Tiger Woods ætlar sér að komast í efsta sæti heimslistans Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 2. nóvember 2012 14:15 Tiger Woods hefur hug á því að komast í efsta sæti heimslistans á ný. Nordic Photos / Getty Images Það eru tvö ár frá því að Tiger Woods var í efsta sæti heimslistans í golfi. Bandaríski kylfingurinn er sem stendur í öðru sæti á eftir Norður-Íranum Rory McIlroy. Woods er þessa stundina staddur í Singapúr en hann ætlar sér að komast í efsta sæti heimslistans á ný en að hans mati gæti það tekið tíma. Tiger ræddi við fréttamenn í Singapúr í gær þar sem hann er var að gefa ungum kylfingum góð ráð. Og þar var hann spurður um hvenær hann gæti náð efsta sæti heimslistans á ný. „Það sem skiptir mestu máli er að vinna golfmót, og ef það tekst ekki þá þarf maður að vera á meðal þeirra efstu. Þannig náði Rory efsta sætinu og ég hlakka til að takast á við nýtt keppnistímabil," sagði Woods en hann sigraði á þremur atvinnumótum á bandarísku PGA mótaröðinni á þessu ári. Fjórir kylfingar hafa náð efsta sæti heimslistans í golfi á undanförnum tveimur árum, Luke Donald frá Englandi, Rory McIlroy frá Norður-Írlandi, Martin Kaymer frá Þýskalandi og Englendingurinn Lee Westwood. Frá því að heimslistinn í golfi var settur á laggirnar árið 1986 hefur Tiger Woods verið lengst allra í efsta sæti listans. Hann náði efsta sætinu í fyrsta sinn á ferlinum í júní árið 1998 þegar hann velti Greg Norman, „Hvíta-Hákarlinum" úr efsta sætinu. Woods var samfellt í efsta sæti heimslistans í 264 vikur frá því í ágúst 1999 þar til í september 2004. Vijay Singh frá Fijí tók efsta sætið árið 2004. Woods náði á toppinn á ný í júní árið 2005 og var þar samfellt í 281 viku eða þar til október árið 2010. Woods er bjartsýnn á að ná góðum árangri á næsta keppnistímabili. „Hlutirnir eru að mjakast í rétta átt. Á síðasta tímabili var ég í 127. sæti á peningalistanum á PGA, ég er í öðru sæti núna. Að mínu mati er það góður árangur og merki um framfarir. Heilsan er í góðu lagi og ég hlakka til næsta tímabils. Alls hefur Tiger Woods leikið á 24 mótum á þessu tímabili en hann hefur ekki keppt á fleiri mótum frá árinu 2005. Hann var gagnrýndur fyrir að taka ekki þátt á HSBC heimsmótaröðinni sem hófst í gær en þar vantar einnig Rory McIlroy. Frá því að heimslistinn í golfi var settur á laggirnar árið 1986 hafa aðeins 15 kylfingar náð efsta sætinu: Bernhard Langer, Þýskaland (3 vikur), Seve Ballesteros, Spánn (61 vika), Greg Norman, Ástralía (331 vikur), Nick Faldo, England ( 97 vikur), Ian Woosnam, Wales (50 vikur), Fred Couples (16 vikur), Nick Price, Zimbabwe (44 vikur), Tom Lehman, Bandaríkin (1 vika), Ernie Els, Suður-Afríka (9 vikur), David Duval, Bandaríkin (15 vikur), Vijay Singh, Fijí (32 vikur), Tiger Woods, Bandaríkin (623), Martin Kaymer, Þýskaland (8 vikur), Lee Westwood, England (22 vikur), Luke Donald, England (56 vikur), Rory McIlroy, Norður-Írland (10 vikur). Golf Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Enski boltinn Fleiri fréttir Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Sjá meira
Það eru tvö ár frá því að Tiger Woods var í efsta sæti heimslistans í golfi. Bandaríski kylfingurinn er sem stendur í öðru sæti á eftir Norður-Íranum Rory McIlroy. Woods er þessa stundina staddur í Singapúr en hann ætlar sér að komast í efsta sæti heimslistans á ný en að hans mati gæti það tekið tíma. Tiger ræddi við fréttamenn í Singapúr í gær þar sem hann er var að gefa ungum kylfingum góð ráð. Og þar var hann spurður um hvenær hann gæti náð efsta sæti heimslistans á ný. „Það sem skiptir mestu máli er að vinna golfmót, og ef það tekst ekki þá þarf maður að vera á meðal þeirra efstu. Þannig náði Rory efsta sætinu og ég hlakka til að takast á við nýtt keppnistímabil," sagði Woods en hann sigraði á þremur atvinnumótum á bandarísku PGA mótaröðinni á þessu ári. Fjórir kylfingar hafa náð efsta sæti heimslistans í golfi á undanförnum tveimur árum, Luke Donald frá Englandi, Rory McIlroy frá Norður-Írlandi, Martin Kaymer frá Þýskalandi og Englendingurinn Lee Westwood. Frá því að heimslistinn í golfi var settur á laggirnar árið 1986 hefur Tiger Woods verið lengst allra í efsta sæti listans. Hann náði efsta sætinu í fyrsta sinn á ferlinum í júní árið 1998 þegar hann velti Greg Norman, „Hvíta-Hákarlinum" úr efsta sætinu. Woods var samfellt í efsta sæti heimslistans í 264 vikur frá því í ágúst 1999 þar til í september 2004. Vijay Singh frá Fijí tók efsta sætið árið 2004. Woods náði á toppinn á ný í júní árið 2005 og var þar samfellt í 281 viku eða þar til október árið 2010. Woods er bjartsýnn á að ná góðum árangri á næsta keppnistímabili. „Hlutirnir eru að mjakast í rétta átt. Á síðasta tímabili var ég í 127. sæti á peningalistanum á PGA, ég er í öðru sæti núna. Að mínu mati er það góður árangur og merki um framfarir. Heilsan er í góðu lagi og ég hlakka til næsta tímabils. Alls hefur Tiger Woods leikið á 24 mótum á þessu tímabili en hann hefur ekki keppt á fleiri mótum frá árinu 2005. Hann var gagnrýndur fyrir að taka ekki þátt á HSBC heimsmótaröðinni sem hófst í gær en þar vantar einnig Rory McIlroy. Frá því að heimslistinn í golfi var settur á laggirnar árið 1986 hafa aðeins 15 kylfingar náð efsta sætinu: Bernhard Langer, Þýskaland (3 vikur), Seve Ballesteros, Spánn (61 vika), Greg Norman, Ástralía (331 vikur), Nick Faldo, England ( 97 vikur), Ian Woosnam, Wales (50 vikur), Fred Couples (16 vikur), Nick Price, Zimbabwe (44 vikur), Tom Lehman, Bandaríkin (1 vika), Ernie Els, Suður-Afríka (9 vikur), David Duval, Bandaríkin (15 vikur), Vijay Singh, Fijí (32 vikur), Tiger Woods, Bandaríkin (623), Martin Kaymer, Þýskaland (8 vikur), Lee Westwood, England (22 vikur), Luke Donald, England (56 vikur), Rory McIlroy, Norður-Írland (10 vikur).
Golf Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Enski boltinn Fleiri fréttir Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Sjá meira