Hogwarts vaknar til lífsins í Galdrabókinni Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. júní 2012 15:10 Tæknifyrirtækið Sony opinberaði nýtt jaðartæki fyrir PlayStation 3 leikjatölvuna á E3 leikjaráðstefnunni í Los Angeles í dag. Tækið er kallað Wonderbook og er í raun gagnvirk bók sem spilarar nota samhliða leikjatölvunni. Rithöfundurinn J.K. Rowling hefur unnið að þróun Wonderbook með Sony. Hún skrifaði einnig fyrstu bókina sem kemur út fyrir tækið en hún nefnist Galdrabókin (e. The Book of Spells). Verkefni spilara er að útskrifast úr galdraskólanum Hogwarts en til þess þurfa þeir að munda töfrasprota og draga upp vandaða galdrastafi. „Muggar komast aldrei jafn nálægt raunverulegri galdrabók og með Wonderbook,“ sagði Rowling. „Það var frábært að vinna með Sony og það er gaman að sjá galdrana mína vakna til lífsins. Þetta er ótrúlegt tæki sem dýpkar lestrarreynsluna verulega.“ Wonderbook fer í sölu seinna á þessu ári en Sony hefur opinberað að fjöldi ritverka sé væntanlegur fyrir jaðartækið, bæði skáldsögur og fræðibækur. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Wonderbook hér fyrir ofan. Leikjavísir Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Tæknifyrirtækið Sony opinberaði nýtt jaðartæki fyrir PlayStation 3 leikjatölvuna á E3 leikjaráðstefnunni í Los Angeles í dag. Tækið er kallað Wonderbook og er í raun gagnvirk bók sem spilarar nota samhliða leikjatölvunni. Rithöfundurinn J.K. Rowling hefur unnið að þróun Wonderbook með Sony. Hún skrifaði einnig fyrstu bókina sem kemur út fyrir tækið en hún nefnist Galdrabókin (e. The Book of Spells). Verkefni spilara er að útskrifast úr galdraskólanum Hogwarts en til þess þurfa þeir að munda töfrasprota og draga upp vandaða galdrastafi. „Muggar komast aldrei jafn nálægt raunverulegri galdrabók og með Wonderbook,“ sagði Rowling. „Það var frábært að vinna með Sony og það er gaman að sjá galdrana mína vakna til lífsins. Þetta er ótrúlegt tæki sem dýpkar lestrarreynsluna verulega.“ Wonderbook fer í sölu seinna á þessu ári en Sony hefur opinberað að fjöldi ritverka sé væntanlegur fyrir jaðartækið, bæði skáldsögur og fræðibækur. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Wonderbook hér fyrir ofan.
Leikjavísir Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira