Magnaður fiðluleikur Jónas Sen skrifar 27. nóvember 2012 10:57 Haukur Tómasson Sinfóníuhljómsveit íslands Verk eftir Hauk Tómasson, Karol Szymanowski og Jean Sibelius. Einleikari: Christian Tetzlaff; stjórnandi: John Sotgards.FIMMTUDAGINN 22. NÓVEMBER Marr, Ískurr og Skuggaskeið eru nöfnin á þremur köflum af fimm í verki eftir Hauk Tómasson. Það var frumflutt á Sinfóníutónleikum á fimmtudagskvöldið undir stjórn Johns Storgård. Titlarnir vísa til höfuðskepnanna; tónlistin er innblásin af hugleiðingum um loft, eld, jörð og vatn, auk ljóss og skugga. Eins og flest eftir Hauk er tónlistin fínleg. Tónmálið er framandi, hljómarnir heillandi annarlegir. Ég hugsa þó að verkið þurfi töluverða nálægð til að koma sem best út. Eftir því sem maður situr lengra frá hljómsveitinni dofna blæbrigðin, þetta smágerða, sem segir svo margt, rennur of mikið saman við heildina. Sennilega hljómar tónlistin best af geisladiski í góðum hátölurum. Í stórum sal eins og í Eldborginni hættir verkinu hins vegar til að verða fullkliðkennt. Það vantar skarpari línur, meiri andstæður. Margt er vissulega hrífandi, en á tónleikunum virkaði tónlistin fremur einsleit og tilbreytingarlaus, eins og pastellitað veggfóður. Ég er viss um að hún kemur betur út í stafrænum búningi! Talsvert meiri tilþrif einkenndu fiðlukonserta nr. 1 og 2 eftir Szymanowski. Hann var pólskur en alinn upp í Úkraínu. Fyrri konsertinn var saminn árið 1916, hinn síðari 1933. Nettur, síðrómantískur andi svífur yfir vötnunum í þeim fyrri. Hinn síðari er allt öðruvísi, stíllinn tærari, handbragðið agaðra. Einleikarinn Christian Tetzlaff var frábær. Hann spilaði af tæknilegum yfirburðum og ástríðufullri innlifun. Fiðlan lék í höndum hans, tónlistin varð ljóslifandi. Útkoman var mögnuð. Sjöunda sinfónía Sibeliusar var síðust á dagskránni. Hún var líka glæsileg í flutningi hljómsveitarinnar. Allar línur voru skýrar, dramatíkin tilkomumikil, framvindan spennandi. Verkið var í einum kafla, byrjunin var dálítið sundurlaus og leitandi (eins og hún átti að vera), en svo náði tónlistin fókus og endaði á tignarlegan hátt. Storgårds stjórnaði prýðilega. Flutningurinn var til fyrirmyndar, túlkunin var lífleg og rómantísk, fersk og skemmtileg. Niðurstaða: Áhugaverðir tónleikar, upp úr stóð frábær fiðluleikur. Gagnrýni Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit íslands Verk eftir Hauk Tómasson, Karol Szymanowski og Jean Sibelius. Einleikari: Christian Tetzlaff; stjórnandi: John Sotgards.FIMMTUDAGINN 22. NÓVEMBER Marr, Ískurr og Skuggaskeið eru nöfnin á þremur köflum af fimm í verki eftir Hauk Tómasson. Það var frumflutt á Sinfóníutónleikum á fimmtudagskvöldið undir stjórn Johns Storgård. Titlarnir vísa til höfuðskepnanna; tónlistin er innblásin af hugleiðingum um loft, eld, jörð og vatn, auk ljóss og skugga. Eins og flest eftir Hauk er tónlistin fínleg. Tónmálið er framandi, hljómarnir heillandi annarlegir. Ég hugsa þó að verkið þurfi töluverða nálægð til að koma sem best út. Eftir því sem maður situr lengra frá hljómsveitinni dofna blæbrigðin, þetta smágerða, sem segir svo margt, rennur of mikið saman við heildina. Sennilega hljómar tónlistin best af geisladiski í góðum hátölurum. Í stórum sal eins og í Eldborginni hættir verkinu hins vegar til að verða fullkliðkennt. Það vantar skarpari línur, meiri andstæður. Margt er vissulega hrífandi, en á tónleikunum virkaði tónlistin fremur einsleit og tilbreytingarlaus, eins og pastellitað veggfóður. Ég er viss um að hún kemur betur út í stafrænum búningi! Talsvert meiri tilþrif einkenndu fiðlukonserta nr. 1 og 2 eftir Szymanowski. Hann var pólskur en alinn upp í Úkraínu. Fyrri konsertinn var saminn árið 1916, hinn síðari 1933. Nettur, síðrómantískur andi svífur yfir vötnunum í þeim fyrri. Hinn síðari er allt öðruvísi, stíllinn tærari, handbragðið agaðra. Einleikarinn Christian Tetzlaff var frábær. Hann spilaði af tæknilegum yfirburðum og ástríðufullri innlifun. Fiðlan lék í höndum hans, tónlistin varð ljóslifandi. Útkoman var mögnuð. Sjöunda sinfónía Sibeliusar var síðust á dagskránni. Hún var líka glæsileg í flutningi hljómsveitarinnar. Allar línur voru skýrar, dramatíkin tilkomumikil, framvindan spennandi. Verkið var í einum kafla, byrjunin var dálítið sundurlaus og leitandi (eins og hún átti að vera), en svo náði tónlistin fókus og endaði á tignarlegan hátt. Storgårds stjórnaði prýðilega. Flutningurinn var til fyrirmyndar, túlkunin var lífleg og rómantísk, fersk og skemmtileg. Niðurstaða: Áhugaverðir tónleikar, upp úr stóð frábær fiðluleikur.
Gagnrýni Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira