Íslensku hrosshárin slógu í gegn Karl Lúðvíksson skrifar 3. febrúar 2012 09:17 Mynd af www.svfr.is Á dögunum fór fram The Fly Fishing Show í New Jersey. Sýning þessi er ein stærsta sýning um fluguveiði í heiminum og fer fram á ólíkum tíma á sjö stöðum í Bandaríkjunum. Sýningin hefur ferðast um Bandaríkin í meira en 20 ár og þar koma saman framleiðendur fluguveiðivara, söluaðilar veiðileyfa um allan heim og fluguhnýtarar. Að þessu sinni var Sigurði Héðni "Haugi" boðið að koma á sýninguna og hnýta sínar flugur og sýna. Ekki er vitað til þess að íslenskum hnýtara hafi verið boðið á þessa sýningu áður. Sigurður var í góðum hópi um 60 hnýtara og hans flugum var ákaflega vel tekið. Á sýningunni kynnti Sigurður einnig efni í hnýtingar eða hár af íslenska hestinum. Hárið kemur af folöldum og selur Sigurður það undir nafninu Arctic Runner. Nýtt efni í hnýtingar vekur ávallt athygli og fékk efnið, sem Sigurður hefur verið með í vöruþróun í nokkur ár, mjög góðar viðtökur. Efnið fæst í íslenskum veiðivöruverslunum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Áhugaverðar tölur í laxateljurum Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði
Á dögunum fór fram The Fly Fishing Show í New Jersey. Sýning þessi er ein stærsta sýning um fluguveiði í heiminum og fer fram á ólíkum tíma á sjö stöðum í Bandaríkjunum. Sýningin hefur ferðast um Bandaríkin í meira en 20 ár og þar koma saman framleiðendur fluguveiðivara, söluaðilar veiðileyfa um allan heim og fluguhnýtarar. Að þessu sinni var Sigurði Héðni "Haugi" boðið að koma á sýninguna og hnýta sínar flugur og sýna. Ekki er vitað til þess að íslenskum hnýtara hafi verið boðið á þessa sýningu áður. Sigurður var í góðum hópi um 60 hnýtara og hans flugum var ákaflega vel tekið. Á sýningunni kynnti Sigurður einnig efni í hnýtingar eða hár af íslenska hestinum. Hárið kemur af folöldum og selur Sigurður það undir nafninu Arctic Runner. Nýtt efni í hnýtingar vekur ávallt athygli og fékk efnið, sem Sigurður hefur verið með í vöruþróun í nokkur ár, mjög góðar viðtökur. Efnið fæst í íslenskum veiðivöruverslunum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Áhugaverðar tölur í laxateljurum Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði