Ótrúleg velgengni Chelsea undir stjórn Di Matteo Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2012 23:08 Di Matteo fagnar eftir leikinn gegn Barcelona í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Sjálfsagt höfðu ekki margir trú á því að Ítalinn Roberto Di Matteo myndi gera mikið úr tímabili Chelsea þegar hann tók við liðinu í upphafi marsmánaðar, eftir að Andre Villas-Boas var sagt upp störfum. Di Matteo, sem lagði skóna á hilluna fyrir áratug síðan eftir að hafa spilað með Chelsea síðustu sex ár ferilsins, hefur komið flestum sparkspekingum í opna skjöldu með árangri sínum. Hann hafði áður þjálfað tvö lið - MK Dons í neðri deildunum og West Bromwich Albion með misjöfnum árangri frá 2009 til 2011. Svo var hann ráðinn sem aðstoðarmaður Villas-Boas í haust og var svo ráðinn til að stýra liðinu til loka tímabilsins eftir að Portúgalinn ungi var látinn fara fyrr í vetur. Og eftir það hefur lið Chelsea blómstrað og Di Matteo er búið að koma liðinu í bæði úrslit ensku bikarkeppninnar og nú síðast Meistaradeildar Evrópu. Eiganda Chelsea, Roman Abramovich, hefur lengi dreymt um að vinna síðarnefndum keppnina og ljóst að Di Matteo á von á góðu ef það tekst á Allianz-leikvanginum í München þann 19. maí næstkomandi. Tölurnar tala sínu máli. Chelsea hefur alls spilað fimmtán leiki síðan Di Matteo tók við og það á aðeins 51 degi. Leikjaálagið hefur því verið gríðarlegt. En liðið hefur samt unnið tíu af þessum leikjum og aðeins tapað einum - fyrir Manchester City í deildarleik þann 21. mars. Chelsea á fjóra deildarleiki eftir á tímabilnu og ljóst að með þessu áframhaldi eru þeir líklegir til að koma sér í hóp fjögurra efstu liða og þar með tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeildinni á ný - það er að segja ef þeim tekst þá ekki að vinna úrslitaleikinn í vor.Úrslit leikja Chelsea undir stjórn Di Matteo: 4. mars: Birmingham - Chelsea 0-2 (bikar) 10. mars: Chelsea - Stoke 1-0 (deild) 14. mars: Chelsea - Napoli 4-1 (Meistaradeild) 18. mars: Chelsea - Leicester 5-2 (bikar) 21. mars: Manchester City - Chelsea 2-1 (deild) 24. mars: Chelsea - Tottenham 0-0 (deild) 27. mars: Benfica - Chelsea 0-1 (Meistaradeild) 31. mars: Aston Villa - Chelsea 2-4 (deild) 4. apríl: Chelsea - Benfica 2-1 (Meistaradeild) 7. apríl: Chelsea - Wigan 2-1 (deild) 9. apríl: Fulham - Chelsea 1-1 (deild) 15. apríl: Tottenham - Chelsea 1-5 (bikar) 18. apríl: Chelsea - Barcelona 1-0 (Meistaradeild) 21. apríl: Arsenal - Chelsea 0-0 (deild) 24. apríl: Barcelona - Chelsea 2-2 (Meistaradeild)Árangur: 15 leikir á 51 degi 10 sigrar, 4 jafntefli, 1 tap. Markatala: 31-13Deild: 3 sigrar, 3 jafntefli, 1 tap.Bikar: 3 sigrar, 0 jafntefli, 0 töp.Meistaradeild: 4 sigrar, 1 jafntefli, 0 töp. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Sjálfsagt höfðu ekki margir trú á því að Ítalinn Roberto Di Matteo myndi gera mikið úr tímabili Chelsea þegar hann tók við liðinu í upphafi marsmánaðar, eftir að Andre Villas-Boas var sagt upp störfum. Di Matteo, sem lagði skóna á hilluna fyrir áratug síðan eftir að hafa spilað með Chelsea síðustu sex ár ferilsins, hefur komið flestum sparkspekingum í opna skjöldu með árangri sínum. Hann hafði áður þjálfað tvö lið - MK Dons í neðri deildunum og West Bromwich Albion með misjöfnum árangri frá 2009 til 2011. Svo var hann ráðinn sem aðstoðarmaður Villas-Boas í haust og var svo ráðinn til að stýra liðinu til loka tímabilsins eftir að Portúgalinn ungi var látinn fara fyrr í vetur. Og eftir það hefur lið Chelsea blómstrað og Di Matteo er búið að koma liðinu í bæði úrslit ensku bikarkeppninnar og nú síðast Meistaradeildar Evrópu. Eiganda Chelsea, Roman Abramovich, hefur lengi dreymt um að vinna síðarnefndum keppnina og ljóst að Di Matteo á von á góðu ef það tekst á Allianz-leikvanginum í München þann 19. maí næstkomandi. Tölurnar tala sínu máli. Chelsea hefur alls spilað fimmtán leiki síðan Di Matteo tók við og það á aðeins 51 degi. Leikjaálagið hefur því verið gríðarlegt. En liðið hefur samt unnið tíu af þessum leikjum og aðeins tapað einum - fyrir Manchester City í deildarleik þann 21. mars. Chelsea á fjóra deildarleiki eftir á tímabilnu og ljóst að með þessu áframhaldi eru þeir líklegir til að koma sér í hóp fjögurra efstu liða og þar með tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeildinni á ný - það er að segja ef þeim tekst þá ekki að vinna úrslitaleikinn í vor.Úrslit leikja Chelsea undir stjórn Di Matteo: 4. mars: Birmingham - Chelsea 0-2 (bikar) 10. mars: Chelsea - Stoke 1-0 (deild) 14. mars: Chelsea - Napoli 4-1 (Meistaradeild) 18. mars: Chelsea - Leicester 5-2 (bikar) 21. mars: Manchester City - Chelsea 2-1 (deild) 24. mars: Chelsea - Tottenham 0-0 (deild) 27. mars: Benfica - Chelsea 0-1 (Meistaradeild) 31. mars: Aston Villa - Chelsea 2-4 (deild) 4. apríl: Chelsea - Benfica 2-1 (Meistaradeild) 7. apríl: Chelsea - Wigan 2-1 (deild) 9. apríl: Fulham - Chelsea 1-1 (deild) 15. apríl: Tottenham - Chelsea 1-5 (bikar) 18. apríl: Chelsea - Barcelona 1-0 (Meistaradeild) 21. apríl: Arsenal - Chelsea 0-0 (deild) 24. apríl: Barcelona - Chelsea 2-2 (Meistaradeild)Árangur: 15 leikir á 51 degi 10 sigrar, 4 jafntefli, 1 tap. Markatala: 31-13Deild: 3 sigrar, 3 jafntefli, 1 tap.Bikar: 3 sigrar, 0 jafntefli, 0 töp.Meistaradeild: 4 sigrar, 1 jafntefli, 0 töp.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira