Apple hefur selt 370 þúsund iphone á dag í hálft ár Magnús Halldórsson skrifar 14. maí 2012 14:19 Hugbúnaðar-, tölvu- og fjarskiptarisinn Apple hefur átt ótrúlegri velgengni að fagna undanfarna tvo ársfjórðunga, samkvæmt opinberum rekstrarupplýsingum sem fyrirtækið hefur birt. Mestu munar um sölutekjur af iphone-símunum og ipad-spjaldtölvunum. Í rekstrartölum fyrir síðasta ársfjórðung ársins 2011, sem tekur til fjórtán vikna rekstrartímabils sem lauk um síðustu áramót, seldust 37 milljónir iphone-síma en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs seldust 35 milljónir iphone-síma. Salan jafngildir því að 370 þúsund iphone-símar hafi selst á hverjum degi á þessu ríflega hálfs árs rekstrartímabili (196 dagar) í sögu fyrirtækisins.Gríðarlegur vöxtur Svipaða sögu er að segja af ipad-spjaldtölvunum, en á síðasta ársfjórðungi síðasta árs seldust 15,4 milljónir spjaldtölva og á fyrsta ársfjórðungi þessa árs 11,8 milljónir. Það jafngildir því að tæplega 140 þúsund ipad-spjaldtölvur hafi selst á hverjum degi á fyrrnefndu rekstrartímabili. Vöxturinn á milli ára gríðarlega hraður í þessum tveimur vöruflokkum, en aukningin milli ársfjórðunga þegar kemur að ipad-spjaldtölvum var ríflega 150 prósent og aukningin var 88 prósent hjá iphone-unum.Eignir aukast hratt Eignastaða Apple hefur styrkst jafnt og þétt samhliða þessari ótrúlegu velgengni iphone og ipad. Þannig námu heildareignir Apple í lok árs í fyrra 150 milljörðum dala, eða sem nemur 18.750 milljörðum króna. Skuldir, að langstærstu leyti viðskiptakröfur, námu í heild 48 milljörðum dala, eða sem nemur um sex þúsund milljörðum króna. Eignastaða Apple jókst á þremur mánuðum úr 116 milljörðum dala, 24. september 2011 í 150 milljarða dala, 31. desember 2011. Það er mesti vöxtur í sögu Apple, og hraðasti vöxtur eigna hjá fyrirtæki af þessari stærðargráðu í sögunni. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hugbúnaðar-, tölvu- og fjarskiptarisinn Apple hefur átt ótrúlegri velgengni að fagna undanfarna tvo ársfjórðunga, samkvæmt opinberum rekstrarupplýsingum sem fyrirtækið hefur birt. Mestu munar um sölutekjur af iphone-símunum og ipad-spjaldtölvunum. Í rekstrartölum fyrir síðasta ársfjórðung ársins 2011, sem tekur til fjórtán vikna rekstrartímabils sem lauk um síðustu áramót, seldust 37 milljónir iphone-síma en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs seldust 35 milljónir iphone-síma. Salan jafngildir því að 370 þúsund iphone-símar hafi selst á hverjum degi á þessu ríflega hálfs árs rekstrartímabili (196 dagar) í sögu fyrirtækisins.Gríðarlegur vöxtur Svipaða sögu er að segja af ipad-spjaldtölvunum, en á síðasta ársfjórðungi síðasta árs seldust 15,4 milljónir spjaldtölva og á fyrsta ársfjórðungi þessa árs 11,8 milljónir. Það jafngildir því að tæplega 140 þúsund ipad-spjaldtölvur hafi selst á hverjum degi á fyrrnefndu rekstrartímabili. Vöxturinn á milli ára gríðarlega hraður í þessum tveimur vöruflokkum, en aukningin milli ársfjórðunga þegar kemur að ipad-spjaldtölvum var ríflega 150 prósent og aukningin var 88 prósent hjá iphone-unum.Eignir aukast hratt Eignastaða Apple hefur styrkst jafnt og þétt samhliða þessari ótrúlegu velgengni iphone og ipad. Þannig námu heildareignir Apple í lok árs í fyrra 150 milljörðum dala, eða sem nemur 18.750 milljörðum króna. Skuldir, að langstærstu leyti viðskiptakröfur, námu í heild 48 milljörðum dala, eða sem nemur um sex þúsund milljörðum króna. Eignastaða Apple jókst á þremur mánuðum úr 116 milljörðum dala, 24. september 2011 í 150 milljarða dala, 31. desember 2011. Það er mesti vöxtur í sögu Apple, og hraðasti vöxtur eigna hjá fyrirtæki af þessari stærðargráðu í sögunni.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent