Umfjöllun: Sæt hefnd hjá Hamri Stefán Árni Pálsson skrifar 9. febrúar 2011 21:58 Mynd/Daníel Hamar vann virkilega góðan sigur ,54-65, gegn KR í 15.umferð Iceland-Express deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í DHL-höllinni í vesturbænum. Mikið var um tæknimistök í leiknum og liðin áttu erfitt með að finna taktinn. Hamarsstúlkur voru samt sem áður ávallt skrefinu á undan og unnu að lokum sanngjarnan sigur. Jaleesa Butler, leikmaður Hamars var atkvæðamest í leiknum en hún skoraði 29 stig og tók 15 fráköst. Það mátti búast við hörkuleik í DHL-höllinni í kvöld þegar tvö af bestu liðum landsins mættust í Iceland-Express deild kvenna. KR var fyrir leikinn í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig en gestirnir í Hamar sátu einar á toppnum með 28 stig og voru ósigraðar í Iceland-Express deildinni í vetur. KR vann aftur á móti Hamar síðastliðin laugardag í undanúrslitum Powerade-bikarsins. Hamar hafði því harm að hefna frá tapinu gegn KR og voru án efa tilbúnar í slaginn. Chazny Paige Morris, leikmaður KR, var ekki í leikmannahóp liðsins í kvöld vegna meiðsla og spurning hvernig heimastúlkur ætluðu að fylla hennar skarð. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks en staðan var 6-6 þegar fimm mínútur voru liðnar af fyrsta leikhluta. Gestirnir frá Hveragerði byrjuðu þá að spila góðan varnarleik og náðu fljótlega fínu forskoti. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 11-18 fyrir Hamar. Það var greinilega að Hamarsstelpur höfðu farið vel yfir leik sinn frá því um helgina. Heimastúlkur sóttu töluvert í sig veðrið í byrjun annars leikhluta og náðu að minnka muninn þegar leið á fjórðunginn. Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var að spila vel og dró vagninn fyrir KR. Undir lokin af fjórðungnum settu Hamarsstelpur í gírinn og náðu að slíta sig aðeins frá KR en staðan var 19-25 í hálfleik. Eins og tölurnar gefa til kynna þá var ekki um fallegan körfubolta að ræða í fyrri hálfleik og mikið um tæknimistök hjá báðum liðum. KR-ingar hófu þriðja leikhlutann af krafti og virtust vera búnar að stilla miðið. Munurinn á liðunum var aðeins tvö stig þegar fjórðungurinn var hálfnaður og leikurinn galopinn. En rétt eins og í fyrri hálfleik þá gáfu Hamarsstúlkur í þegar KR-ingar fóru að nálgast þær of mikið. Jaleesa Butler, leikmaður Hamars, reyndist erfið fyrir KR-stelpur og þær réðu í raun ekkert við hana. Þegar þremur leikhlutum var lokið var munurinn á liðunum orðin tíu stig og sigur Hamarsstúlkna var í uppsiglingu. Í lokaleikhlutanum gerðu gestirnir útum leikinn. Fanney Lind Guðmundsdóttir , leikmaður Hamars, kom virkilega sterk inn og setti niður mikilvægar þriggja stiga körfur. Munurinn á liðinum var mestur 14 stig þegar um þrjár mínútur voru eftir. Jaleesa Butler fór hreinlega á kostum í leiknum og var lykillinn af sigri Hamars. Leiknum lauk því með öruggum sigri Hamars 54-65. Það var allt annað að sjá til Hamarsliðsins frá því í bikarnum um helgina og greinilegt að þær ætla sér stóra hluti í vetur. KR-Hamar 54-65 (11-18, 8-7, 16-20, 19-20)KR: Margrét Kara Sturludóttir 14/12 fráköst/ 4 stoðsendingar, Signý Hermannsdóttir 11/5 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 13/8 fráköst /3 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/7 fráköst /3 stoðsendingar, Helga Einarsdóttir 4/9 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 2, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 1. Hamar : Jaleesa Butler 29 /15 fráköst /5 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmundsdóttir 16/3 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 10, Slavica Dimovska 4/4 fráköst/ 6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 3/5 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 3. Dominos-deild kvenna Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
Hamar vann virkilega góðan sigur ,54-65, gegn KR í 15.umferð Iceland-Express deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í DHL-höllinni í vesturbænum. Mikið var um tæknimistök í leiknum og liðin áttu erfitt með að finna taktinn. Hamarsstúlkur voru samt sem áður ávallt skrefinu á undan og unnu að lokum sanngjarnan sigur. Jaleesa Butler, leikmaður Hamars var atkvæðamest í leiknum en hún skoraði 29 stig og tók 15 fráköst. Það mátti búast við hörkuleik í DHL-höllinni í kvöld þegar tvö af bestu liðum landsins mættust í Iceland-Express deild kvenna. KR var fyrir leikinn í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig en gestirnir í Hamar sátu einar á toppnum með 28 stig og voru ósigraðar í Iceland-Express deildinni í vetur. KR vann aftur á móti Hamar síðastliðin laugardag í undanúrslitum Powerade-bikarsins. Hamar hafði því harm að hefna frá tapinu gegn KR og voru án efa tilbúnar í slaginn. Chazny Paige Morris, leikmaður KR, var ekki í leikmannahóp liðsins í kvöld vegna meiðsla og spurning hvernig heimastúlkur ætluðu að fylla hennar skarð. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks en staðan var 6-6 þegar fimm mínútur voru liðnar af fyrsta leikhluta. Gestirnir frá Hveragerði byrjuðu þá að spila góðan varnarleik og náðu fljótlega fínu forskoti. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 11-18 fyrir Hamar. Það var greinilega að Hamarsstelpur höfðu farið vel yfir leik sinn frá því um helgina. Heimastúlkur sóttu töluvert í sig veðrið í byrjun annars leikhluta og náðu að minnka muninn þegar leið á fjórðunginn. Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var að spila vel og dró vagninn fyrir KR. Undir lokin af fjórðungnum settu Hamarsstelpur í gírinn og náðu að slíta sig aðeins frá KR en staðan var 19-25 í hálfleik. Eins og tölurnar gefa til kynna þá var ekki um fallegan körfubolta að ræða í fyrri hálfleik og mikið um tæknimistök hjá báðum liðum. KR-ingar hófu þriðja leikhlutann af krafti og virtust vera búnar að stilla miðið. Munurinn á liðunum var aðeins tvö stig þegar fjórðungurinn var hálfnaður og leikurinn galopinn. En rétt eins og í fyrri hálfleik þá gáfu Hamarsstúlkur í þegar KR-ingar fóru að nálgast þær of mikið. Jaleesa Butler, leikmaður Hamars, reyndist erfið fyrir KR-stelpur og þær réðu í raun ekkert við hana. Þegar þremur leikhlutum var lokið var munurinn á liðunum orðin tíu stig og sigur Hamarsstúlkna var í uppsiglingu. Í lokaleikhlutanum gerðu gestirnir útum leikinn. Fanney Lind Guðmundsdóttir , leikmaður Hamars, kom virkilega sterk inn og setti niður mikilvægar þriggja stiga körfur. Munurinn á liðinum var mestur 14 stig þegar um þrjár mínútur voru eftir. Jaleesa Butler fór hreinlega á kostum í leiknum og var lykillinn af sigri Hamars. Leiknum lauk því með öruggum sigri Hamars 54-65. Það var allt annað að sjá til Hamarsliðsins frá því í bikarnum um helgina og greinilegt að þær ætla sér stóra hluti í vetur. KR-Hamar 54-65 (11-18, 8-7, 16-20, 19-20)KR: Margrét Kara Sturludóttir 14/12 fráköst/ 4 stoðsendingar, Signý Hermannsdóttir 11/5 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 13/8 fráköst /3 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/7 fráköst /3 stoðsendingar, Helga Einarsdóttir 4/9 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 2, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 1. Hamar : Jaleesa Butler 29 /15 fráköst /5 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmundsdóttir 16/3 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 10, Slavica Dimovska 4/4 fráköst/ 6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 3/5 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 3.
Dominos-deild kvenna Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira