Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 80-95 Elvar Geir Magnússon í Toyota-sláturhúsinu skrifar 8. október 2012 16:47 Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. Mynd/Stefán Íslandsmeistarar Grindavíkur reyndust of stór biti fyrir granna sína í Keflavík í kvöld þegar liðin áttust við í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar. Fimmtán stiga sigur gestana staðreynd. Liðin áttust við í Meistarakeppninni í síðustu viku og rétt eins og þá voru það Grindvíkingarnir sem fögnuðu í leikslok. Leikurinn í kvöld var að mörgu leyti líkur þeim leik. Keflvíkingar frumsýndu nýjan bandarískan leikmann, Michael Graion. Hann á eftir að komast betur inn í hlutina en endaði sem stigahæsti leikmaður liðsins í kvöld. Grindvíkingar voru hænuskrefi á undan í fyrri hálfleiknum en heimamenn aldrei langt undan. Í þriðja leikhluta byrjaði að skilja á milli og Grindvíkingar sigldu þessu á endanum örugglega í höfn. Skemmtanagildi leiksins var ekki mjög hátt og menn í báðum liðum töluðu um að þeirra lið hefði verið talsvert frá sínu besta. Það er kannski eðlilegt þegar um fyrstu umferð er að ræða.Sigurður Ingimundarson: Allt aðrir hlutir en við gerum á æfingum "Þeir voru miklu grimmari en við í seinni hálfleik. Við vorum kraftlausir og þetta var bara lélegt hjá okkur," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. "Við höfum sjaldan verið eins lítið tilbúnir þegar mótið er að byrja eins og núna. Það á ýmislegt eftir að gerast hjá okkur. Við gátum ekki neitt og fundum engan takt í sókninni. Það var kannski viðbúið því ég hef ekki náð að æfa með þetta lið eins og það er núna. Við eigum að geta spilað betri vörn." Sigurður segist hafa áhyggjur af því hvort liðið ætli ekki að gera hlutina eins og eigi að gera þá. "Við erum að gera allt aðra hluti en við erum að gera á æfingum. Við eigum helling inni."Sigurður Þorsteinsson: Getum miklu betur "Við fórum að stíga út, þeir fengu of mikið af sóknarfráköstum. Þá bara kom þetta," sagði Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur, þegar hann var spurður að því hvað hefði gert það að verkum að liðið stakk af í seinni hálfleik. "Það er stígandi hjá okkur en við getum samt miklu betur." Sigurður segir að það hafi ekki truflað undirbúning Grindavíkur að Keflavík bætti við sig erlendum leikmanni rétt fyrir leikinn. "Við vissum ekki hvað við værum að fara að glíma við rétt eins og hann var sjálfur ekki með hlutina á hreinu. Hann er ekki kominn alveg inn í kerfin og svona og því kannski ekki hægt að dæma Keflavík á þessum leik.Keflavík-Grindavík 80-95 (16-20, 24-22, 20-28, 20-25) Keflavík: Michael Graion 19/10 fráköst, Valur Orri Valsson 17, Almar Stefán Guðbrandsson 14/7 fráköst/4 varin skot, Kevin Giltner 10, Darrel Keith Lewis 8, Snorri Hrafnkelsson 6/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 6. Grindavík: Aaron Broussard 23/7 fráköst, Samuel Zeglinski 22/4 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 18/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 9/8 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 8/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 7, Jón Axel Guðmundsson 4, Þorleifur Ólafsson 4.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Davíð Kr. Hreiðarsson Leikurinn var í beinni textalýsingu:Leik lokið: Keflavík 80 - 95 GrindavíkKeflavík byrjaði að gefa eftir í lok 3. leikhlutans og Grindvíkingar reyndust einfaldlega betra liðið. Michael Graion var stigahæstur hjá Keflavík með 19 stig en Aaron Broussard skoraði 23 stig fyrir Grindavík.4. leikhluti: Kefl 70-87 Grind: 3 og hálf mínúta eftir og Grindavík að sigla þessu þægilega í höfn.4. leikhluti: Kefl 64-79 Grind: Sex mínútur eftir og Grindvíkingar virðast ætla að vera öflugri á lokasprettinum.3. leikhluta lokið: Kefl 60-70 Grind: Grindvíkingar með tíu stiga forystu fyrir síðasta leikhlutann. Almar Guðbrandsson með tólf stig fyrir heimamenn en Aaron Broussard og Samuel Zeglinski eru með 17 stig hvor fyrir gestina.3. leikhluti: Kefl 54-64 Grind: Harkan í leiknum hefur aukist. Grindvíkingar átt góðan kafla.3. leikhluti: Kefl 52-54 Grind: Spennan heldur áfram en Grindavík er hænuskrefi á undan.Stigaskor í fyrri hálfleik:Almar Guðbrandsson er með 10 stig og 4 fráköst fyrir Keflavík. Valur Orri hefur einnig skorað 10 og Kevin Giltner er með 6. Hjá Grindavík er Sigurður Þorsteinsson með 10 stig og 6 fráköst. Ómar Örn Sævarsson hefur skorað 8 (4 fráköst) og Samuel Zeglinski 7 stig.Hálfleikur - Kefl 40-42 Grind: Það er kominn hálfleikur í sláturhúsinu. Hinn ungi Valur Orri Valsson átti góða rispu í lok hálfleiksins og er kominn með tíu stig samtals.2. leikhluti - Kefl 27-30 Grind: Kevin Giltner kominn með sex stig fyrir Keflavík. Michael Craion leikur sinn fyrsta leik með Keflavík í kvöld. Michael er 196 sm kraftframherji og vegur um 100 kíló. Fyrir hjá Keflavík er Giltner sem lék með liðinu þegar það tapaði með níu stiga mun fyrir Grindavík í Meistarakeppninni í síðustu viku.1. leikhluta lokið - Kefl 16-20 Grind: Gestirnir leiða með fjórum stigum.Snorri Hrafnkelsson með fjögur stig fyrir Keflavík en Jóhann Árni Ólafsson fimm fyrir Grindavík og Samuel Zeglinski fjögur.1. leikhluti - Kefl 7-11 Grind: Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Steinarsson er á bekknum hjá Keflavík, þó ekki sem leikmaður heldur er hann að vinna að fylgjast með Sigurði Ingimundarsyni, þjálfara Keflavíkur, að störfum. Skólaverkefni.1. leikhluti: Það er ágætlega mætt hérna í Toyota sláturhúsið þó kofinn sé ekki fullur. Áhorfendur láta þó lítið í sér heyra í þessum grannaslag. Grindavík með fyrstu fjögur stig leiksins.19:15 Leikurinn er hafinn. Það er netlaust hérna í Keflavík en með hjálp netpungs er ég orðinn tengdur. Dominos-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Íslandsmeistarar Grindavíkur reyndust of stór biti fyrir granna sína í Keflavík í kvöld þegar liðin áttust við í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar. Fimmtán stiga sigur gestana staðreynd. Liðin áttust við í Meistarakeppninni í síðustu viku og rétt eins og þá voru það Grindvíkingarnir sem fögnuðu í leikslok. Leikurinn í kvöld var að mörgu leyti líkur þeim leik. Keflvíkingar frumsýndu nýjan bandarískan leikmann, Michael Graion. Hann á eftir að komast betur inn í hlutina en endaði sem stigahæsti leikmaður liðsins í kvöld. Grindvíkingar voru hænuskrefi á undan í fyrri hálfleiknum en heimamenn aldrei langt undan. Í þriðja leikhluta byrjaði að skilja á milli og Grindvíkingar sigldu þessu á endanum örugglega í höfn. Skemmtanagildi leiksins var ekki mjög hátt og menn í báðum liðum töluðu um að þeirra lið hefði verið talsvert frá sínu besta. Það er kannski eðlilegt þegar um fyrstu umferð er að ræða.Sigurður Ingimundarson: Allt aðrir hlutir en við gerum á æfingum "Þeir voru miklu grimmari en við í seinni hálfleik. Við vorum kraftlausir og þetta var bara lélegt hjá okkur," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. "Við höfum sjaldan verið eins lítið tilbúnir þegar mótið er að byrja eins og núna. Það á ýmislegt eftir að gerast hjá okkur. Við gátum ekki neitt og fundum engan takt í sókninni. Það var kannski viðbúið því ég hef ekki náð að æfa með þetta lið eins og það er núna. Við eigum að geta spilað betri vörn." Sigurður segist hafa áhyggjur af því hvort liðið ætli ekki að gera hlutina eins og eigi að gera þá. "Við erum að gera allt aðra hluti en við erum að gera á æfingum. Við eigum helling inni."Sigurður Þorsteinsson: Getum miklu betur "Við fórum að stíga út, þeir fengu of mikið af sóknarfráköstum. Þá bara kom þetta," sagði Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur, þegar hann var spurður að því hvað hefði gert það að verkum að liðið stakk af í seinni hálfleik. "Það er stígandi hjá okkur en við getum samt miklu betur." Sigurður segir að það hafi ekki truflað undirbúning Grindavíkur að Keflavík bætti við sig erlendum leikmanni rétt fyrir leikinn. "Við vissum ekki hvað við værum að fara að glíma við rétt eins og hann var sjálfur ekki með hlutina á hreinu. Hann er ekki kominn alveg inn í kerfin og svona og því kannski ekki hægt að dæma Keflavík á þessum leik.Keflavík-Grindavík 80-95 (16-20, 24-22, 20-28, 20-25) Keflavík: Michael Graion 19/10 fráköst, Valur Orri Valsson 17, Almar Stefán Guðbrandsson 14/7 fráköst/4 varin skot, Kevin Giltner 10, Darrel Keith Lewis 8, Snorri Hrafnkelsson 6/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 6. Grindavík: Aaron Broussard 23/7 fráköst, Samuel Zeglinski 22/4 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 18/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 9/8 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 8/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 7, Jón Axel Guðmundsson 4, Þorleifur Ólafsson 4.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Davíð Kr. Hreiðarsson Leikurinn var í beinni textalýsingu:Leik lokið: Keflavík 80 - 95 GrindavíkKeflavík byrjaði að gefa eftir í lok 3. leikhlutans og Grindvíkingar reyndust einfaldlega betra liðið. Michael Graion var stigahæstur hjá Keflavík með 19 stig en Aaron Broussard skoraði 23 stig fyrir Grindavík.4. leikhluti: Kefl 70-87 Grind: 3 og hálf mínúta eftir og Grindavík að sigla þessu þægilega í höfn.4. leikhluti: Kefl 64-79 Grind: Sex mínútur eftir og Grindvíkingar virðast ætla að vera öflugri á lokasprettinum.3. leikhluta lokið: Kefl 60-70 Grind: Grindvíkingar með tíu stiga forystu fyrir síðasta leikhlutann. Almar Guðbrandsson með tólf stig fyrir heimamenn en Aaron Broussard og Samuel Zeglinski eru með 17 stig hvor fyrir gestina.3. leikhluti: Kefl 54-64 Grind: Harkan í leiknum hefur aukist. Grindvíkingar átt góðan kafla.3. leikhluti: Kefl 52-54 Grind: Spennan heldur áfram en Grindavík er hænuskrefi á undan.Stigaskor í fyrri hálfleik:Almar Guðbrandsson er með 10 stig og 4 fráköst fyrir Keflavík. Valur Orri hefur einnig skorað 10 og Kevin Giltner er með 6. Hjá Grindavík er Sigurður Þorsteinsson með 10 stig og 6 fráköst. Ómar Örn Sævarsson hefur skorað 8 (4 fráköst) og Samuel Zeglinski 7 stig.Hálfleikur - Kefl 40-42 Grind: Það er kominn hálfleikur í sláturhúsinu. Hinn ungi Valur Orri Valsson átti góða rispu í lok hálfleiksins og er kominn með tíu stig samtals.2. leikhluti - Kefl 27-30 Grind: Kevin Giltner kominn með sex stig fyrir Keflavík. Michael Craion leikur sinn fyrsta leik með Keflavík í kvöld. Michael er 196 sm kraftframherji og vegur um 100 kíló. Fyrir hjá Keflavík er Giltner sem lék með liðinu þegar það tapaði með níu stiga mun fyrir Grindavík í Meistarakeppninni í síðustu viku.1. leikhluta lokið - Kefl 16-20 Grind: Gestirnir leiða með fjórum stigum.Snorri Hrafnkelsson með fjögur stig fyrir Keflavík en Jóhann Árni Ólafsson fimm fyrir Grindavík og Samuel Zeglinski fjögur.1. leikhluti - Kefl 7-11 Grind: Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Steinarsson er á bekknum hjá Keflavík, þó ekki sem leikmaður heldur er hann að vinna að fylgjast með Sigurði Ingimundarsyni, þjálfara Keflavíkur, að störfum. Skólaverkefni.1. leikhluti: Það er ágætlega mætt hérna í Toyota sláturhúsið þó kofinn sé ekki fullur. Áhorfendur láta þó lítið í sér heyra í þessum grannaslag. Grindavík með fyrstu fjögur stig leiksins.19:15 Leikurinn er hafinn. Það er netlaust hérna í Keflavík en með hjálp netpungs er ég orðinn tengdur.
Dominos-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum