Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júní 2012 20:30 Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. Margir spyrja: Erum við ekki komin dálítið fram úr okkur í umræðunni? Aðrir svara: Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Svo mikið er víst: Salurinn í Arion-banka var þéttsetinn fólki sem kom til að hlýða á erindi um hvað olía á Drekasvæðinu gæti þýtt. Per Mathis Kongsrud, aðstoðardeildarstjóri í norska fjármálaráðuneytinu, varaði við því að olíugróði gæti sett samfélag á annan endann og lýsti því hvernig Norðmenn nota olíusjóðinn til sveiflujöfnunar og geyma fyrir komandi kynslóðir. „Við höfum notað olíupeningana í auknum mæli en við spörum þó mest af þeim," sagði Per Mathis. Sérfræðingur norræna Nordea-bankans, Thina Margrethe Saltvedt, aðalgreinandi olíuiðnaðar í bankanum, sagði að olía frá Íslandi gæti skipt máli fyrir heimsmarkaðinn, þar sem í hópi stórra olíuútflutningsríkja væru bara Noregur og Kanada sem teldust með stöðugt stjórnarfar, meðan pólitískur órói einkenndi olíuútflytjendur. „Það verða oft miklar sveiflur í framboði olíu á heimsmarkaði;" sagði Thina Margrethe. „Þess vegna er mikilvægt að það séu líka litlir framleiðendur, eins og Ísland getur orðið. Því Íslendingar munu væntanlega flytja út mestan hluta olíunnar og það gæti orðið mikilvægt framlag frá Íslandi með stöðugt og traust stjórnarfar." Til að olíuvinnsla borgi sig á Drekasvæðinu telur hún að olíuverð þurfi að vera 70-80 dollarar tunnan en það stendur núna í 86 dollurum. Ört vaxandi markaðir, eins og í Kína og Indlandi, hrópi hins vegar á meiri olíu. „Því lítur út fyrir að olíuverð haldi áfram að hækka og það gerir verkefni eins og á Drekasvæðinu arðvænlegt," segir Thina Margrethe Saltvedt. Tengdar fréttir Segir útkomu Drekaútboðsins framar björtustu vonum Þrjár umsóknir bárust um sérleyfi til rannsókna og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Íslendingar eru aðilar að þeim öllum og reynd bresk leitarfélög standa að tveimur umsóknanna. Orkumálastjóri segir útkomuna framar björtustu vonum. 2. apríl 2012 19:09 Íslendingar geta búist við þremur olíusvæðum norðan Íslands Íslendingar geta búist við því að upp úr 2025 verði þrjú olíusvæði norðan Íslands; á Drekasvæðinu, útaf Austur-Grænlandi, og við Jan Mayen. Íslensk stjórnvöld stefna að því að byggja upp þjónustu á Norðurlandi við öll olíusvæðin þrjú, og hafa átt viðræður við Grænland og Noreg um íslenskar þjónustumiðstöðvar við olíuvinnsluna. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, á fundi Arion banka í morgun um Drekasvæðið og hugsanlega olíuvinnslu Íslendinga. 7. júní 2012 10:30 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. Margir spyrja: Erum við ekki komin dálítið fram úr okkur í umræðunni? Aðrir svara: Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Svo mikið er víst: Salurinn í Arion-banka var þéttsetinn fólki sem kom til að hlýða á erindi um hvað olía á Drekasvæðinu gæti þýtt. Per Mathis Kongsrud, aðstoðardeildarstjóri í norska fjármálaráðuneytinu, varaði við því að olíugróði gæti sett samfélag á annan endann og lýsti því hvernig Norðmenn nota olíusjóðinn til sveiflujöfnunar og geyma fyrir komandi kynslóðir. „Við höfum notað olíupeningana í auknum mæli en við spörum þó mest af þeim," sagði Per Mathis. Sérfræðingur norræna Nordea-bankans, Thina Margrethe Saltvedt, aðalgreinandi olíuiðnaðar í bankanum, sagði að olía frá Íslandi gæti skipt máli fyrir heimsmarkaðinn, þar sem í hópi stórra olíuútflutningsríkja væru bara Noregur og Kanada sem teldust með stöðugt stjórnarfar, meðan pólitískur órói einkenndi olíuútflytjendur. „Það verða oft miklar sveiflur í framboði olíu á heimsmarkaði;" sagði Thina Margrethe. „Þess vegna er mikilvægt að það séu líka litlir framleiðendur, eins og Ísland getur orðið. Því Íslendingar munu væntanlega flytja út mestan hluta olíunnar og það gæti orðið mikilvægt framlag frá Íslandi með stöðugt og traust stjórnarfar." Til að olíuvinnsla borgi sig á Drekasvæðinu telur hún að olíuverð þurfi að vera 70-80 dollarar tunnan en það stendur núna í 86 dollurum. Ört vaxandi markaðir, eins og í Kína og Indlandi, hrópi hins vegar á meiri olíu. „Því lítur út fyrir að olíuverð haldi áfram að hækka og það gerir verkefni eins og á Drekasvæðinu arðvænlegt," segir Thina Margrethe Saltvedt.
Tengdar fréttir Segir útkomu Drekaútboðsins framar björtustu vonum Þrjár umsóknir bárust um sérleyfi til rannsókna og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Íslendingar eru aðilar að þeim öllum og reynd bresk leitarfélög standa að tveimur umsóknanna. Orkumálastjóri segir útkomuna framar björtustu vonum. 2. apríl 2012 19:09 Íslendingar geta búist við þremur olíusvæðum norðan Íslands Íslendingar geta búist við því að upp úr 2025 verði þrjú olíusvæði norðan Íslands; á Drekasvæðinu, útaf Austur-Grænlandi, og við Jan Mayen. Íslensk stjórnvöld stefna að því að byggja upp þjónustu á Norðurlandi við öll olíusvæðin þrjú, og hafa átt viðræður við Grænland og Noreg um íslenskar þjónustumiðstöðvar við olíuvinnsluna. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, á fundi Arion banka í morgun um Drekasvæðið og hugsanlega olíuvinnslu Íslendinga. 7. júní 2012 10:30 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Segir útkomu Drekaútboðsins framar björtustu vonum Þrjár umsóknir bárust um sérleyfi til rannsókna og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Íslendingar eru aðilar að þeim öllum og reynd bresk leitarfélög standa að tveimur umsóknanna. Orkumálastjóri segir útkomuna framar björtustu vonum. 2. apríl 2012 19:09
Íslendingar geta búist við þremur olíusvæðum norðan Íslands Íslendingar geta búist við því að upp úr 2025 verði þrjú olíusvæði norðan Íslands; á Drekasvæðinu, útaf Austur-Grænlandi, og við Jan Mayen. Íslensk stjórnvöld stefna að því að byggja upp þjónustu á Norðurlandi við öll olíusvæðin þrjú, og hafa átt viðræður við Grænland og Noreg um íslenskar þjónustumiðstöðvar við olíuvinnsluna. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, á fundi Arion banka í morgun um Drekasvæðið og hugsanlega olíuvinnslu Íslendinga. 7. júní 2012 10:30