Veiðikortið 2013 klárt í jólapakkann 26. nóvember 2012 14:20 Fiskarnir þurfa ekki að vera stórir til að gleðja veiðimenn. Þessi urriði fékkst í Mjóavatni í Breiðdal, sem er annað tveggja vatna innan Veiðikortsins. mynd/svavar Nú styttist í að Veiðikortið 2013 komi út en áætlað er að byrjað verði að dreifa því fyrstu viku desembermánaðar, þannig að kortið verður klárt í jólapakka landsmanna. Byrjað er að selja kortið á vefnum www.veidikortid.is og verða pantanir sendar um leið og bæklingurinn kemur úr prentun. Elliðavatn hefur eins og kunnugt er bæst við flóru áfangastaða veiðikortshafa við borgarmörkin, en auk Elliðavatns er heimilt að veiða í Hólmsá og Nátthagavatni. Í Hólmsá verður þó einungis heimilt að veiða á flugu. Með tilkomu Elliðavatnsins í Veiðikortinu verður ennþá auðveldara fyrir höfuðborgarbúa að skjótast í veiði t.d. fyrir eða eftir vinnu. Vatnasvæðið í Svínadal, þ.e.a.s. Þórisstaðavatn, Geitabergsvatn og Eyrarvatn munu hins vegar ekki vera innan vébanda Veiðikortsins árið 2013. Veiðikortið 2013 kostar 6.900 krónur. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Mikið af bleikju í Hraunsfirði Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Stutt í að Hraunsfjörður fari í gang Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði Flundra í Skorradalsvatni Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði 32 laxar komu á land fyrsta dag í Langá Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði
Nú styttist í að Veiðikortið 2013 komi út en áætlað er að byrjað verði að dreifa því fyrstu viku desembermánaðar, þannig að kortið verður klárt í jólapakka landsmanna. Byrjað er að selja kortið á vefnum www.veidikortid.is og verða pantanir sendar um leið og bæklingurinn kemur úr prentun. Elliðavatn hefur eins og kunnugt er bæst við flóru áfangastaða veiðikortshafa við borgarmörkin, en auk Elliðavatns er heimilt að veiða í Hólmsá og Nátthagavatni. Í Hólmsá verður þó einungis heimilt að veiða á flugu. Með tilkomu Elliðavatnsins í Veiðikortinu verður ennþá auðveldara fyrir höfuðborgarbúa að skjótast í veiði t.d. fyrir eða eftir vinnu. Vatnasvæðið í Svínadal, þ.e.a.s. Þórisstaðavatn, Geitabergsvatn og Eyrarvatn munu hins vegar ekki vera innan vébanda Veiðikortsins árið 2013. Veiðikortið 2013 kostar 6.900 krónur. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Mikið af bleikju í Hraunsfirði Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Stutt í að Hraunsfjörður fari í gang Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði Flundra í Skorradalsvatni Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði 32 laxar komu á land fyrsta dag í Langá Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði