Stöðug sjóbleikjuveiði í Hvalvatnsfirði 26. ágúst 2012 12:30 Mikil náttúrufegurð umvefur veiðimenn í Hvalvatnsfirði. Mynd / svak.is Vel veiðist í Fjarðará í Hvalvatnsfirði. Samkvæmt frétt á vef Stangaveiðifélags Akureyrar veiddust 24 fiskar þar 18. ágúst og 18 fiskar síðasta miðvikurdag. Fram kemur á svak.is að sjóbleikjuveiðin í Fjarðará hafi verið jöfn og þétt í allt sumar. "Nú er farið að styttast í annan endan á veiðitímabilinu þannig að veiðimenn ættu að skoða dagatalið því ekki er almennilegt veiðisumar nema hafa farið eina ferð í Fjarðará í Hvalvatnsfirði," segir á svak.is. Þess má geta að á svak.is má bæði sjá veiðibókina fyrir Fjarðará og laus veiðileyfi það sem eftir lifir tímabilsins. Af veiðibókinni má lesa að 22. ágúst höfðu 297 bleikjur og tveir sjóbirtingar verið dregnir á land. Nokkrir fiskar ná fjórum pundum en mest virðist um eins til tveggja punda bleikjur. Stangveiði Mest lesið Gæsin farin að safnast í tún Veiði Austurbakki Hólsár með spennandi sjóbirtingsveiði Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Fréttaskýring: Blikur á lofti í útboðsmálum Veiði Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Vænir birtingar að sýna sig í Varmá Veiði
Vel veiðist í Fjarðará í Hvalvatnsfirði. Samkvæmt frétt á vef Stangaveiðifélags Akureyrar veiddust 24 fiskar þar 18. ágúst og 18 fiskar síðasta miðvikurdag. Fram kemur á svak.is að sjóbleikjuveiðin í Fjarðará hafi verið jöfn og þétt í allt sumar. "Nú er farið að styttast í annan endan á veiðitímabilinu þannig að veiðimenn ættu að skoða dagatalið því ekki er almennilegt veiðisumar nema hafa farið eina ferð í Fjarðará í Hvalvatnsfirði," segir á svak.is. Þess má geta að á svak.is má bæði sjá veiðibókina fyrir Fjarðará og laus veiðileyfi það sem eftir lifir tímabilsins. Af veiðibókinni má lesa að 22. ágúst höfðu 297 bleikjur og tveir sjóbirtingar verið dregnir á land. Nokkrir fiskar ná fjórum pundum en mest virðist um eins til tveggja punda bleikjur.
Stangveiði Mest lesið Gæsin farin að safnast í tún Veiði Austurbakki Hólsár með spennandi sjóbirtingsveiði Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Fréttaskýring: Blikur á lofti í útboðsmálum Veiði Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Vænir birtingar að sýna sig í Varmá Veiði