Sigurganga Hamarskvenna heldur áfram - þrettándi sigurinn í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2011 20:58 Slavica Dimovska átti flottan leik í kvöld. Kvennalið Hamars hélt áfram sigurgöngu sinni í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld með því að vinna öruggan 26 siga sigur í Njarðvík. Haukakonur tryggðu sér endalega sæti í A-deild þrátt fyrir tap í Stykkishólmi og KR vann fimm stiga sigur á Fjölni í Grafarvogi.Slavica Dimovska og Kristrún Sigurjónsdóttir voru báðar í miklu stuði í 93-67 sigri Hamars í Njarðvík. Slavica var með 30 stig og 7 stoðsendingar og Kristrún skoraði 25 stig. Þær hittu saman úr 21 af 31 skoti sínu þar af setti Slavica niður 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Jaleesa Butler var með 19 stig og 16 fráköst fyrir Hamar en atkvæðamest hjá Njarðvík var Shayla Fields með 26 stig. Hamar er búið að vinna alla þrettán deildarleiki sína og er nú með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar.KR er áfram í þriðja sætinu eftir fimm stiga sigur, 82-77, á botnliði Fjölnis í Grafarvogi. Fjölnir byrjaði betur, var 24-19 yfir eftir fyrsta leikhluta og með þriggja stiga forskot í hálfleik, 42-39. KR tók völdin í seinni hálfleik og tryggði sér sigurinn. Chazny Morris skoraði 25 stig fyrir KR, Margrét Kara Sturludóttir var með 19 stig og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir skoraði 13 stig. Inga Buzoka var neð 23 stig og 15 fráköst hjá Fjölni og Natasha Harris bætti við 20 stigum, 8 fráköstum og 8 stoðsendingum.Haukakonur tryggðu sér sæti í A-deildinni þrátt fyrir eins stigs tap á móti Snæfelli, 72-73, í Stykkishólmi. Snæfell hefði þurft að vinna með ellefu stiga mun til þess að eiga möguleika á því að taka fjórða sæti af Haukum. Monique Martin tryggði Snæfelli sigurinn á vítalínunni í lokin en hún var með 31 stig og 18 fráköst í leiknum. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 11 stig fyrir Snæfell og Björg Guðrún Einarsdóttir var með 10 stig. Breski bakvörðurinn Lauren Thomas-Johnsson spilaði sinn frysta leik með Haukum og var með 7 stig og 4 fráköst en Kathleen Patricia Snodgrass var stigahæst með 29 stig og Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði 12 stig og tók 12 fráköst.Snæfell -Haukar 73-72 (36-38)Stig Snæfells: Monique Martin 31 (18 frák.,3 varin) Berglind Gunnarsdóttir 11, Björg Guðrún Einarsdóttir 10, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 9, Hildur Björg Kjartansdóttir 6, Sara Mjöll Magnúsdóttir 3, Ellen Alfa Högnadóttir 3Stig Hauka: Kathleen Snodgrass 29, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12 (12 frák.), Gunnhildur Gunnarsdóttir 8, Íris Sverrisdóttir 7, Lauren Thomas-Johnsson 7, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3, María Lind Sigurðardóttir 3, Sara Pálmadóttir 2, Guðrún Ósk Ámundardóttir 1.Njarðvík -Hamar 67-93 (32-47)Stig Njarðvíkur: Shayla Fields 26, Dita Liepkalne 17, Árnína Lena Rúnarsdóttir 11, Ólöf Helga Pálsdóttir 7, Anna María Ævarsdóttir 2, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Erna Hákonardóttir 2.Stig Hamars: Slavica Dimovska 30, Kristrún Sigurjónsdóttir 25, Jaleesa Butler 19 (16 frák.), Íris Ásgeirsdóttir 7, Guðbjörg Sverrisdóttir 6, Fanney Lind Guðmundsdóttir 4, Regína Ösp Guðmundsdóttir 2.Fjölnir-KR 77-82 (42-39)Stig Fjölnis: Inga Buzoka 23 (15 frák.), Natasha Harris 20 (8 frák./8 stoðs./5 stolnir), Erla Sif Kristinsdóttir 14, Birna Eiríksdóttir 11, Bergþóra Holton Tómasdóttir 7, Eva María Emilsdóttir 2.Stig KR: Chazny Paige Morris 25/, Margrét Kara Sturludóttir 19, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13, Signý Hermannsdóttir 8, Hafrún Hálfdánardóttir 8, Helga Einarsdóttir 4, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 3, Hildur Sigurðardóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Sjá meira
Kvennalið Hamars hélt áfram sigurgöngu sinni í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld með því að vinna öruggan 26 siga sigur í Njarðvík. Haukakonur tryggðu sér endalega sæti í A-deild þrátt fyrir tap í Stykkishólmi og KR vann fimm stiga sigur á Fjölni í Grafarvogi.Slavica Dimovska og Kristrún Sigurjónsdóttir voru báðar í miklu stuði í 93-67 sigri Hamars í Njarðvík. Slavica var með 30 stig og 7 stoðsendingar og Kristrún skoraði 25 stig. Þær hittu saman úr 21 af 31 skoti sínu þar af setti Slavica niður 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Jaleesa Butler var með 19 stig og 16 fráköst fyrir Hamar en atkvæðamest hjá Njarðvík var Shayla Fields með 26 stig. Hamar er búið að vinna alla þrettán deildarleiki sína og er nú með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar.KR er áfram í þriðja sætinu eftir fimm stiga sigur, 82-77, á botnliði Fjölnis í Grafarvogi. Fjölnir byrjaði betur, var 24-19 yfir eftir fyrsta leikhluta og með þriggja stiga forskot í hálfleik, 42-39. KR tók völdin í seinni hálfleik og tryggði sér sigurinn. Chazny Morris skoraði 25 stig fyrir KR, Margrét Kara Sturludóttir var með 19 stig og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir skoraði 13 stig. Inga Buzoka var neð 23 stig og 15 fráköst hjá Fjölni og Natasha Harris bætti við 20 stigum, 8 fráköstum og 8 stoðsendingum.Haukakonur tryggðu sér sæti í A-deildinni þrátt fyrir eins stigs tap á móti Snæfelli, 72-73, í Stykkishólmi. Snæfell hefði þurft að vinna með ellefu stiga mun til þess að eiga möguleika á því að taka fjórða sæti af Haukum. Monique Martin tryggði Snæfelli sigurinn á vítalínunni í lokin en hún var með 31 stig og 18 fráköst í leiknum. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 11 stig fyrir Snæfell og Björg Guðrún Einarsdóttir var með 10 stig. Breski bakvörðurinn Lauren Thomas-Johnsson spilaði sinn frysta leik með Haukum og var með 7 stig og 4 fráköst en Kathleen Patricia Snodgrass var stigahæst með 29 stig og Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði 12 stig og tók 12 fráköst.Snæfell -Haukar 73-72 (36-38)Stig Snæfells: Monique Martin 31 (18 frák.,3 varin) Berglind Gunnarsdóttir 11, Björg Guðrún Einarsdóttir 10, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 9, Hildur Björg Kjartansdóttir 6, Sara Mjöll Magnúsdóttir 3, Ellen Alfa Högnadóttir 3Stig Hauka: Kathleen Snodgrass 29, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12 (12 frák.), Gunnhildur Gunnarsdóttir 8, Íris Sverrisdóttir 7, Lauren Thomas-Johnsson 7, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3, María Lind Sigurðardóttir 3, Sara Pálmadóttir 2, Guðrún Ósk Ámundardóttir 1.Njarðvík -Hamar 67-93 (32-47)Stig Njarðvíkur: Shayla Fields 26, Dita Liepkalne 17, Árnína Lena Rúnarsdóttir 11, Ólöf Helga Pálsdóttir 7, Anna María Ævarsdóttir 2, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Erna Hákonardóttir 2.Stig Hamars: Slavica Dimovska 30, Kristrún Sigurjónsdóttir 25, Jaleesa Butler 19 (16 frák.), Íris Ásgeirsdóttir 7, Guðbjörg Sverrisdóttir 6, Fanney Lind Guðmundsdóttir 4, Regína Ösp Guðmundsdóttir 2.Fjölnir-KR 77-82 (42-39)Stig Fjölnis: Inga Buzoka 23 (15 frák.), Natasha Harris 20 (8 frák./8 stoðs./5 stolnir), Erla Sif Kristinsdóttir 14, Birna Eiríksdóttir 11, Bergþóra Holton Tómasdóttir 7, Eva María Emilsdóttir 2.Stig KR: Chazny Paige Morris 25/, Margrét Kara Sturludóttir 19, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13, Signý Hermannsdóttir 8, Hafrún Hálfdánardóttir 8, Helga Einarsdóttir 4, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 3, Hildur Sigurðardóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Sjá meira