Um 10% danskra heimila eru í greiðsluvandræðum 29. október 2012 06:23 Dönsk heimili eiga í sívaxandi erfiðleikum með að láta endana ná saman um hver mánaðarmót. Þetta sýnir ný úttekt á vegum dönsku hagstofunnar. Fram kemur í þessari úttekt, sem nær yfir síðasta ár, að 280 þúsund heimili í Danmörku eiga ekki lengur fyrir reikningum sínum um hver mánaðarmót. Þetta samsvarar 10% af öllum heimilum í landinu. Þessi staða hefur hríðversnað frá því að fjármálakreppan skall á. Í samsvarandi könnun sem hagstofan gerði árið 2007 voru 180.000 dönsk heimili í greiðsluvandræðum. Þeim hefur því fjölgað um 80.000 á þessu tímabili. Í frétt um málið í Jyllands Posten er rætt við Lone Kæjrgaarde aðalhagfræðing hjá Arbejdernes Landsbank. Hún bendir á að úttekt hagstofunnar nái til ársins í fyrra og að hagtölur í Danmörku í ár sýni að staðan sé í raun orðin verri. Það eru einkum húsnæðislán sem dönsk heimili eiga í vandræðum með. Fasteignaverð í Danmörku hrundi í kjölfar kreppunnar eins og víða í Evrópu og hefur lítt náð sér á strik síðan. Lone segir að þessi þróun samhliða því að atvinnuleysi hefur ekki minnkað skýri slæma stöðu margra danskra heimila. Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Dönsk heimili eiga í sívaxandi erfiðleikum með að láta endana ná saman um hver mánaðarmót. Þetta sýnir ný úttekt á vegum dönsku hagstofunnar. Fram kemur í þessari úttekt, sem nær yfir síðasta ár, að 280 þúsund heimili í Danmörku eiga ekki lengur fyrir reikningum sínum um hver mánaðarmót. Þetta samsvarar 10% af öllum heimilum í landinu. Þessi staða hefur hríðversnað frá því að fjármálakreppan skall á. Í samsvarandi könnun sem hagstofan gerði árið 2007 voru 180.000 dönsk heimili í greiðsluvandræðum. Þeim hefur því fjölgað um 80.000 á þessu tímabili. Í frétt um málið í Jyllands Posten er rætt við Lone Kæjrgaarde aðalhagfræðing hjá Arbejdernes Landsbank. Hún bendir á að úttekt hagstofunnar nái til ársins í fyrra og að hagtölur í Danmörku í ár sýni að staðan sé í raun orðin verri. Það eru einkum húsnæðislán sem dönsk heimili eiga í vandræðum með. Fasteignaverð í Danmörku hrundi í kjölfar kreppunnar eins og víða í Evrópu og hefur lítt náð sér á strik síðan. Lone segir að þessi þróun samhliða því að atvinnuleysi hefur ekki minnkað skýri slæma stöðu margra danskra heimila.
Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira