Selfoss hélt sæti sínu í efstu deild þrátt fyrir hrakspár Kolbeinn Tumi Daðason á Þórsvelli skrifar 4. september 2012 21:54 Þrátt fyrir 9-0 tap fyrir Þór/KA í kvöld gátu Selfyssingar fagnað í leikslok. Sigur FH á Fylki í Hafnarfirði þýddi að liðið hélt sæti sínu í deildinni þvert á allar spár. Afar áhugavert hefur verið að fylgjast með gengi Selfyssinga í sumar. Liðið hefur spilað flottan fótbolta sem hefur þó komið sér í koll gegn stærri félögunum. Liðið hefur tapað leikjum stórt, líkt og í kvöld, en þegar liðið mætir liðunum í neðri hlutanum hefur sjálfstraust í sóknaruppbyggingu liðsins borið árangur. „Ég sagði við stelpurnar að þegar þær væru búnar að fara í sturtu og klæða sig myndu þær átta sig á því sem við höfum gert," sagði Björn Kristinn Björnsson þjálfari Selfoss í leikslok. Selfossliðið er ungt að árum en liðið lék í sumar í fyrsta sinn meðal þeirra bestu. Markatala liðsins er verst allra liða í deildinni, raunar langverst, en liðið hefur aldrei bognað og gerði í raun ekki í kvöld ef miðað er við hvernig fótbolta liðið leggur upp með að spila. Þrátt fyrir að fá hvert markið í andlitið á fætur öðru hélt liðið áfram að spila flottan fótbolta. Í raun er rannsóknarefni útaf fyrir sig hvernig liðinu tókst ekki að skora úr öllum þeim færum sem liðið skapaði sér eftir fallegt spil. Lítið var um fagnaðarlæti hjá leikmönnum liðsins í leikslok en vænta má að öllu léttara er yfir stelpunum sem nú sitja í rútu á leiðinni suður á nýjan leik. Frábær frammistaða hjá Selfossi, sem líkt og Þór/KA, kom öllum á óvart og getur verið afar stolt af frammistöðu sinni í sumar. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins. 4. september 2012 13:56 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Þrátt fyrir 9-0 tap fyrir Þór/KA í kvöld gátu Selfyssingar fagnað í leikslok. Sigur FH á Fylki í Hafnarfirði þýddi að liðið hélt sæti sínu í deildinni þvert á allar spár. Afar áhugavert hefur verið að fylgjast með gengi Selfyssinga í sumar. Liðið hefur spilað flottan fótbolta sem hefur þó komið sér í koll gegn stærri félögunum. Liðið hefur tapað leikjum stórt, líkt og í kvöld, en þegar liðið mætir liðunum í neðri hlutanum hefur sjálfstraust í sóknaruppbyggingu liðsins borið árangur. „Ég sagði við stelpurnar að þegar þær væru búnar að fara í sturtu og klæða sig myndu þær átta sig á því sem við höfum gert," sagði Björn Kristinn Björnsson þjálfari Selfoss í leikslok. Selfossliðið er ungt að árum en liðið lék í sumar í fyrsta sinn meðal þeirra bestu. Markatala liðsins er verst allra liða í deildinni, raunar langverst, en liðið hefur aldrei bognað og gerði í raun ekki í kvöld ef miðað er við hvernig fótbolta liðið leggur upp með að spila. Þrátt fyrir að fá hvert markið í andlitið á fætur öðru hélt liðið áfram að spila flottan fótbolta. Í raun er rannsóknarefni útaf fyrir sig hvernig liðinu tókst ekki að skora úr öllum þeim færum sem liðið skapaði sér eftir fallegt spil. Lítið var um fagnaðarlæti hjá leikmönnum liðsins í leikslok en vænta má að öllu léttara er yfir stelpunum sem nú sitja í rútu á leiðinni suður á nýjan leik. Frábær frammistaða hjá Selfossi, sem líkt og Þór/KA, kom öllum á óvart og getur verið afar stolt af frammistöðu sinni í sumar.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins. 4. september 2012 13:56 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins. 4. september 2012 13:56