Kraftmikið fortíðarferðalag Trausti Júlíusson skrifar 15. október 2012 11:59 Voyage. Vintage Caravan. Sena. Vintage Caravan er rokktríó sem hefur vakið mikla athygli undanfarið. Sveitin var stofnuð undir nafninu Acid árið 2005. Hún lenti í þriðja sæti á Músíktilraunum 2009 og sigraði í íslenskri forkeppni Global Battle of the Bands í mars 2012. Hún fer til London í desember til að taka þátt í úrslitakeppninni. Vintage Caravan er drulluþétt tónleikasveit, eins og sást og heyrðist á Rokkjötnum í Kaplakrika í haust. Voyage er önnur plata sveitarinnar, en sú fyrri, samnefnd sveitinni, kom út í fyrra og flaug frekar lágt. Tónlist Vintage Caravan er rokk og blúsrokk undir mjög greinilegum áhrifum frá rokktónlist áranna um og eftir 1970. Lagasmíðarnar eru nokkuð fjölbreyttar. Þetta er allt frá kraftmiklum blúsrokklögum yfir í ballöður og þaðan yfir í hið tíu mínútna, kaflaskipta lokalag, The King Voyage. Textarnir, sem eru á ensku, eru ekki síður gamaldags en tónlistin. Textinn við upphafslagið Know Your Place er t.d. ekta kvenfyrirlitningartexti. Aðalstyrkur plötunnar felst í flutningnum. Ryþmaparið Alexander bassaleikari og Guðjón trommuleikari er mjög þétt og söngvarinn og gítarleikarinn Óskar Logi sýnir snilldartakta á gítarinn. Virkilega fjölhæfur og góður gítarleikari. Þetta er mjög sannfærandi rokkplata. Eina vandamálið er að mér finnst sveitin ekki taka þessa tónlist neitt áfram. Þetta er eins og fortíðarferðalag, kraftmikið og flott, en fortíðarferðalag samt sem áður. Þar sem meðlimir Vintage Caravan eru ekki nema 18 ára þá hafa þeir samt nógan tíma til þess að þróa tónlistina og skapa sér sinn eigin stíl. Þangað til er Voyage kraftmikil og skemmtileg rokkplata í anda gömlu meistaranna. Niðurstaða: Öflugt og skemmtilegt rokkplata í anda áranna um og eftir 1970 Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Voyage. Vintage Caravan. Sena. Vintage Caravan er rokktríó sem hefur vakið mikla athygli undanfarið. Sveitin var stofnuð undir nafninu Acid árið 2005. Hún lenti í þriðja sæti á Músíktilraunum 2009 og sigraði í íslenskri forkeppni Global Battle of the Bands í mars 2012. Hún fer til London í desember til að taka þátt í úrslitakeppninni. Vintage Caravan er drulluþétt tónleikasveit, eins og sást og heyrðist á Rokkjötnum í Kaplakrika í haust. Voyage er önnur plata sveitarinnar, en sú fyrri, samnefnd sveitinni, kom út í fyrra og flaug frekar lágt. Tónlist Vintage Caravan er rokk og blúsrokk undir mjög greinilegum áhrifum frá rokktónlist áranna um og eftir 1970. Lagasmíðarnar eru nokkuð fjölbreyttar. Þetta er allt frá kraftmiklum blúsrokklögum yfir í ballöður og þaðan yfir í hið tíu mínútna, kaflaskipta lokalag, The King Voyage. Textarnir, sem eru á ensku, eru ekki síður gamaldags en tónlistin. Textinn við upphafslagið Know Your Place er t.d. ekta kvenfyrirlitningartexti. Aðalstyrkur plötunnar felst í flutningnum. Ryþmaparið Alexander bassaleikari og Guðjón trommuleikari er mjög þétt og söngvarinn og gítarleikarinn Óskar Logi sýnir snilldartakta á gítarinn. Virkilega fjölhæfur og góður gítarleikari. Þetta er mjög sannfærandi rokkplata. Eina vandamálið er að mér finnst sveitin ekki taka þessa tónlist neitt áfram. Þetta er eins og fortíðarferðalag, kraftmikið og flott, en fortíðarferðalag samt sem áður. Þar sem meðlimir Vintage Caravan eru ekki nema 18 ára þá hafa þeir samt nógan tíma til þess að þróa tónlistina og skapa sér sinn eigin stíl. Þangað til er Voyage kraftmikil og skemmtileg rokkplata í anda gömlu meistaranna. Niðurstaða: Öflugt og skemmtilegt rokkplata í anda áranna um og eftir 1970
Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira