Fyrsta laxinn á land í Hrútafjarðará Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. júlí 2012 12:09 Sterka sól kom ekki í veg fyrir að Svavar Hávarðsson veiddi lax í Hrútu í morgun. Svavar Hávarðsson veiddi í morgun fyrsta laxinn í Hrútafjarðará þetta árið. Svavar missti síðan annan lax. Aðstæður í ánni eru erfiðar. "Swabsterinn að gera hið ómögulega. Fyrsti laxinn úr Hrútu í ár við afleitar aðstæður. Sólarglenna úr heiðum himni og sögulegt vatnsleysi. Og missti annan!!" skrifar Björgólfur, bróðir Svavars, á Facebook. Svavar, sem er blaðamaður Veiðivísis og Fréttablaðsins, veiddi laxinn klukkan tíu í morgun í Hólmahyl. Fiskurinn var sex pund. Ein þriggja punda bleikja veiddist Hrútafjarðará í gær og bættist í hóp fjögurra silunga sem komið hafa á land frá því áin var opnuð 1. júlí. Að sögn Svavars segjast kunnugir við Hrútafjarðará aldrei hafa séð svo lítið vatn ánni eins og nú er. Meira síðar.Uppfært 7.júlí: Nú hefur komið í ljós að fyrsti laxinn í Hrútafjarðará veiddist þann 2. júlí. Það gleymdist hins vegar að skrá hann í veiðibók. Lesa má meira hér. Stangveiði Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði
Svavar Hávarðsson veiddi í morgun fyrsta laxinn í Hrútafjarðará þetta árið. Svavar missti síðan annan lax. Aðstæður í ánni eru erfiðar. "Swabsterinn að gera hið ómögulega. Fyrsti laxinn úr Hrútu í ár við afleitar aðstæður. Sólarglenna úr heiðum himni og sögulegt vatnsleysi. Og missti annan!!" skrifar Björgólfur, bróðir Svavars, á Facebook. Svavar, sem er blaðamaður Veiðivísis og Fréttablaðsins, veiddi laxinn klukkan tíu í morgun í Hólmahyl. Fiskurinn var sex pund. Ein þriggja punda bleikja veiddist Hrútafjarðará í gær og bættist í hóp fjögurra silunga sem komið hafa á land frá því áin var opnuð 1. júlí. Að sögn Svavars segjast kunnugir við Hrútafjarðará aldrei hafa séð svo lítið vatn ánni eins og nú er. Meira síðar.Uppfært 7.júlí: Nú hefur komið í ljós að fyrsti laxinn í Hrútafjarðará veiddist þann 2. júlí. Það gleymdist hins vegar að skrá hann í veiðibók. Lesa má meira hér.
Stangveiði Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði