Karlovic krefst afsökunar frá mótshöldurum á Wimbledon Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2012 17:45 Karlovic í leiknum gegn Murray. Nordicphotos/Getty Ivo Karlovic, sem féll úr leik í 3. umferð Wimbledon-mótsins í tennis gegn Skotanum Andy Murray, krefst þess að fá afsökunarbeiðni frá mótshöldurum. Alls voru dæmdar ellefu „fótvillur" á Karlovic í leiknum sem Króatinn var mjög ósáttur við og gagnrýndi línudómara sem hann sagði hliðholla Murray. „Fótvilla" (foot fault) kallast það þegar leikmaður stígur á endalínuna í þann mund sem hann gefur upp. Í því tilfelli telst uppgjöfin ólögleg. Afar fátítt er að dæmt er á fótvillur og hvað þá ellefu sinnum í einum leik. Karlovic var aftur á ferðinni í gær í tvíliðaleik karla með félaga sínum Frank Moser. Þrátt fyrir sigur nýtti Karlovic tækifærið og ræddi um leikinn gegn Murray. „Ég horfði á upptökur frá leiknum í gærkvöldi (í fyrrakvöld) og það skrítna er að aðeins einu sinni var uppgjöf mín endursýnd og í því tilfelli var ekki um fótvillu að ræða," sagði Karlovic sem reiknar með að leggja inn formlega kvörtun vegna atviksins. „Ég reikna með því. Ef það er hægt að skoða þetta og í ljós kemur að ég braut ekki af mér fer ég fram á opinbera afsökun frá mótshöldurum því ég tel að leikurinn hefði átt að fara í fimm sett," sagði Karlovic sem tapaði í fjögurra setta leik. Athygli vakti að engin fótvilla var dæmd á Karlovic í tvíliðaleiknum í gær. Tennis Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Sjá meira
Ivo Karlovic, sem féll úr leik í 3. umferð Wimbledon-mótsins í tennis gegn Skotanum Andy Murray, krefst þess að fá afsökunarbeiðni frá mótshöldurum. Alls voru dæmdar ellefu „fótvillur" á Karlovic í leiknum sem Króatinn var mjög ósáttur við og gagnrýndi línudómara sem hann sagði hliðholla Murray. „Fótvilla" (foot fault) kallast það þegar leikmaður stígur á endalínuna í þann mund sem hann gefur upp. Í því tilfelli telst uppgjöfin ólögleg. Afar fátítt er að dæmt er á fótvillur og hvað þá ellefu sinnum í einum leik. Karlovic var aftur á ferðinni í gær í tvíliðaleik karla með félaga sínum Frank Moser. Þrátt fyrir sigur nýtti Karlovic tækifærið og ræddi um leikinn gegn Murray. „Ég horfði á upptökur frá leiknum í gærkvöldi (í fyrrakvöld) og það skrítna er að aðeins einu sinni var uppgjöf mín endursýnd og í því tilfelli var ekki um fótvillu að ræða," sagði Karlovic sem reiknar með að leggja inn formlega kvörtun vegna atviksins. „Ég reikna með því. Ef það er hægt að skoða þetta og í ljós kemur að ég braut ekki af mér fer ég fram á opinbera afsökun frá mótshöldurum því ég tel að leikurinn hefði átt að fara í fimm sett," sagði Karlovic sem tapaði í fjögurra setta leik. Athygli vakti að engin fótvilla var dæmd á Karlovic í tvíliðaleiknum í gær.
Tennis Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti