Þórður Rafn vann Einvígið | Púttin voru að virka vel Stefán Hirst Friðriksson skrifar 6. ágúst 2012 17:23 Þórður Rafn vann í dag Einvígið í fyrsta sinn. Þórður Rafn Gissurarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur vann í dag Einvígið á Nesinu í fyrsta sinn eftir bráðabana gegn Arnóri Inga Finnbjörnssyni á úrslitaholunni. Mikil spenna var á lokasprettinum en Þórður Rafn spilaði frábærlega á honum, púttaði í nokkur skipti virkilega vel og var að lokum vel að sigrinum kominn. Þórður og Arnór Ingi voru jafnir eftir níundu og síðustu holuna og þurfti því að grípa til bráðabana. Þar þurfti keppendur að skjóta úr glompu og sá sem var nær holu eftir glompuskotið var krýndur sigurvegari. Högg Arnórs var afleitt og átti Þórður því ekki í miklum erfiðleikum að tryggja sér sigurinn. Þórður var að vonum gríðarlega sáttur eftir sigurinn og sagði mótið eitt það skemmtilegasta á árinu. „Þetta var rosalega gaman. Þetta mót hefur verið á listanum mínum sem ég ætla að vinna og er þetta því ánægjulegt. Ég var að spila á móti níu frábærum kylfingum og er ég því mjög sáttur með þetta," sagði Þórður Rafn. Mótið er sérstakt en leikin er holukeppni og sagði Þórður að áherslurnar í leik hans væru vissulega öðruvísi en venjulega. „Þetta ræðst mikið af því hvað hinir gera. Ef hinir keppendurnir voru að gera mistök þá reyndi maður að halda þessu öruggu. Maður var alltaf að skoða höggin hjá hinum og sjálfur að slá með það í huga," bætti Þórður við. „Ég spilaði ekkert sérstaklega vel á köflum og voru púttin í rauninni það eina sem var að ganga vel. Mér tókst að setja niður nokkur mikilvæg pútt á lokasprettinum sem gerðu gæfumuninn," sagði Þórður. „Þetta er eitt skemmtilegasta mót ársins og alltaf gaman að koma hingað. Ég er mjög ánægður með þetta," sagði Þórður Rafn Gissurarson, sigurvegari Einvígisins að lokum. Mótið er góðgerðarmót Nesklúbbins og DHL og gefa þeir í sameiningu eina milljón króna til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna. Úrslit í Einvíginu voru eftirfarandi: 1. Þórður Rafn Gissurarson, GR 2. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 3. Nökkvi Gunnarsson, NK 4. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG 5. Björgvin Sigurbergsson, GK 6. Kristinn Óskarsson, GS 7. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 8. Örn Ævar Hjartarson, GS 9. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 10. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL Golf Tengdar fréttir Feðgin mætast í Einvíginu á Nesinu Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL í golfi, Einvígið á Nesinu, fer fram í 16. skipti á Nesvellinum í dag. 6. ágúst 2012 09:00 Örn Ævar sjóðandi heitur í höggleiknum Örn Ævar Hjartarson úr GS sigraði í höggleik Einvígisins á Nesinu sem leikinn var á Nesvellinum í morgun. Örn Ævar spilaði holurnar níu á 31 höggi eða fimm undir pari vallarins. 6. ágúst 2012 12:59 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Þórður Rafn Gissurarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur vann í dag Einvígið á Nesinu í fyrsta sinn eftir bráðabana gegn Arnóri Inga Finnbjörnssyni á úrslitaholunni. Mikil spenna var á lokasprettinum en Þórður Rafn spilaði frábærlega á honum, púttaði í nokkur skipti virkilega vel og var að lokum vel að sigrinum kominn. Þórður og Arnór Ingi voru jafnir eftir níundu og síðustu holuna og þurfti því að grípa til bráðabana. Þar þurfti keppendur að skjóta úr glompu og sá sem var nær holu eftir glompuskotið var krýndur sigurvegari. Högg Arnórs var afleitt og átti Þórður því ekki í miklum erfiðleikum að tryggja sér sigurinn. Þórður var að vonum gríðarlega sáttur eftir sigurinn og sagði mótið eitt það skemmtilegasta á árinu. „Þetta var rosalega gaman. Þetta mót hefur verið á listanum mínum sem ég ætla að vinna og er þetta því ánægjulegt. Ég var að spila á móti níu frábærum kylfingum og er ég því mjög sáttur með þetta," sagði Þórður Rafn. Mótið er sérstakt en leikin er holukeppni og sagði Þórður að áherslurnar í leik hans væru vissulega öðruvísi en venjulega. „Þetta ræðst mikið af því hvað hinir gera. Ef hinir keppendurnir voru að gera mistök þá reyndi maður að halda þessu öruggu. Maður var alltaf að skoða höggin hjá hinum og sjálfur að slá með það í huga," bætti Þórður við. „Ég spilaði ekkert sérstaklega vel á köflum og voru púttin í rauninni það eina sem var að ganga vel. Mér tókst að setja niður nokkur mikilvæg pútt á lokasprettinum sem gerðu gæfumuninn," sagði Þórður. „Þetta er eitt skemmtilegasta mót ársins og alltaf gaman að koma hingað. Ég er mjög ánægður með þetta," sagði Þórður Rafn Gissurarson, sigurvegari Einvígisins að lokum. Mótið er góðgerðarmót Nesklúbbins og DHL og gefa þeir í sameiningu eina milljón króna til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna. Úrslit í Einvíginu voru eftirfarandi: 1. Þórður Rafn Gissurarson, GR 2. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 3. Nökkvi Gunnarsson, NK 4. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG 5. Björgvin Sigurbergsson, GK 6. Kristinn Óskarsson, GS 7. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 8. Örn Ævar Hjartarson, GS 9. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 10. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL
Golf Tengdar fréttir Feðgin mætast í Einvíginu á Nesinu Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL í golfi, Einvígið á Nesinu, fer fram í 16. skipti á Nesvellinum í dag. 6. ágúst 2012 09:00 Örn Ævar sjóðandi heitur í höggleiknum Örn Ævar Hjartarson úr GS sigraði í höggleik Einvígisins á Nesinu sem leikinn var á Nesvellinum í morgun. Örn Ævar spilaði holurnar níu á 31 höggi eða fimm undir pari vallarins. 6. ágúst 2012 12:59 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Feðgin mætast í Einvíginu á Nesinu Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL í golfi, Einvígið á Nesinu, fer fram í 16. skipti á Nesvellinum í dag. 6. ágúst 2012 09:00
Örn Ævar sjóðandi heitur í höggleiknum Örn Ævar Hjartarson úr GS sigraði í höggleik Einvígisins á Nesinu sem leikinn var á Nesvellinum í morgun. Örn Ævar spilaði holurnar níu á 31 höggi eða fimm undir pari vallarins. 6. ágúst 2012 12:59