Að venju sækja margir um Elliðaárnar, ekki síst þar sem búið er að breyta umsóknarferlinu, og þarf ekki lengur að setja A-umsóknir sínar á dagana. Hafa skal þó í huga að þar sem árnar eru seldar í hálfum dögum þá er framboð nokkuð gott, eða hátt í þúsund leyfi. Þó má búast við að þröngt verði á þingi í júlímánuði líkt og undanfarin ár," segir á vef SVFR. Þá segir að Straumarnir séu mjög eftirsóttir, sér í lagi snemmsumars, og ljóst að búast má við drætti um einhverja daga í júnímánuði. Hítará á Mýrum er sömuleiðis eftirsótt. "Norðurá í Borgarfirði á sína föstu aðdáendur, og er mikið sótt í hollin fyrir 18. júní að þessu sinni - og svo aftur um og eftir miðjan ágústmánuð. Í Langá á Mýrum er greinilega ásókn í stöku dagana í september. Þess má geta að júnímánuður var í forúthlutun að þessu sinni og seldust þau leyfi upp enda á viðráðanlegu verði og veiðivon mikil," segir á vef SVFR. Dagarnir í Bíldsfelli í Sogi eru nokkuð eftirsóttir, að því er segir á vefnum, og þunginn mestur í ágúst. "Eins og búist var við þá er minni umsóknarþungi í Laxá í Dölum, á Nesveiðar og í Leirvogsá á milli ára, enda urðu þessi veiðisvæði hlutfallslega verst úti í aflabrestinum í sumar," segir á vef SVFR. Stangveiði Mest lesið 20 laxar veiddust í Urriðafossi í gær Veiði Fyrstu laxarnir reka trýnin í árnar strax í maí Veiði Maðkur er munaðarvara Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Veiði Stóra bókin um Villibráð komin út aftur Veiði Ágætis byrjun í Elliðavatni Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Hreðavatn að koma vel inn Veiði 105 sm lax úr Víðidalsá Veiði Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Veiði
Töluverð ásókn er í Elliðárnar og Straumana fyrir næsta sumar, að því er fram kemur á vef Stangveiðifélags Reykjavíku (SVFR). Á vefnum er búið að taka saman hvert hugur félagsmanna leitar fyrir næsta sumar enda einungis tíu dagar í að umsóknarfrestur renni út. Umsóknarfresturinn átti að renna út 13. desember en stjórn félagsins ákvað að framlengja hann til 28. des. "Að venju sækja margir um Elliðaárnar, ekki síst þar sem búið er að breyta umsóknarferlinu, og þarf ekki lengur að setja A-umsóknir sínar á dagana. Hafa skal þó í huga að þar sem árnar eru seldar í hálfum dögum þá er framboð nokkuð gott, eða hátt í þúsund leyfi. Þó má búast við að þröngt verði á þingi í júlímánuði líkt og undanfarin ár," segir á vef SVFR. Þá segir að Straumarnir séu mjög eftirsóttir, sér í lagi snemmsumars, og ljóst að búast má við drætti um einhverja daga í júnímánuði. Hítará á Mýrum er sömuleiðis eftirsótt. "Norðurá í Borgarfirði á sína föstu aðdáendur, og er mikið sótt í hollin fyrir 18. júní að þessu sinni - og svo aftur um og eftir miðjan ágústmánuð. Í Langá á Mýrum er greinilega ásókn í stöku dagana í september. Þess má geta að júnímánuður var í forúthlutun að þessu sinni og seldust þau leyfi upp enda á viðráðanlegu verði og veiðivon mikil," segir á vef SVFR. Dagarnir í Bíldsfelli í Sogi eru nokkuð eftirsóttir, að því er segir á vefnum, og þunginn mestur í ágúst. "Eins og búist var við þá er minni umsóknarþungi í Laxá í Dölum, á Nesveiðar og í Leirvogsá á milli ára, enda urðu þessi veiðisvæði hlutfallslega verst úti í aflabrestinum í sumar," segir á vef SVFR.
Stangveiði Mest lesið 20 laxar veiddust í Urriðafossi í gær Veiði Fyrstu laxarnir reka trýnin í árnar strax í maí Veiði Maðkur er munaðarvara Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Veiði Stóra bókin um Villibráð komin út aftur Veiði Ágætis byrjun í Elliðavatni Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Hreðavatn að koma vel inn Veiði 105 sm lax úr Víðidalsá Veiði Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Veiði