Lúxus hafragrautur - Bestur á morgnana eða milli mála 5. apríl 2012 11:00 „Hafragrauturinn er mitt uppáhald og er fastur liður á nánast hverjum degi," segir Elísabet Margeirsdóttir, löggiltur næringarfræðingur og veðurfréttakona. „Ég fæ mér hafragrautinn yfirleitt í morgunmat en finnst líka gott að gera auka skammt af grautnum til hafa með mér í nesti í vinnuna. Grauturinn er nefnilega fínn kaldur og hentugt að fá sér hann sem millimáltíð seinni partinn eða nota hann í léttri máltíð.“Lúxus hafragrautur fyrir tvo:-2 dl tröllahafrar-6 dl vatn-2 tsk chia fræ -Smá salt -Kanill eftir smekk Hafrar, chia fræ og vatn sett saman í pott. Stillið á hæsta hita og bíðið eftir að suðan kemur upp. Slökkvið næst undir og byrjið að hræra í grautnum. Stundum er gott að taka pottinn af hellunni og lengja þannig eldunartímann ef þið eruð t.d. að hella upp á kaffi í leiðinni. Hrærið í grautnum þar til hafrarnir og fræin hafa tekið mest allt vatnið í sig. Chia fræin eru mjög næringarrík og gefa grautnum skemmtilega og góða áferð. Kryddið grautinn með kanil eftir smekk og skiptið honum í tvær skálar eða nestisbox.Gott er að setja ofan á grautinn: - Hálfan bolla af hreinu skyri eða jógúrt - 1/2 bolla af 1-2 tegundum af ávöxtum (t.d. banana, epli, peru eða ber) - 1 msk sykurlaust múslí - 1 msk hnetur (t.d. pecan, valhnetur eða möndlur) gróft saxaðar - 2 döðlur smátt skornar eða annan þurrkaðan ávöxt - 1 tsk hreint hnetusmjör Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
„Hafragrauturinn er mitt uppáhald og er fastur liður á nánast hverjum degi," segir Elísabet Margeirsdóttir, löggiltur næringarfræðingur og veðurfréttakona. „Ég fæ mér hafragrautinn yfirleitt í morgunmat en finnst líka gott að gera auka skammt af grautnum til hafa með mér í nesti í vinnuna. Grauturinn er nefnilega fínn kaldur og hentugt að fá sér hann sem millimáltíð seinni partinn eða nota hann í léttri máltíð.“Lúxus hafragrautur fyrir tvo:-2 dl tröllahafrar-6 dl vatn-2 tsk chia fræ -Smá salt -Kanill eftir smekk Hafrar, chia fræ og vatn sett saman í pott. Stillið á hæsta hita og bíðið eftir að suðan kemur upp. Slökkvið næst undir og byrjið að hræra í grautnum. Stundum er gott að taka pottinn af hellunni og lengja þannig eldunartímann ef þið eruð t.d. að hella upp á kaffi í leiðinni. Hrærið í grautnum þar til hafrarnir og fræin hafa tekið mest allt vatnið í sig. Chia fræin eru mjög næringarrík og gefa grautnum skemmtilega og góða áferð. Kryddið grautinn með kanil eftir smekk og skiptið honum í tvær skálar eða nestisbox.Gott er að setja ofan á grautinn: - Hálfan bolla af hreinu skyri eða jógúrt - 1/2 bolla af 1-2 tegundum af ávöxtum (t.d. banana, epli, peru eða ber) - 1 msk sykurlaust múslí - 1 msk hnetur (t.d. pecan, valhnetur eða möndlur) gróft saxaðar - 2 döðlur smátt skornar eða annan þurrkaðan ávöxt - 1 tsk hreint hnetusmjör
Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira