Mario Gomez tryggði Bayern sigur á Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2012 18:15 Mynd/Nordic Photos/Getty Bayern München hélt áfram sigurgöngu sinni á Allianz Arena í kvöld þegar liðið vann Real Madrid 2-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Bayern hefur þar með unnið alla sjö heimaleiki sína í keppninni á þessu tímabili og Real Madrid tókst ekki að bæta úr döpru gengi sínu á þýskri grundu. Mario Gomez var hetja Bayern þegar hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma en hann hefur þar með skorað tólf mörk í tíu leikjum í keppninni. Mesut Özil hafði jafnað fyrir Real Madrid í upphafi seinni hálfleiksins en Bæjarar áttu góðan endasprett og tryggðu sér mikilvægan sigur. Real Madrid byrjaði vel og Karem Benzema fékk flott færi strax á áttundu mínútu eftir flotta stungusendingu frá Mesut Özil en Manuel Neuer varði vel frá honum. Bayern tók öll völd á vellinum eftir smá vandræði í byrjun og Real Madrid komst lítið áleiðis eftir það. Bayern var búið að eiga nokkrar lofandi sóknir þegar kom að fyrsta marki leiksins. Franck Ribery kom Bayern í 1-0 strax á 17. mínútu þegar boltinn barst til hans í teignum eftir fasta hornspyrnu Toni Kroos. Ribery skoraði með föstu óverjandi skoti en skömmu áður hafði hann lent upp á kant við varnarmenn Real þegar hann reyndi að fiska vítaspyrnu. Endursýning af markinu leiddi þó í ljós að Luiz Gustavo Dias var líklega rangstæður þegar hann stóð fyrir framan Iker Casillas í marki Real Madrid. Real Madrid ógnaði strax í skyndisóknum sínum í upphafi seinni hálfleiks. Jerome Boateng komst fyrir skot frá Karim Benzema á 50. mínútu en þremur mínútum síðar náði Mesut Özil síðan að jafna leikinn. Cristiano Ronaldo slapp þá einn í gegn en átti skelfilegt skot sem Neuer varði. Real náði frákastinu og boltinn endaði að lokum aftur á Ronaldo sem sendi boltann fyrir á Özil sem skoraði af mjög stuttu færi. Vörn Bæjara sofnaði þarna algjörlega á verðinum. Thomas Müller kom inn á sem varamaður á 61. mínútu og lífgaði mikið upp á sóknarleik liðsins sem var búinn að vera daufur í seinni hálfleiknum. Tíu mínútum síðar fékk Mario Gomez algjört dauðfæri eftir aukaspyrnu en skot hans fór yfir. Skömmu síðar skallaði Gomez yfir eftir góða fyrirgjöf Philipp Lahm og pressa Bæjara var að aukast hægt og rólega. Mario Gomez vildi fá vítaspyrnu á 87. mínútu en það leit út fyrir hann hefði verið búinn að missa boltann eftir tæklingu frá Sergio Ramos. Gomez var þó ekki búinn að syngja sitt síðasta því hann skoraði á 90. mínútu eftir enn eina fyrirgjöf frá Philipp Lahm sem átti stórleik í kvöld. Það reyndist vera sigurmark leiksins. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Bayern München hélt áfram sigurgöngu sinni á Allianz Arena í kvöld þegar liðið vann Real Madrid 2-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Bayern hefur þar með unnið alla sjö heimaleiki sína í keppninni á þessu tímabili og Real Madrid tókst ekki að bæta úr döpru gengi sínu á þýskri grundu. Mario Gomez var hetja Bayern þegar hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma en hann hefur þar með skorað tólf mörk í tíu leikjum í keppninni. Mesut Özil hafði jafnað fyrir Real Madrid í upphafi seinni hálfleiksins en Bæjarar áttu góðan endasprett og tryggðu sér mikilvægan sigur. Real Madrid byrjaði vel og Karem Benzema fékk flott færi strax á áttundu mínútu eftir flotta stungusendingu frá Mesut Özil en Manuel Neuer varði vel frá honum. Bayern tók öll völd á vellinum eftir smá vandræði í byrjun og Real Madrid komst lítið áleiðis eftir það. Bayern var búið að eiga nokkrar lofandi sóknir þegar kom að fyrsta marki leiksins. Franck Ribery kom Bayern í 1-0 strax á 17. mínútu þegar boltinn barst til hans í teignum eftir fasta hornspyrnu Toni Kroos. Ribery skoraði með föstu óverjandi skoti en skömmu áður hafði hann lent upp á kant við varnarmenn Real þegar hann reyndi að fiska vítaspyrnu. Endursýning af markinu leiddi þó í ljós að Luiz Gustavo Dias var líklega rangstæður þegar hann stóð fyrir framan Iker Casillas í marki Real Madrid. Real Madrid ógnaði strax í skyndisóknum sínum í upphafi seinni hálfleiks. Jerome Boateng komst fyrir skot frá Karim Benzema á 50. mínútu en þremur mínútum síðar náði Mesut Özil síðan að jafna leikinn. Cristiano Ronaldo slapp þá einn í gegn en átti skelfilegt skot sem Neuer varði. Real náði frákastinu og boltinn endaði að lokum aftur á Ronaldo sem sendi boltann fyrir á Özil sem skoraði af mjög stuttu færi. Vörn Bæjara sofnaði þarna algjörlega á verðinum. Thomas Müller kom inn á sem varamaður á 61. mínútu og lífgaði mikið upp á sóknarleik liðsins sem var búinn að vera daufur í seinni hálfleiknum. Tíu mínútum síðar fékk Mario Gomez algjört dauðfæri eftir aukaspyrnu en skot hans fór yfir. Skömmu síðar skallaði Gomez yfir eftir góða fyrirgjöf Philipp Lahm og pressa Bæjara var að aukast hægt og rólega. Mario Gomez vildi fá vítaspyrnu á 87. mínútu en það leit út fyrir hann hefði verið búinn að missa boltann eftir tæklingu frá Sergio Ramos. Gomez var þó ekki búinn að syngja sitt síðasta því hann skoraði á 90. mínútu eftir enn eina fyrirgjöf frá Philipp Lahm sem átti stórleik í kvöld. Það reyndist vera sigurmark leiksins.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira