Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 68-73 Stefán Árni Pálsson í Ásgarði skrifar 8. janúar 2012 16:54 Snæfell bar sigur, 73-68, úr býtum gegn Stjörnunni í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins en hvorugt liðið náði sér almennilega á strik í leiknum. Snæfellingar voru skrefinu á undan í síðari hálfleiknum og það skilaði þeim áfram í 8-liða úrslitin. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var atkvæðamestur í liði Snæfells í leiknum með 23 stig. Keith Cothran gerði 19 stig í liði Stjörnunnar. Leikurinn hófst ágætlega og liðin voru greinilega bæði vel stemmd. Gestirnir í Snæfell voru einu skrefi á undan heimamönnum til að byrja með en þegar leið á fyrsta fjórðunginn komu Stjörnumenn til baka. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 23-17 fyrir heimamenn. Justin Shouse stjórnaði leik Stjörnumanna eins og herforingi og var að leika sérstaklega vel. Stjarnan hafði ekki enn komist á blað þegar fimm og hálf mínúta voru liðnar af öðrum leikhluta en þá skoraði Marvin Valdimarsson fyrstu körfu Stjörnunnar í fjórðungnum og staðan 25-26 fyrir Snæfell. Staðan í hálfleik var 33-30 fyrir gestina og eins og stigaskorið gefur til kynna var ekki verið að leika fallegan bolta. Stjarnan gerði aðeins sjö stig í öðrum leikhluta sem er hreint ótrúlegt. Snæfellingar fóru almennilega í gang um miðjan þriðja leikhluta þegar þeir voru komnir í 47-39. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var að leika vel fyrir gestina og skoraði nokkrar mikilvægar körfur. Staðan var 54-44 fyrir lokafjórðunginn en það var mesti munurinn á liðunum fram að því. Snæfellingar héldu áfram uppteknu hætti í fjórða leikhlutanum og þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 61-49 fyrir gestina. Þessi munur var hreinlega of mikill fyrir Stjörnumenn og Snæfellingar náðu að innbyrða sigur 73-68. Hólmarar eru því komnir áfram í 8-liða úrslit keppninnar.Ingi Þór: Vorum alltaf skrefinu á undan„Gæði körfuboltans voru ekki mikil í dag og í raun mikill haustbragur á liðunum," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í dag. „Mér fannst við skrefinu á undan alveg frá byrjun þó svo að Stjarnan hafi komist aðeins yfir í fyrsta leikhlutanum." „Það sem einkenndi leikinn í dag var mikil barátta beggja liða og það sást oft á mönnum í kvöld. Jón Ólafur Jónsson var nánast ekkert með í leiknum vegna villuvandræði en við náðum að leysa það vel". „Ég var ánægður með hvað menn stigu upp í síðari hálfleiknum. Ólafur Torfason var líklega að leika sinn besta leik fyrir okkur og Pálmi Sigurgeirsson var frábær í lokin". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan.Teitur: Þetta var bara einn af þessum dögum sem ekkert gekk upp„Þetta var líklega slakasti leikur okkar í vetur," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið í dag. „Þegar lið tekur 70 tveggja stiga skot og hittir aðeins úr 30% þeirra þá er enginn leið að vinna leikinn". „Menn voru bara ekki með á nótunum í dag, hvort sem það voru einföld sniðskot eða utan af velli. Þetta var farið að fara mikið í skapið á mönnum sem bitnaði á skotavali leikmanna". „Þetta var bara einn af þessum dögum hjá okkur og mjög svekkjandi að þessi dagur hafi komið í bikarnum". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Teit með því að ýta hér.Pálmi: Þetta var ljótur sigur en það spyr enginn af því„Þetta var bara ljótur leikur en við unnum hann og það er það sem skiptir máli," sagði Pálmi Sigurgeirsson, leikmaður Snæfells, eftir sigurinn í dag. „Við spiluðum góða vörn alveg frá byrjun en sóknarleikur beggja liða vera mjög slakur. Í byrjun leiks komumst við bara upp með að spila lélegan sóknarleik því við bætum það upp með góðum varnarleik". „Í síðari hálfleik spýttum við bara í lófana og þá átti Stjarnan ekki möguleika. Okkur finnst við vera með betra lið en Stjarnan . Staðan í deildinni segir ekki alla söguna". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Pálma með því að ýta hér. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Sjá meira
Snæfell bar sigur, 73-68, úr býtum gegn Stjörnunni í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins en hvorugt liðið náði sér almennilega á strik í leiknum. Snæfellingar voru skrefinu á undan í síðari hálfleiknum og það skilaði þeim áfram í 8-liða úrslitin. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var atkvæðamestur í liði Snæfells í leiknum með 23 stig. Keith Cothran gerði 19 stig í liði Stjörnunnar. Leikurinn hófst ágætlega og liðin voru greinilega bæði vel stemmd. Gestirnir í Snæfell voru einu skrefi á undan heimamönnum til að byrja með en þegar leið á fyrsta fjórðunginn komu Stjörnumenn til baka. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 23-17 fyrir heimamenn. Justin Shouse stjórnaði leik Stjörnumanna eins og herforingi og var að leika sérstaklega vel. Stjarnan hafði ekki enn komist á blað þegar fimm og hálf mínúta voru liðnar af öðrum leikhluta en þá skoraði Marvin Valdimarsson fyrstu körfu Stjörnunnar í fjórðungnum og staðan 25-26 fyrir Snæfell. Staðan í hálfleik var 33-30 fyrir gestina og eins og stigaskorið gefur til kynna var ekki verið að leika fallegan bolta. Stjarnan gerði aðeins sjö stig í öðrum leikhluta sem er hreint ótrúlegt. Snæfellingar fóru almennilega í gang um miðjan þriðja leikhluta þegar þeir voru komnir í 47-39. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var að leika vel fyrir gestina og skoraði nokkrar mikilvægar körfur. Staðan var 54-44 fyrir lokafjórðunginn en það var mesti munurinn á liðunum fram að því. Snæfellingar héldu áfram uppteknu hætti í fjórða leikhlutanum og þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 61-49 fyrir gestina. Þessi munur var hreinlega of mikill fyrir Stjörnumenn og Snæfellingar náðu að innbyrða sigur 73-68. Hólmarar eru því komnir áfram í 8-liða úrslit keppninnar.Ingi Þór: Vorum alltaf skrefinu á undan„Gæði körfuboltans voru ekki mikil í dag og í raun mikill haustbragur á liðunum," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í dag. „Mér fannst við skrefinu á undan alveg frá byrjun þó svo að Stjarnan hafi komist aðeins yfir í fyrsta leikhlutanum." „Það sem einkenndi leikinn í dag var mikil barátta beggja liða og það sást oft á mönnum í kvöld. Jón Ólafur Jónsson var nánast ekkert með í leiknum vegna villuvandræði en við náðum að leysa það vel". „Ég var ánægður með hvað menn stigu upp í síðari hálfleiknum. Ólafur Torfason var líklega að leika sinn besta leik fyrir okkur og Pálmi Sigurgeirsson var frábær í lokin". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan.Teitur: Þetta var bara einn af þessum dögum sem ekkert gekk upp„Þetta var líklega slakasti leikur okkar í vetur," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið í dag. „Þegar lið tekur 70 tveggja stiga skot og hittir aðeins úr 30% þeirra þá er enginn leið að vinna leikinn". „Menn voru bara ekki með á nótunum í dag, hvort sem það voru einföld sniðskot eða utan af velli. Þetta var farið að fara mikið í skapið á mönnum sem bitnaði á skotavali leikmanna". „Þetta var bara einn af þessum dögum hjá okkur og mjög svekkjandi að þessi dagur hafi komið í bikarnum". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Teit með því að ýta hér.Pálmi: Þetta var ljótur sigur en það spyr enginn af því„Þetta var bara ljótur leikur en við unnum hann og það er það sem skiptir máli," sagði Pálmi Sigurgeirsson, leikmaður Snæfells, eftir sigurinn í dag. „Við spiluðum góða vörn alveg frá byrjun en sóknarleikur beggja liða vera mjög slakur. Í byrjun leiks komumst við bara upp með að spila lélegan sóknarleik því við bætum það upp með góðum varnarleik". „Í síðari hálfleik spýttum við bara í lófana og þá átti Stjarnan ekki möguleika. Okkur finnst við vera með betra lið en Stjarnan . Staðan í deildinni segir ekki alla söguna". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Pálma með því að ýta hér.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Sjá meira