Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-73 | Ótrúleg endurkoma Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2012 21:05 Leikmenn og stuðningsmenn Njarðvíkur fagna í leikslok. Mynd/ÓskarÓ Njarðvíkingar hafa tekið forystuna í úrslitaeinvíginu í Iceland Express-deild kvenna eftir nauman sigur á Haukum í háspennuleik í Ljónagryfjunni í kvöld. Lele Hardy kom Njarðvík yfir, 74-73, þegar þrettán sekúndur voru eftir en Margrét Rósa Hálfdánardóttir brenndi af þriggja stiga skoti þegar sjö sekúndur voru eftir. Njarðvíkingar náðu frákastinu og komust á vítalínuna þegar ein sekúnda var eftir. Þar nýtti Ólöf Helga Pálsdóttir annað skotið sitt og reyndist það lokastig leiksins. Jence Ann Rhoads reyndi skot frá eigin vallarhelmingi á lokasekúndunni en það geigaði. Haukar byrjuðu þó miklu betur í leiknum og voru með fjórtán stiga forystu þegar lokaleikhlutinn hófst, 60-46. Haukar áttu svör við öllum aðgerðum Njarðvíkinga og fátt sem benti til þess að það myndi breytast í fjórða leikhluta. Shanae Baker-Brice hafði ekki átt sinn besta dag í liði Njarðvíkur fram að fjórða leikhlutanum og nýtt aðeins fjögur af fjórtán skotum sínum í leiknum. En hún, ásamt Lele Hardy, voru gríðarlega öflugar þegar mest á reyndi og skiluðu á endanum flottum tölum í fjórða leikhlutanum - Hardy var með tólf stig og átta fráköst og Baker-Brice með tíu stig og sex fráköst. Njarðvíkingar hófu fjórða leikhlutann á 13-2 spretti og minnkuðu þar með muninn í þrjú stig. Liðin skiptust svo á að leiða út leikinn en svo fór að heimamenn reyndust sterkari á lokasprettinum sem fyrr segir. Salbjörg Sævarsdóttir reyndist einnig dýrmæt í liði Njarðvíkur þegar mest á reyndi en hún skoraði öll sín þrettán stig í seinni hálfleik í kvöld. Kanarnir í Haukum spiluðu einnig mjög vel í leiknum. Rhoads átti þó greinilega lítið eftir á tankinum í fjórða leikhluta en þá skoraði hún aðeins tvö stig. Njarðvík tapaði úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn fyrir Keflavík í fyrra, 3-0, eftir að hafa tapað fyrsta leiknum naumlega. Njarðvíkingar hafa þó nú náð forystunni en Haukar geta jafnað metin í rimmunni á heimavelli sínum í Hafnarfirði þegar liðin mætast aftur klukkan 16.00 á laugardaginn. Þrjá sigra þarf til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.Bjarni: Fleiri plúsar en mínusar Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, sagði að það hefði verið erfitt að sætta sig við tapið í Njarðvík í kvöld. Hann gat þó verið ánægður með margt í frammistöðu sinna manna. „Þetta spilaðist að mörgu leyti vel fyrir okkur þó svo að fjórði leikhluti hafi farið illa," sagði hann. „Þetta var ekki alslæmt. Frákastabaráttan varð okkur að falli en þær komu sér inn í leikinn með því að vera grimmari í fráköstunum. Fyrir vikið fengu þær 20 fleiri skot en við í leiknum og þannig er erfitt að vinna leiki, sérstaklega í úrslitakeppninni." „En heilt yfir voru fleiri plúsar en mínusar. Við þurfum að kippa fráköstunum í lag og þá verðum við í góðum málum. Niðurstaðan er samt hundsvekkjandi því við spiluðum vel í dag. Varnarleikurinn var flottur eins og hann hefur verið í allri úrslitakeppninni." Haukar hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum en Íris Sverrisdóttir og Guðrún Ósk Ámundadóttir slitu báðar krossband í hné fyrir nokkrum dögum. „Þetta hefur orðið til þess að leikmenn hafa þjappað sér betur saman og þær áttu skilið að vinna þennan leik í dag. En að því er ekki spurt í þessari íþrótt. Ég er samt mjög stoltur af mínum leikmönnum."Sverrir Þór: Margt sem hægt er að laga „Það tók okkur 30 mínútur að vakna almennilega til lífsins. Við vorum mjög döpur þar til í fjórða leikhluta," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, eftir nauman sigur sinna manna á Haukum í kvöld. „En við hrukkum svo loksins í gang og sem betur fer dugaði það. En maður vill ekki stóla á svona lagað til að vinna leiki. Maður vill helst vera með strax frá fyrstu mínútu," bætti hann við. Hann hrósaði sínum leikmönnum fyrir endurkomuna í seinni hálfleik. „Salbjörg átti stórleik og skoraði öll sín þrettán stig í seinni hálfleik. Ingibjörg og liðið allt spilaði svo frábæra vörn í hálfleiknum sem hafði mjög mikið að segja. Lele hafði verið að skora jafnt og þétt en Shanae hafði oft spilað betur. En hún hrökk svo í gang líka." „En við vitum að við vorum ekki að spila vel. Við sýndum karakter og náðum að snúa leiknum okkur í hug. En við þurfum nú að renna yfir allan leikinn í huganum því það er margt sem hægt er að laga fyrir næsta leik."Njarðvík-Haukar 75-73 (15-19, 12-20, 19-21, 29-13)Njarðvík: Lele Hardy 33/18 fráköst, Shanae Baker-Brice 18/11 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 13/6 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 5/6 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 4, Ína María Einarsdóttir 2, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 0/4 fráköst.Haukar: Tierny Jenkins 30/17 fráköst, Jence Ann Rhoads 22/8 fráköst/10 stoðsendingar/4 varin skot, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 10, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5/4 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4, Sara Pálmadóttir 2/3 varin skot. Dominos-deild kvenna Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sjá meira
Njarðvíkingar hafa tekið forystuna í úrslitaeinvíginu í Iceland Express-deild kvenna eftir nauman sigur á Haukum í háspennuleik í Ljónagryfjunni í kvöld. Lele Hardy kom Njarðvík yfir, 74-73, þegar þrettán sekúndur voru eftir en Margrét Rósa Hálfdánardóttir brenndi af þriggja stiga skoti þegar sjö sekúndur voru eftir. Njarðvíkingar náðu frákastinu og komust á vítalínuna þegar ein sekúnda var eftir. Þar nýtti Ólöf Helga Pálsdóttir annað skotið sitt og reyndist það lokastig leiksins. Jence Ann Rhoads reyndi skot frá eigin vallarhelmingi á lokasekúndunni en það geigaði. Haukar byrjuðu þó miklu betur í leiknum og voru með fjórtán stiga forystu þegar lokaleikhlutinn hófst, 60-46. Haukar áttu svör við öllum aðgerðum Njarðvíkinga og fátt sem benti til þess að það myndi breytast í fjórða leikhluta. Shanae Baker-Brice hafði ekki átt sinn besta dag í liði Njarðvíkur fram að fjórða leikhlutanum og nýtt aðeins fjögur af fjórtán skotum sínum í leiknum. En hún, ásamt Lele Hardy, voru gríðarlega öflugar þegar mest á reyndi og skiluðu á endanum flottum tölum í fjórða leikhlutanum - Hardy var með tólf stig og átta fráköst og Baker-Brice með tíu stig og sex fráköst. Njarðvíkingar hófu fjórða leikhlutann á 13-2 spretti og minnkuðu þar með muninn í þrjú stig. Liðin skiptust svo á að leiða út leikinn en svo fór að heimamenn reyndust sterkari á lokasprettinum sem fyrr segir. Salbjörg Sævarsdóttir reyndist einnig dýrmæt í liði Njarðvíkur þegar mest á reyndi en hún skoraði öll sín þrettán stig í seinni hálfleik í kvöld. Kanarnir í Haukum spiluðu einnig mjög vel í leiknum. Rhoads átti þó greinilega lítið eftir á tankinum í fjórða leikhluta en þá skoraði hún aðeins tvö stig. Njarðvík tapaði úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn fyrir Keflavík í fyrra, 3-0, eftir að hafa tapað fyrsta leiknum naumlega. Njarðvíkingar hafa þó nú náð forystunni en Haukar geta jafnað metin í rimmunni á heimavelli sínum í Hafnarfirði þegar liðin mætast aftur klukkan 16.00 á laugardaginn. Þrjá sigra þarf til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.Bjarni: Fleiri plúsar en mínusar Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, sagði að það hefði verið erfitt að sætta sig við tapið í Njarðvík í kvöld. Hann gat þó verið ánægður með margt í frammistöðu sinna manna. „Þetta spilaðist að mörgu leyti vel fyrir okkur þó svo að fjórði leikhluti hafi farið illa," sagði hann. „Þetta var ekki alslæmt. Frákastabaráttan varð okkur að falli en þær komu sér inn í leikinn með því að vera grimmari í fráköstunum. Fyrir vikið fengu þær 20 fleiri skot en við í leiknum og þannig er erfitt að vinna leiki, sérstaklega í úrslitakeppninni." „En heilt yfir voru fleiri plúsar en mínusar. Við þurfum að kippa fráköstunum í lag og þá verðum við í góðum málum. Niðurstaðan er samt hundsvekkjandi því við spiluðum vel í dag. Varnarleikurinn var flottur eins og hann hefur verið í allri úrslitakeppninni." Haukar hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum en Íris Sverrisdóttir og Guðrún Ósk Ámundadóttir slitu báðar krossband í hné fyrir nokkrum dögum. „Þetta hefur orðið til þess að leikmenn hafa þjappað sér betur saman og þær áttu skilið að vinna þennan leik í dag. En að því er ekki spurt í þessari íþrótt. Ég er samt mjög stoltur af mínum leikmönnum."Sverrir Þór: Margt sem hægt er að laga „Það tók okkur 30 mínútur að vakna almennilega til lífsins. Við vorum mjög döpur þar til í fjórða leikhluta," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, eftir nauman sigur sinna manna á Haukum í kvöld. „En við hrukkum svo loksins í gang og sem betur fer dugaði það. En maður vill ekki stóla á svona lagað til að vinna leiki. Maður vill helst vera með strax frá fyrstu mínútu," bætti hann við. Hann hrósaði sínum leikmönnum fyrir endurkomuna í seinni hálfleik. „Salbjörg átti stórleik og skoraði öll sín þrettán stig í seinni hálfleik. Ingibjörg og liðið allt spilaði svo frábæra vörn í hálfleiknum sem hafði mjög mikið að segja. Lele hafði verið að skora jafnt og þétt en Shanae hafði oft spilað betur. En hún hrökk svo í gang líka." „En við vitum að við vorum ekki að spila vel. Við sýndum karakter og náðum að snúa leiknum okkur í hug. En við þurfum nú að renna yfir allan leikinn í huganum því það er margt sem hægt er að laga fyrir næsta leik."Njarðvík-Haukar 75-73 (15-19, 12-20, 19-21, 29-13)Njarðvík: Lele Hardy 33/18 fráköst, Shanae Baker-Brice 18/11 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 13/6 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 5/6 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 4, Ína María Einarsdóttir 2, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 0/4 fráköst.Haukar: Tierny Jenkins 30/17 fráköst, Jence Ann Rhoads 22/8 fráköst/10 stoðsendingar/4 varin skot, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 10, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5/4 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4, Sara Pálmadóttir 2/3 varin skot.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sjá meira