Federer vann Wimbledon-mótið | Bið Breta lengist Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júlí 2012 17:22 Nordic Photos / Getty Images Roger Federer vann í dag sigur á Wimbledon-mótinu í tennis í sjöunda sinn á ferlinum. Hann vann heimamanninn Andy Murray í úrslitum og þurfa því Bretar að bíða enn lengur eftir breskum sigurvegara í einliðaleik karla. Murray varð í dag fyrsti Bretinn síðan 1938 til að leika til úrslita á Wimbledon-mótinu í tennis en hann varð að játa sig sigraðan gegn hinum geysiöfluga Federer sem vann í dag sitt sautjánda stórmót á ferlinum og það fyrsta síðan 2010. Enginn karlmaður á fleiri stórmótstitla en Federer sem hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu. Hann sýndi þó sínar bestu hliðar á mótinu og sló til að mynda Novak Djokovic, efsta mann heimslistans, úr leik í undanúrslitum. Federer endurheimtir nú efsta sæti heimslistans af Djokovic og slær þar með met Pete Sampras sem sat samtals í 286 vikur á toppi listans. Sampras vann einnig Wimbledon-mótið sjö sinnum á sínum tíma og hefur Federer því jafnað það met nú. Murray var að spila til úrslita á stórmót í fjórða sinn á ferlinum en hann hefur tapað öllum viðureignunum, þar af þrívegis gegn Federer. Murray byrjaði þó vel í dag og vann fyrsta settið, 6-4, með því að halda yfirvegun og sýna stáltaugar. Federer gerði hins vegar ófá mistök og var ekki upp á sitt besta. Sá svissneski náði þó að koma sér betur inn í viðureignina í öðru setti og náði að jafna metin með því að vinna settið 7-5. Það var hart barist í þriðja settinu en Federer náði yfirhöndinni, hægt og rólega. Það virtist fara í taugarnar í Murray sem barðist þó hetjulega, en án árangurs. Hann varð að játa sig sigraðan, 6-3, í þriðja settinu og svo 6-4 í því fjórða. Breska þjóðin fylgdist spennt og voru áhorfendur á vellinum vitanlega flestir á bandi Murray. Þeir fögnuðu honum vel í leikslok, þrátt fyrir tapið. Tennis Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Sjá meira
Roger Federer vann í dag sigur á Wimbledon-mótinu í tennis í sjöunda sinn á ferlinum. Hann vann heimamanninn Andy Murray í úrslitum og þurfa því Bretar að bíða enn lengur eftir breskum sigurvegara í einliðaleik karla. Murray varð í dag fyrsti Bretinn síðan 1938 til að leika til úrslita á Wimbledon-mótinu í tennis en hann varð að játa sig sigraðan gegn hinum geysiöfluga Federer sem vann í dag sitt sautjánda stórmót á ferlinum og það fyrsta síðan 2010. Enginn karlmaður á fleiri stórmótstitla en Federer sem hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu. Hann sýndi þó sínar bestu hliðar á mótinu og sló til að mynda Novak Djokovic, efsta mann heimslistans, úr leik í undanúrslitum. Federer endurheimtir nú efsta sæti heimslistans af Djokovic og slær þar með met Pete Sampras sem sat samtals í 286 vikur á toppi listans. Sampras vann einnig Wimbledon-mótið sjö sinnum á sínum tíma og hefur Federer því jafnað það met nú. Murray var að spila til úrslita á stórmót í fjórða sinn á ferlinum en hann hefur tapað öllum viðureignunum, þar af þrívegis gegn Federer. Murray byrjaði þó vel í dag og vann fyrsta settið, 6-4, með því að halda yfirvegun og sýna stáltaugar. Federer gerði hins vegar ófá mistök og var ekki upp á sitt besta. Sá svissneski náði þó að koma sér betur inn í viðureignina í öðru setti og náði að jafna metin með því að vinna settið 7-5. Það var hart barist í þriðja settinu en Federer náði yfirhöndinni, hægt og rólega. Það virtist fara í taugarnar í Murray sem barðist þó hetjulega, en án árangurs. Hann varð að játa sig sigraðan, 6-3, í þriðja settinu og svo 6-4 í því fjórða. Breska þjóðin fylgdist spennt og voru áhorfendur á vellinum vitanlega flestir á bandi Murray. Þeir fögnuðu honum vel í leikslok, þrátt fyrir tapið.
Tennis Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Sjá meira