Brynjar: Krefst þess að ungu strákarnir standi sig betur en í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2012 17:30 Brynjar Þór Björnsson. Mynd/Anton Brynjar Þór Björnsson er á leið heim í KR eftir eitt ár í atvinnumennsku í Svíþjóð. Hann mun spila með liðinu ásamt Helga Má Magnússyni sem er annar uppalinn KR-ingur sem ætlar að æfa og spila í DHL-höllinni næsta vetur. „Það er orðið nokkuð öruggt með okkur báða og bara formsatriði eins og staðan er núna," segir Brynjar Þór sem hefur orðið þrisvar sinnum Íslandsmeistari með KR-ingum þrátt fyrir að vera enn bara 24 ára gamall. „Það er lítið búið að vera að gerast úti og þetta er örugga leiðin. Ég vildi ekki vera of seinn í þessu heldur til að ég missti ekki af tilboðunum hér heima. Það er einhver fyrirvari í þessu að ég geti farið ef það kemur eitthvað spennandi," sagði Brynjar. „Ég er búinn að vera vanur því að vinna síðustu árin sem ég hef spilað með KR og við ætlum ekki að gefa það upp á bátinn. Ef við og Helgi komum báðir þá er þetta orðinn ágætlega sterkur mannskapur," sagði Brynjar. „Ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd ungu strákana í KR-liðinu fyrir þetta tímabil og krefst þess að þeir standi sig vel í vetur og betur en í fyrra. Það er fínt fyrir þá að fá eldri og reyndari menn inn í þetta sem geta þá barið þá áfram," sagði Brynjar. Brynjar Þór skoraði 10,4 stig að meðaltali á 25,1 mínútum í leik með Jämtland í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en hann hitti úr 40,8 prósent þriggja stiga skota sinna. „Þetta var tækifæri sem ég hefði alls ekki viljað sleppa. Það var lærdómsríkt að vera einn úti og spila með strákum sem maður hafði aldrei spilað með áður. Þetta var mjög gaman og dýrmætt tækifæri fyrir mig," segir Brynjar sem segir að það skipti miklu máli að fá Helga líka aftur heim. „Helgi gerði eiginlega allt í 08 í vetur. Hann var að skora, taka fráköst og gefa stoðsendingar. Hann er ekki sá leikmaður sem maður tekur mikið eftir í tölfræðinni en hann skilar alltaf sínu. Þetta var að ég held besta tímabilið hans síðan að hann fór í atvinnumennsku og hann stóð sig svakalega vel," sagði Brynjar og það er mikil spenna út í KR fyrir komandi vetri. „Það verður sterkur kjarni af KR-ingum í liðinu og það er það sem KR-ingar vilja; að vera með nóg af KR-ingum í liðinu og vera að berjast um titla," segir Brynjar að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson er á leið heim í KR eftir eitt ár í atvinnumennsku í Svíþjóð. Hann mun spila með liðinu ásamt Helga Má Magnússyni sem er annar uppalinn KR-ingur sem ætlar að æfa og spila í DHL-höllinni næsta vetur. „Það er orðið nokkuð öruggt með okkur báða og bara formsatriði eins og staðan er núna," segir Brynjar Þór sem hefur orðið þrisvar sinnum Íslandsmeistari með KR-ingum þrátt fyrir að vera enn bara 24 ára gamall. „Það er lítið búið að vera að gerast úti og þetta er örugga leiðin. Ég vildi ekki vera of seinn í þessu heldur til að ég missti ekki af tilboðunum hér heima. Það er einhver fyrirvari í þessu að ég geti farið ef það kemur eitthvað spennandi," sagði Brynjar. „Ég er búinn að vera vanur því að vinna síðustu árin sem ég hef spilað með KR og við ætlum ekki að gefa það upp á bátinn. Ef við og Helgi komum báðir þá er þetta orðinn ágætlega sterkur mannskapur," sagði Brynjar. „Ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd ungu strákana í KR-liðinu fyrir þetta tímabil og krefst þess að þeir standi sig vel í vetur og betur en í fyrra. Það er fínt fyrir þá að fá eldri og reyndari menn inn í þetta sem geta þá barið þá áfram," sagði Brynjar. Brynjar Þór skoraði 10,4 stig að meðaltali á 25,1 mínútum í leik með Jämtland í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en hann hitti úr 40,8 prósent þriggja stiga skota sinna. „Þetta var tækifæri sem ég hefði alls ekki viljað sleppa. Það var lærdómsríkt að vera einn úti og spila með strákum sem maður hafði aldrei spilað með áður. Þetta var mjög gaman og dýrmætt tækifæri fyrir mig," segir Brynjar sem segir að það skipti miklu máli að fá Helga líka aftur heim. „Helgi gerði eiginlega allt í 08 í vetur. Hann var að skora, taka fráköst og gefa stoðsendingar. Hann er ekki sá leikmaður sem maður tekur mikið eftir í tölfræðinni en hann skilar alltaf sínu. Þetta var að ég held besta tímabilið hans síðan að hann fór í atvinnumennsku og hann stóð sig svakalega vel," sagði Brynjar og það er mikil spenna út í KR fyrir komandi vetri. „Það verður sterkur kjarni af KR-ingum í liðinu og það er það sem KR-ingar vilja; að vera með nóg af KR-ingum í liðinu og vera að berjast um titla," segir Brynjar að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira