Evrópa hélt Ryder-bikarnum eftir ótrúlega endurkomu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. september 2012 22:34 Kaymer fagnar púttinu sínu á átjándu. Nordic Photos / Getty Images Evrópa vann í dag ótrúlegan sigur í Ryder-bikarkeppninni í golfi. Keppnislið Evrópu fékk fjórtán og hálfan vinning og vann því bandaríska liðið með minnsta mun. Bandaríkin hafði væna forystu, 10-6, þegar tvímenningurinn hófst í dag og lengi vel leit út fyrir að Evrópumenn myndu ekki ná að ógna forystunni að nokkru ráði. En hver Evrópumaðurinn á fætur öðrum reyndist sterkari á síðustu holunum og söxuðu þeir á forystu heimamanna, jafnt og þétt. Francesco Molinari tryggði Evrópu svo sigurinn með því að halda jöfnu gegn Tiger Woods í síðustu viðureigninni í tvímenningi. Reyndar hefði jafntefli, 14-14, dugað Evrópu til að halda bikarnum þar sem Evrópumenn voru handhafar bikarsins. Það kom í hlut Þjóðverjans Martin Kaymer að tryggja fjórtánda stigið og gerði hann það með rúmlega tveggja metra pútti á átjándu holu í viðureign sinni gegn Steve Stricker. Kaymer sýndi stáltaugar þegar hann setti púttið niður og eftir það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti Evrópumanna á vellinum. Tiger átti sigurinn vísan í sinni viðureign en missti stutt pútt og gaf svo Molinari sigurinn. Tiger átti skelfilega helgi og fékk aðeins hálfan vinning af fjórum mögulegum. „Þetta var ólýsanlegt," sagði Kaymer eftir sigurinn. „Ég var afar taugaóstyrkur á síðustu 2-3 holunum. Olazabal [fyrirliði Evrópu] kom til mín og sagði að við þyrftum stigið mitt til að halda bikarnum. Ég elska þá tilfinningu." „Það er ekki hægt að bera þetta saman við pressuna sem fylgir því að vinna stórmót. Það vinnur maður fyrir sjálfan sig. En í dag heyrði ég í liðinu mínu og öllu fólkinu. Tímabilið hefur ekki verið gott hjá mér en dagurinn var góður fyrir sjálfstraustið mitt." Golf Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Evrópa vann í dag ótrúlegan sigur í Ryder-bikarkeppninni í golfi. Keppnislið Evrópu fékk fjórtán og hálfan vinning og vann því bandaríska liðið með minnsta mun. Bandaríkin hafði væna forystu, 10-6, þegar tvímenningurinn hófst í dag og lengi vel leit út fyrir að Evrópumenn myndu ekki ná að ógna forystunni að nokkru ráði. En hver Evrópumaðurinn á fætur öðrum reyndist sterkari á síðustu holunum og söxuðu þeir á forystu heimamanna, jafnt og þétt. Francesco Molinari tryggði Evrópu svo sigurinn með því að halda jöfnu gegn Tiger Woods í síðustu viðureigninni í tvímenningi. Reyndar hefði jafntefli, 14-14, dugað Evrópu til að halda bikarnum þar sem Evrópumenn voru handhafar bikarsins. Það kom í hlut Þjóðverjans Martin Kaymer að tryggja fjórtánda stigið og gerði hann það með rúmlega tveggja metra pútti á átjándu holu í viðureign sinni gegn Steve Stricker. Kaymer sýndi stáltaugar þegar hann setti púttið niður og eftir það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti Evrópumanna á vellinum. Tiger átti sigurinn vísan í sinni viðureign en missti stutt pútt og gaf svo Molinari sigurinn. Tiger átti skelfilega helgi og fékk aðeins hálfan vinning af fjórum mögulegum. „Þetta var ólýsanlegt," sagði Kaymer eftir sigurinn. „Ég var afar taugaóstyrkur á síðustu 2-3 holunum. Olazabal [fyrirliði Evrópu] kom til mín og sagði að við þyrftum stigið mitt til að halda bikarnum. Ég elska þá tilfinningu." „Það er ekki hægt að bera þetta saman við pressuna sem fylgir því að vinna stórmót. Það vinnur maður fyrir sjálfan sig. En í dag heyrði ég í liðinu mínu og öllu fólkinu. Tímabilið hefur ekki verið gott hjá mér en dagurinn var góður fyrir sjálfstraustið mitt."
Golf Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira