Osborne fagnar því að bankamaður þiggi ekki bónusinn 30. janúar 2012 11:18 George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, fagnaði því í morgun að forstjóri Royal Bank of Scotland neitaði því að taka við bónusgreiðslu vegna rekstrarárs bankans í fyrra. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, segir þá ákvörðun Stephen Hester, forstjóra Royal Bank of Scotland, að þiggja ekki bónusgreiðslu upp á eina milljóna punda, jafnvirði ríflega 190 milljóna króna, vera skynsamlega og rökrétta. „Skattgreiðendur settu milljarða punda inn í rekstur bankans þegar hann var að falla, og það er eðlilegt að þeir njóti forgangs þegar vel gengur," sagði Osborne í viðtali við breska blaðið The Guardian í morgun. Royal Bank of Scotland er að stærstum hluta í eigu breska ríkisins, en það fer með um 83 prósent eignarhlut í bankanum. Bónusar til starfsmanna breskra banka hafa valdið miklu fjaðrafoki þar í landi að undanförnu, ekki síst vegna þess að margir kenna bankamönnum um hvernig horfir nú við í efnahagsmálum landsins. Atvinnuleysi er hátt í sögulegu samhengi, eða ríflega átta prósent, og mikill slaki hefur einkennt efnahag landsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagvöxtur verði óverulegur á þessu ári, eða í kringum eitt prósent. Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Hamingjubúbblur og Ítalía: „Ég segi bara sí sí við öllu“ Atvinnulíf Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, segir þá ákvörðun Stephen Hester, forstjóra Royal Bank of Scotland, að þiggja ekki bónusgreiðslu upp á eina milljóna punda, jafnvirði ríflega 190 milljóna króna, vera skynsamlega og rökrétta. „Skattgreiðendur settu milljarða punda inn í rekstur bankans þegar hann var að falla, og það er eðlilegt að þeir njóti forgangs þegar vel gengur," sagði Osborne í viðtali við breska blaðið The Guardian í morgun. Royal Bank of Scotland er að stærstum hluta í eigu breska ríkisins, en það fer með um 83 prósent eignarhlut í bankanum. Bónusar til starfsmanna breskra banka hafa valdið miklu fjaðrafoki þar í landi að undanförnu, ekki síst vegna þess að margir kenna bankamönnum um hvernig horfir nú við í efnahagsmálum landsins. Atvinnuleysi er hátt í sögulegu samhengi, eða ríflega átta prósent, og mikill slaki hefur einkennt efnahag landsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagvöxtur verði óverulegur á þessu ári, eða í kringum eitt prósent.
Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Hamingjubúbblur og Ítalía: „Ég segi bara sí sí við öllu“ Atvinnulíf Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira