Algjört hrun í Andakílsá - 83 laxar veiddir Kristján Hjálmarsson skrifar 2. október 2012 11:01 Stærsti laxinn úr Andakílsá í ár var 79 sentimetra hrygna. Mynd/Veiðibók.is Aðeins komu 83 laxar úr Andakílsá í ár en veiðitímabilinu þar er nú lokið. Andakílsá olli, eins og margar laxveiðiár, nokkrum vonbrigðum í sumar borin saman við síðustu ár, að því er segir á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur. "Undanfarin ár hafa veiðitölur úr Andakílsá verið langt yfir meðaltalsveiði áratuganna á undan. Vegna þessa má vera að væntingar veiðimanna og annara til þessarar nettu laxveiðiáar verið umfram það sem eðlilegt getur talist," segir meðal annars á vef SVFR. Meðalveiði í ánni, frá árinu 2003, er um 353 laxar. Áratuginn á undan var meðalveiði 119 laxar og virðist áin því vera að færast nær því sem þá var. "Ekki þarf að fara lengra aftur en til sumarsins 1998 til að finna minnstu veiði sl. 30 ára í ánni þegar að 63 laxar veiddust," segir á vef SVFR. Af þessum 83 löxum veiddust 46 á maðk og 37 á flugu og var meðalþyngd þeirra um 2,2 kg. Að auki veiddust 18 bleikjur, sjö sjóbirtingar, þrjár flundru og tveir álar. "Samkvæmt skýrslu sem Kristján Guðmundsson sendi okkur var stærsti laxinn 79 cm hrygna, veidd í Volta, þann 7. júlí. Hún var einn þriggja laxa sem sleppt var í ánni í sumar," segir á vef SVFR. Stangveiði Mest lesið Þegar takan dettur niður Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði
Aðeins komu 83 laxar úr Andakílsá í ár en veiðitímabilinu þar er nú lokið. Andakílsá olli, eins og margar laxveiðiár, nokkrum vonbrigðum í sumar borin saman við síðustu ár, að því er segir á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur. "Undanfarin ár hafa veiðitölur úr Andakílsá verið langt yfir meðaltalsveiði áratuganna á undan. Vegna þessa má vera að væntingar veiðimanna og annara til þessarar nettu laxveiðiáar verið umfram það sem eðlilegt getur talist," segir meðal annars á vef SVFR. Meðalveiði í ánni, frá árinu 2003, er um 353 laxar. Áratuginn á undan var meðalveiði 119 laxar og virðist áin því vera að færast nær því sem þá var. "Ekki þarf að fara lengra aftur en til sumarsins 1998 til að finna minnstu veiði sl. 30 ára í ánni þegar að 63 laxar veiddust," segir á vef SVFR. Af þessum 83 löxum veiddust 46 á maðk og 37 á flugu og var meðalþyngd þeirra um 2,2 kg. Að auki veiddust 18 bleikjur, sjö sjóbirtingar, þrjár flundru og tveir álar. "Samkvæmt skýrslu sem Kristján Guðmundsson sendi okkur var stærsti laxinn 79 cm hrygna, veidd í Volta, þann 7. júlí. Hún var einn þriggja laxa sem sleppt var í ánni í sumar," segir á vef SVFR.
Stangveiði Mest lesið Þegar takan dettur niður Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði