Bankahrunin á Íslandi og Írlandi þau allra verstu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. júní 2012 21:30 mynd/AFP Ísland og Írland tróna á toppi lista Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um kostnaðarsömustu bankahrun síðustu áratuga miðað við aukningu í ríkisskuldum. Þetta kemur fram í skýrslu IFM, Systemic Banking Crises Database An Update. Höfundar skýrslunnar, þeir Luc Laeven og Fabian Valencia, rýna í og greina ástæður og útkomur bankahruna á árunum 1970 til 2011. Ísland leikur stórt hlutverk í skýrslunni og skipar sér í hóp með löndum eins og Indónesíu, Argentínu, Gíneu-Bissá, Kongó, Kúveit og Tyrklandi. Öll eiga þessi lönd sameiginlegt að hafa lent í stórfenglegum efnahagslegum hörmungum á síðustu árum. Þá kemur einnig fram í skýrslunni að bankahrunin á Íslandi og Írlandi hafi verið sérstaklega kostnaðarsöm þegar litið er til aukningar ríkusskulda. Þeir Laeven og Valencia skipta bankahrununum niður í þrjá flokka: fjárhagslegur kostnaður í kjölfar bankahruns, skuldaaukning og misbrestur í efnahagslegri skilvirkni. Írum hlotnast sá vafasami heiður að sitja í efstu sætum í öllum þremur flokkum. Hægt er að nálgast skýrsluna hér. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ísland og Írland tróna á toppi lista Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um kostnaðarsömustu bankahrun síðustu áratuga miðað við aukningu í ríkisskuldum. Þetta kemur fram í skýrslu IFM, Systemic Banking Crises Database An Update. Höfundar skýrslunnar, þeir Luc Laeven og Fabian Valencia, rýna í og greina ástæður og útkomur bankahruna á árunum 1970 til 2011. Ísland leikur stórt hlutverk í skýrslunni og skipar sér í hóp með löndum eins og Indónesíu, Argentínu, Gíneu-Bissá, Kongó, Kúveit og Tyrklandi. Öll eiga þessi lönd sameiginlegt að hafa lent í stórfenglegum efnahagslegum hörmungum á síðustu árum. Þá kemur einnig fram í skýrslunni að bankahrunin á Íslandi og Írlandi hafi verið sérstaklega kostnaðarsöm þegar litið er til aukningar ríkusskulda. Þeir Laeven og Valencia skipta bankahrununum niður í þrjá flokka: fjárhagslegur kostnaður í kjölfar bankahruns, skuldaaukning og misbrestur í efnahagslegri skilvirkni. Írum hlotnast sá vafasami heiður að sitja í efstu sætum í öllum þremur flokkum. Hægt er að nálgast skýrsluna hér.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent