Aron Einar: Getum verið sáttir með spilamennskuna í þessum leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2012 22:24 Mynd/AFP Aron Einar Gunnarsson var fyrirliði íslenska landsliðsins á móti Svíum í kvöld alveg eins og í leiknum á móti Frökkum. Íslenska liðið kom til baka eftir slæma byrjun en varð að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð. „Við byrjuðum illa og það var greinilegt að Frakkaleikurinn sat aðeins í okkur. Svo komum við til baka og við erum að halda boltanum vel í seinni hálfleik. Menn geta sáttir með spilamennskuna í þessum tveimur leikjum þó að við séum að fá á okkur of mörg mörk," sagði Aron Einar. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta eru tvö lið sem eru að fara á EM og þau mættu með sín sterkustu lið. Við getum verið sáttir með það að það er uppgangur í þessu og þó að við segjum það endalaust þá takið þið örugglega eftir því heima að þetta er orðið svolítið öðruvísi," sagði Aron Einar. „Menn eru sáttir með þetta og það er gaman að taka þátt í þessu sérstaklega þegar við erum að spila vel," sagði Aron Einar. „Við höfum ekki verið þekktir fyrir það að halda boltanum vel en við vorum að gera það vel í kvöld. Við vorum að láta boltann ganga og það er það sem fólk vill sjá heima" sagði Aron. „Ég er kominn í 28 leiki og þetta hefur ekki verið frábær spilamennska hjá okkur þann tíma en það er uppgangur í þessu hjá okkur og svo eigum við líka leikmenn inni eins og Eið Smára og fleiri," sagði Aron Einar. „Við lítum á þessa tvo leiki sem gott próf fyrir okkur. Nú er það bara Færeyjar í næsta leik og svo er það bara undankeppni HM. Við horfum á það þannig að við eigum góða möguleika og náum vonandi að gera einhverja hluti þar. Ef við náum að spila vel í þeim leikjum þá held ég að íslenska þjóðin verði sátt með okkur og ekki síst við sjálfir. Við skuldum okkur sjálfir það að gera vel í þessari undankeppni og vonandi tekst það," sagði Aron Einar. „Það eru fjórir leikir búnir með Lars núna. Hann er öðruvísi en Óli og það eru aðrar áherslur. Hann vill að við höfum trú á sjálfum okkur og ég tel að við höfum það. Við verðum að trúa því að við getum spilað fótbolta og sérstaklega að láta boltann ganga. Við getum það, við erum með tekníska leikmenn í liðinu sem hefur kannski ekki verið síðustu ár," sagði Aron Einar. „Við verðum bara að sjá hvort okkur takist að gera eitthvað í þessum riðlli. Það þýðir ekkert að halda það að við séum einhverjir karlar eftir þessa tvo leiki því töpuðum báðum leikjunum. Þetta er samt jákvætt og við höldum bara áfam," sagði Aron Einar að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson var fyrirliði íslenska landsliðsins á móti Svíum í kvöld alveg eins og í leiknum á móti Frökkum. Íslenska liðið kom til baka eftir slæma byrjun en varð að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð. „Við byrjuðum illa og það var greinilegt að Frakkaleikurinn sat aðeins í okkur. Svo komum við til baka og við erum að halda boltanum vel í seinni hálfleik. Menn geta sáttir með spilamennskuna í þessum tveimur leikjum þó að við séum að fá á okkur of mörg mörk," sagði Aron Einar. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta eru tvö lið sem eru að fara á EM og þau mættu með sín sterkustu lið. Við getum verið sáttir með það að það er uppgangur í þessu og þó að við segjum það endalaust þá takið þið örugglega eftir því heima að þetta er orðið svolítið öðruvísi," sagði Aron Einar. „Menn eru sáttir með þetta og það er gaman að taka þátt í þessu sérstaklega þegar við erum að spila vel," sagði Aron Einar. „Við höfum ekki verið þekktir fyrir það að halda boltanum vel en við vorum að gera það vel í kvöld. Við vorum að láta boltann ganga og það er það sem fólk vill sjá heima" sagði Aron. „Ég er kominn í 28 leiki og þetta hefur ekki verið frábær spilamennska hjá okkur þann tíma en það er uppgangur í þessu hjá okkur og svo eigum við líka leikmenn inni eins og Eið Smára og fleiri," sagði Aron Einar. „Við lítum á þessa tvo leiki sem gott próf fyrir okkur. Nú er það bara Færeyjar í næsta leik og svo er það bara undankeppni HM. Við horfum á það þannig að við eigum góða möguleika og náum vonandi að gera einhverja hluti þar. Ef við náum að spila vel í þeim leikjum þá held ég að íslenska þjóðin verði sátt með okkur og ekki síst við sjálfir. Við skuldum okkur sjálfir það að gera vel í þessari undankeppni og vonandi tekst það," sagði Aron Einar. „Það eru fjórir leikir búnir með Lars núna. Hann er öðruvísi en Óli og það eru aðrar áherslur. Hann vill að við höfum trú á sjálfum okkur og ég tel að við höfum það. Við verðum að trúa því að við getum spilað fótbolta og sérstaklega að láta boltann ganga. Við getum það, við erum með tekníska leikmenn í liðinu sem hefur kannski ekki verið síðustu ár," sagði Aron Einar. „Við verðum bara að sjá hvort okkur takist að gera eitthvað í þessum riðlli. Það þýðir ekkert að halda það að við séum einhverjir karlar eftir þessa tvo leiki því töpuðum báðum leikjunum. Þetta er samt jákvætt og við höldum bara áfam," sagði Aron Einar að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira