Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Karl Lúðvíksson skrifar 6. janúar 2012 10:00 Óskar Páll Sveinsson leiðbeinir á námskeiðinu hjá Veiðiflugum Nú eru veiðimenn farnir að telja niður til 1. apríl en þá hefst veiðin á þessu herrans ári 2012. Margir veiðimenn nota skammdegið til að hnýta leynivopnin fyrir komandi sumar og það er ekki hægt að lýsa því í fáum orðum hvað það er gaman að setja í fisk á sínar eigin flugur. Til opna þennan heim fyrir þá sem vilja læra að hnýta sínar eigin flugur ætlar Hilli í versluninni Veiðiflugur á Langholtsvegi að vera með hnýtingarnámskeið sem byrja núna í janúar í samstarfi við hinn snjalla veiðimann og hnýtara Óskar Pál Sveinsson. Byrjendanámskeið: Þar verður farið yfir öll helstu grunnatriðin í fluguhnýtingum. Byrjað verður á einföldum silungapúpum, síðan farið í straumflugur og svo endað á laxaflugum. Framhaldsnámskeið: Kennt verður að hnýta flóknari laxa og silungaflugur. Einnig verða hnýttar túpur, bæði sökkvandi túpur og gáratúbur. Námskeiðin fara fram í versluninni Veiðiflugur, Langholtsvegi 111 og verða öll tæki og tól á staðnum. Einn af þeim sem kemur til með að leiðbeina er Sigurberg Guðbrandsson leiðsögumaður og hnýtari með afbrigðum. Skráning á námskeiðin er hjá Veiðiflugum. Stangveiði Mest lesið Svona færðu laxinn til að taka Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði
Nú eru veiðimenn farnir að telja niður til 1. apríl en þá hefst veiðin á þessu herrans ári 2012. Margir veiðimenn nota skammdegið til að hnýta leynivopnin fyrir komandi sumar og það er ekki hægt að lýsa því í fáum orðum hvað það er gaman að setja í fisk á sínar eigin flugur. Til opna þennan heim fyrir þá sem vilja læra að hnýta sínar eigin flugur ætlar Hilli í versluninni Veiðiflugur á Langholtsvegi að vera með hnýtingarnámskeið sem byrja núna í janúar í samstarfi við hinn snjalla veiðimann og hnýtara Óskar Pál Sveinsson. Byrjendanámskeið: Þar verður farið yfir öll helstu grunnatriðin í fluguhnýtingum. Byrjað verður á einföldum silungapúpum, síðan farið í straumflugur og svo endað á laxaflugum. Framhaldsnámskeið: Kennt verður að hnýta flóknari laxa og silungaflugur. Einnig verða hnýttar túpur, bæði sökkvandi túpur og gáratúbur. Námskeiðin fara fram í versluninni Veiðiflugur, Langholtsvegi 111 og verða öll tæki og tól á staðnum. Einn af þeim sem kemur til með að leiðbeina er Sigurberg Guðbrandsson leiðsögumaður og hnýtari með afbrigðum. Skráning á námskeiðin er hjá Veiðiflugum.
Stangveiði Mest lesið Svona færðu laxinn til að taka Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði