Ótrúleg endurkoma Federer og tennisáhugafólk andar léttar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2012 12:00 Federer fagnar í leikslok en leikurinn tók 204 mínútur eða um þrjá og hálfa klukkustund. Nordicphotos/Getty Roger Federer þurfti að taka á honum stóra sínum gegn Frakkanum Julien Benneteau í 3. umferð einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis í gærkvöldi. Federer lenti tveimur settum undir en knúði fram sigur í ótrúlegum fimm setta leik. Federer átti ekki góðar minningar frá viðureign sinni við Frakka fyrir leikinn. Svisslendingurinn féll úr keppni í átta liða úrslitum á mótinu í fyrra. Þá hafði Jo-Wilfried Tsonga betur gegn sexfalda Wimbledon meistaranum. Í upphafi leit út fyrir að hið sama myndi endurtaka sig. Benneteau vann 6-4 sigur eftir mikla baráttu í fyrsta settinu þar sem Federer varðist tveimur settstigum af stakri snilld. Ekki minnkaði spennan í öðru setti sem fór í oddalotu. Aftur hafði Frakkinn betur og tennisáhugamenn um allan heim leist ekki á blikinu. Spánverjinn Rafael Nadal féll óvænt úr keppni gegn lítt þekktum Tékka í fyrra kvöld. Allt í einu útlit fyrir að tvær af skærustu stjörnum íþróttarinnar kæmust ekki í gegnum fyrri vikuna á mótinu sögufræga. Federer var á öðru máli. Hann vann sigur í þriðja setti örugglega 6-2 en baráttan var í algleymingi í fjórða settinu. Settið fór í oddalotu sem þurfti að hækka en Federer vann oddalotuna 8-6. Í fimmta settinu gerði mjólkursýran vart við sig hjá Frakkanum sem tvívegis fékk aðhlynningu nuddara til þess að hjálpa til við krampa. Reglum samkvæmt mega keppendur aðeins fá læknisaðstoð svo segja má að nuddið hafi verið á gráu svæði. Það skipti hins vegar engu máli. Federer vann síðasta settið gegn Frakkanum þreytta örugglega 6-1 og tryggði sér sæti í hópi síðustu 16 keppendanna. Federer mætir Belganum Xavier Malisse í 16 manna úrslitunum. Belginn, sem situr í 75. sæti heimslistans, hefur komið nokkuð á óvart og slegið út Frakkann Gilles Simon og Spánverjann Fernando Verdasco á leiðinni í stóra leikinn gegn Federer. Leikur kappanna fer fram á mánudaginn. Tennis Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Sjá meira
Roger Federer þurfti að taka á honum stóra sínum gegn Frakkanum Julien Benneteau í 3. umferð einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis í gærkvöldi. Federer lenti tveimur settum undir en knúði fram sigur í ótrúlegum fimm setta leik. Federer átti ekki góðar minningar frá viðureign sinni við Frakka fyrir leikinn. Svisslendingurinn féll úr keppni í átta liða úrslitum á mótinu í fyrra. Þá hafði Jo-Wilfried Tsonga betur gegn sexfalda Wimbledon meistaranum. Í upphafi leit út fyrir að hið sama myndi endurtaka sig. Benneteau vann 6-4 sigur eftir mikla baráttu í fyrsta settinu þar sem Federer varðist tveimur settstigum af stakri snilld. Ekki minnkaði spennan í öðru setti sem fór í oddalotu. Aftur hafði Frakkinn betur og tennisáhugamenn um allan heim leist ekki á blikinu. Spánverjinn Rafael Nadal féll óvænt úr keppni gegn lítt þekktum Tékka í fyrra kvöld. Allt í einu útlit fyrir að tvær af skærustu stjörnum íþróttarinnar kæmust ekki í gegnum fyrri vikuna á mótinu sögufræga. Federer var á öðru máli. Hann vann sigur í þriðja setti örugglega 6-2 en baráttan var í algleymingi í fjórða settinu. Settið fór í oddalotu sem þurfti að hækka en Federer vann oddalotuna 8-6. Í fimmta settinu gerði mjólkursýran vart við sig hjá Frakkanum sem tvívegis fékk aðhlynningu nuddara til þess að hjálpa til við krampa. Reglum samkvæmt mega keppendur aðeins fá læknisaðstoð svo segja má að nuddið hafi verið á gráu svæði. Það skipti hins vegar engu máli. Federer vann síðasta settið gegn Frakkanum þreytta örugglega 6-1 og tryggði sér sæti í hópi síðustu 16 keppendanna. Federer mætir Belganum Xavier Malisse í 16 manna úrslitunum. Belginn, sem situr í 75. sæti heimslistans, hefur komið nokkuð á óvart og slegið út Frakkann Gilles Simon og Spánverjann Fernando Verdasco á leiðinni í stóra leikinn gegn Federer. Leikur kappanna fer fram á mánudaginn.
Tennis Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Sjá meira