Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Keflavík 83-102 Stefán Árni Pálsson í Dalhúsum skrifar 22. janúar 2012 20:36 Keflavík var ekki í nokkrum vandræðum með að leggja Fjölnismenn af velli, 102-83, í 8-liða úrslitum Powerade-bikarnum. Keflvíkingar voru yfir allan leikinn og var sigur þeirra aldrei í hættu. Fjölnismenn voru einfaldlega ekki nægilega sterkir líkamlega og réðu ekkert við suðurnesjamenn. Leikurinn hófst vel fyrir gestina frá Keflavík en þeir náðu fljótlega ágætis forskoti 22-11. Stigaskorið dreifðist vel á milli leikmanna Keflvíkinga og voru allir að taka þátt. Aðeins þrír leikmenn komust á blað hjá Fjölnismönnum í fyrsta leikhlutanum og þar á meðal gerði Jón Sverrisson tíu stig fyrir heimamenn. Staðan var 27-17 eftir fyrsta fjórðung. Keflvíkingar héldum áfram að keyra yfir heimamenn í öðrum leikhluta og strákarnir í Fjölni réðu hreinlega ekkert við þá. Hraður sóknarleikur og styrkur leikmanna var það sem suðurnesjamenn höfðu framyfir Grafarvogsdrengi. Staðan í hálfleik var 53-35 fyrir Keflavík og útlitið svart fyrir þá gulu. Fátt breytist í þriðja leikhlutanum og Keflvíkingarnir héldum áfram að berja járnið á meðan það var heitt. Um var að ræða leik á milli karlmanna og drengja og Fjölnir átti bara enginn svör. Staðan var 82-58 fyrir Keflavík fyrir lokaleikhlutann. Það skemmst frá því að segja að leikurinn varð aldrei spennandi og gestirnir frá Keflavík sigldu lygnan sjó það sem eftir var af leiknum. Honum lauk með öruggum sigri Keflvíkinga 102-83 og þeir flugu áfram í undanúrslit Powerade-bikarsins. Jarryd Cole átti stórleik í liði Keflavík og skoraði 35 stig.Örvar: Vorum okkur til skammar í fyrri hálfleik „Við byrjuðum leikinn illa og áttum aldrei möguleik," sagði Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, eftir tapið gegn Keflavík. „Það gengur ekki að koma svona til leiks gegn jafn góðu liði og Keflavík. Við vorum okkur til skammar í fyrri hálfleik og leikurinn tapaðist þá". „Mér fannst mínir menn bara ekki mæta tilbúnir og voru bara hræddir við andstæðingana". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Örvar hér að ofan.Sigurður: Byrjuðum grimmir og héldum það út „Þetta leit ekki út fyrir að vera erfitt í kvöld," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn. „Við náðum upp góðri forystu í byrjun leiksins og héldum henni. Menn mættu bara grimmir alveg frá byrjun og þeir réðu ekkert við okkur". „Við lékum frábæra vörn allan leikinn, öðruvísi en það sem liðið sýndi síðast á móti Fjölni". Jarryd Cole var frábær í liðið Keflvíkinga í kvöld og gerði 35 stig. „Hann var flottur í kvöld fyrir okkur. Cole hefur verið misjafnt hjá okkur og frammistaðan hans verið svona upp og niður. Vonandi er hann að komast í gang fyrir okkur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð með því að ýta hér. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Keflavík var ekki í nokkrum vandræðum með að leggja Fjölnismenn af velli, 102-83, í 8-liða úrslitum Powerade-bikarnum. Keflvíkingar voru yfir allan leikinn og var sigur þeirra aldrei í hættu. Fjölnismenn voru einfaldlega ekki nægilega sterkir líkamlega og réðu ekkert við suðurnesjamenn. Leikurinn hófst vel fyrir gestina frá Keflavík en þeir náðu fljótlega ágætis forskoti 22-11. Stigaskorið dreifðist vel á milli leikmanna Keflvíkinga og voru allir að taka þátt. Aðeins þrír leikmenn komust á blað hjá Fjölnismönnum í fyrsta leikhlutanum og þar á meðal gerði Jón Sverrisson tíu stig fyrir heimamenn. Staðan var 27-17 eftir fyrsta fjórðung. Keflvíkingar héldum áfram að keyra yfir heimamenn í öðrum leikhluta og strákarnir í Fjölni réðu hreinlega ekkert við þá. Hraður sóknarleikur og styrkur leikmanna var það sem suðurnesjamenn höfðu framyfir Grafarvogsdrengi. Staðan í hálfleik var 53-35 fyrir Keflavík og útlitið svart fyrir þá gulu. Fátt breytist í þriðja leikhlutanum og Keflvíkingarnir héldum áfram að berja járnið á meðan það var heitt. Um var að ræða leik á milli karlmanna og drengja og Fjölnir átti bara enginn svör. Staðan var 82-58 fyrir Keflavík fyrir lokaleikhlutann. Það skemmst frá því að segja að leikurinn varð aldrei spennandi og gestirnir frá Keflavík sigldu lygnan sjó það sem eftir var af leiknum. Honum lauk með öruggum sigri Keflvíkinga 102-83 og þeir flugu áfram í undanúrslit Powerade-bikarsins. Jarryd Cole átti stórleik í liði Keflavík og skoraði 35 stig.Örvar: Vorum okkur til skammar í fyrri hálfleik „Við byrjuðum leikinn illa og áttum aldrei möguleik," sagði Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, eftir tapið gegn Keflavík. „Það gengur ekki að koma svona til leiks gegn jafn góðu liði og Keflavík. Við vorum okkur til skammar í fyrri hálfleik og leikurinn tapaðist þá". „Mér fannst mínir menn bara ekki mæta tilbúnir og voru bara hræddir við andstæðingana". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Örvar hér að ofan.Sigurður: Byrjuðum grimmir og héldum það út „Þetta leit ekki út fyrir að vera erfitt í kvöld," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn. „Við náðum upp góðri forystu í byrjun leiksins og héldum henni. Menn mættu bara grimmir alveg frá byrjun og þeir réðu ekkert við okkur". „Við lékum frábæra vörn allan leikinn, öðruvísi en það sem liðið sýndi síðast á móti Fjölni". Jarryd Cole var frábær í liðið Keflvíkinga í kvöld og gerði 35 stig. „Hann var flottur í kvöld fyrir okkur. Cole hefur verið misjafnt hjá okkur og frammistaðan hans verið svona upp og niður. Vonandi er hann að komast í gang fyrir okkur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð með því að ýta hér.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira