Írar flýja skuldir með hjálp breskra dómstóla BBI skrifar 29. maí 2012 18:33 Breskur lögfræðingur gefur sig út fyrir að aðstoða yfirskuldsetta Íra við að losna úr fjötrum skuldbindinga sinna. Í breska blaðinu Guardian var í gær fjallað um lögfræðinginn Steve Thatcher, sem hefur að eigin sögn hjálpað um 55 Írum að afskrifa með hjálp breskra dómstóla ríflega 240 milljarða króna. Aðferðin felst í því að skuldarinn afhendir lykla af öllum eignum og flytur tímabundið frá Írlandi til Bretlands. Þar fer hann fyrir dómstóla og fær sig lýstan gjaldþrota. Þá þarf hann að dvelja tæpt ár í Bretlandi en eftir það getur hann flutt aftur til Írlands laus við sínar skuldir og tekið aftur upp sitt fyrra líf. Ástæðan sem gerir eftirsóknarvert að nota breska kerfið er sú að þrotamaður í Bretlandi getur ekki átt neinar eignir eða fjárhagslegar skuldbindingar í 1 ár, en samsvarandi tími er 12 ár á Írlandi. Með þennan mun í huga stofnaði lögfræðingurinn Steve Thatcher fyrirtækið www.irishbankruptcyuk.com. Margar írskar fjölskyldur lentu illa í því eftir hrunið árið 2008. Þeir sem höfðu nýlega fjárfest í eignum horfðu gjarna upp á óviðráðanlegar skuldir. Í Guardian var rætt við nafnlaust par sem hafði notfært sér möguleika Steve Tatcher og fengið skuldir sínar afskrifaðar. Þegar þau voru innt eftir svörum við því hvort úrræði þeirra gætu ekki fellt írska banka svöruðu þau að bönkunum hefði þegar verið bjargað af skattgreiðendum, Alþjóðagjaldeyrissjóðinum og Evrópusambandinu. „Þetta er okkar leið til að endurreisa líf okkar." Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Viðskipti innlent Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Breskur lögfræðingur gefur sig út fyrir að aðstoða yfirskuldsetta Íra við að losna úr fjötrum skuldbindinga sinna. Í breska blaðinu Guardian var í gær fjallað um lögfræðinginn Steve Thatcher, sem hefur að eigin sögn hjálpað um 55 Írum að afskrifa með hjálp breskra dómstóla ríflega 240 milljarða króna. Aðferðin felst í því að skuldarinn afhendir lykla af öllum eignum og flytur tímabundið frá Írlandi til Bretlands. Þar fer hann fyrir dómstóla og fær sig lýstan gjaldþrota. Þá þarf hann að dvelja tæpt ár í Bretlandi en eftir það getur hann flutt aftur til Írlands laus við sínar skuldir og tekið aftur upp sitt fyrra líf. Ástæðan sem gerir eftirsóknarvert að nota breska kerfið er sú að þrotamaður í Bretlandi getur ekki átt neinar eignir eða fjárhagslegar skuldbindingar í 1 ár, en samsvarandi tími er 12 ár á Írlandi. Með þennan mun í huga stofnaði lögfræðingurinn Steve Thatcher fyrirtækið www.irishbankruptcyuk.com. Margar írskar fjölskyldur lentu illa í því eftir hrunið árið 2008. Þeir sem höfðu nýlega fjárfest í eignum horfðu gjarna upp á óviðráðanlegar skuldir. Í Guardian var rætt við nafnlaust par sem hafði notfært sér möguleika Steve Tatcher og fengið skuldir sínar afskrifaðar. Þegar þau voru innt eftir svörum við því hvort úrræði þeirra gætu ekki fellt írska banka svöruðu þau að bönkunum hefði þegar verið bjargað af skattgreiðendum, Alþjóðagjaldeyrissjóðinum og Evrópusambandinu. „Þetta er okkar leið til að endurreisa líf okkar."
Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Viðskipti innlent Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira