Wernbloom tryggði Moskvumönnum jafntefli gegn Real Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2012 13:16 Cristiano Ronaldo. Mynd/Nordic Photos/Getty Svíinn Pontus Wernbloom var hetja CSKA Moskvu í kvöld er hann tryggði sínum mönnum 1-1 jafntefli gegn Real Madrid á lokamínútum leiks liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Cristiano Ronaldo hafði komið Real yfir í fyrri hálfleik og leit lengi vel út fyrir að það myndi reynast sigurmark leiksins. En annað kom á daginn. Wernbloom, sem gekk nýverið til liðs við Moskvuliðið, skoraði markið með skoti eftir snarpa sókn heimamanna. Það var ískalt á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu í kvöld og leikið á gervigrasi. CSKA byrjaði vel í leiknum og spilaði ágætlega í fyrri hálfleik, en án þess þó að skapa sér mörg hættuleg færi. Real lenti í vandræðum snemma leiks því Karim Benzema meiddist og þurfti að fara af velli. Gonzalo Higuain kom inn á í hans stað og var reyndar næstum búinn að koma Real yfir stuttu síðar. Markvörður Moskvumanna, Sergei Chepchugov, sá hins vegar við honum. Markið kom svo á 27. mínútu og verður að skrifast á miðjumanninn Zoran Tosic. Honum mistókst að hreinsa fyrirgjöf Fabio Coentrao almennilega frá markinu og féll boltinn beint fyrir fætur Ronaldo. Hann lét ekki bjóða sér tækifærið tvisvar og skoraði með góðu skoti. Real sótti nokkuð í upphafi seinni hálfleiks og voru nærri því að skora en heimamenn, sem fengu þó sín færi einnig. Um stundarfjórðungi fyrir leikslok komst Ronaldo í gott færi eftir sendingu Xabi Alonso en Chepchugov varði mjög vel frá honum. Átti það eftir að reynast dýrmætt fyrir Rússana. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli en Real verður að teljast sigurstranglegri aðilinn í rimmunni enda á liðið eftir seinni leikinn á heimavelli. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Svíinn Pontus Wernbloom var hetja CSKA Moskvu í kvöld er hann tryggði sínum mönnum 1-1 jafntefli gegn Real Madrid á lokamínútum leiks liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Cristiano Ronaldo hafði komið Real yfir í fyrri hálfleik og leit lengi vel út fyrir að það myndi reynast sigurmark leiksins. En annað kom á daginn. Wernbloom, sem gekk nýverið til liðs við Moskvuliðið, skoraði markið með skoti eftir snarpa sókn heimamanna. Það var ískalt á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu í kvöld og leikið á gervigrasi. CSKA byrjaði vel í leiknum og spilaði ágætlega í fyrri hálfleik, en án þess þó að skapa sér mörg hættuleg færi. Real lenti í vandræðum snemma leiks því Karim Benzema meiddist og þurfti að fara af velli. Gonzalo Higuain kom inn á í hans stað og var reyndar næstum búinn að koma Real yfir stuttu síðar. Markvörður Moskvumanna, Sergei Chepchugov, sá hins vegar við honum. Markið kom svo á 27. mínútu og verður að skrifast á miðjumanninn Zoran Tosic. Honum mistókst að hreinsa fyrirgjöf Fabio Coentrao almennilega frá markinu og féll boltinn beint fyrir fætur Ronaldo. Hann lét ekki bjóða sér tækifærið tvisvar og skoraði með góðu skoti. Real sótti nokkuð í upphafi seinni hálfleiks og voru nærri því að skora en heimamenn, sem fengu þó sín færi einnig. Um stundarfjórðungi fyrir leikslok komst Ronaldo í gott færi eftir sendingu Xabi Alonso en Chepchugov varði mjög vel frá honum. Átti það eftir að reynast dýrmætt fyrir Rússana. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli en Real verður að teljast sigurstranglegri aðilinn í rimmunni enda á liðið eftir seinni leikinn á heimavelli.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira