Súperman Sigurður Árni Þórðarson skrifar 10. nóvember 2011 11:00 Sonur minn fimm ára laumaði sér eina nóttina upp í rúm foreldranna. Við vöknuðum svo um morguninn við að drengurinn tautaði: „Ég vildi að pabbi væri ofurhetja.“ Mamma hans, sem er jafnan snögg til, svaraði að bragði: „Hann er ofurhetja.“ Þá hló drengurinn og foreldrar hans með honum. Hann skildi þessa kúrsleiðréttingu og meiningu móðurinnar og svaraði glaður: „Það er alveg rétt, mamma mín.“ Svo ræddum við um hvað mamma og pabbi gera börnum sínum til gagns. Þar með var fyrirbærið ofurhetja sett í samhengi við fólk og líf og drengurinn lærir hvað er hvað og til hvers. Súperman, Batman, Spiderman – af hverju? Þegar á bjátar í samfélögum fólks þrá menn lausn – af hvaða tagi sem hún er. Í kreppum síðustu áratuga hafa sprottið fram flokkar ofurhetja í tímaritum og kvikmyndum. Það er samhengi milli kreppu og viðbragða, stríða og andlegrar leitar. Ofurhetjurnar tjá óskir fólks um, að vandi þeirra og þjóða verði leystur. Þegar stjórnmálin klúðrast, fjármálakúnstir takast illa og tæknilausnir reynast tál þarfnast fólk samt lausn sinna mála. Því heilla ofurhetjurnar. Draumaverksmiðjurnar í Ameríku hafa framleitt ofurhetjumyndir í stórum stíl síðasta áratuginn. Spenna í menningu, stjórnmálum, efnahagsmálum, óreiða í samskiptum þjóða og óljós framtíð reynir ekki aðeins á yfirborð og samskipti heldur gruggar upp menningu og tilfinningar fólks. Fólk á öllum öldum og öllum aldri hefur leitað að viðmiðum. Íkonar og helgimyndir eru fyrirmyndir lífsins. Íþróttahetjurnar gegna veigamiklu uppeldishlutverki. Því skiptir máli, að þær verði hvorki apar né trúaðar í einkalífinu. Svo eru ofurhetjurnar. Hvað þýðir Ben Ten, Harry Potter og allt þetta skrautlega hetjugallerí? Við foreldrar erum þrábeðin eða jafnvel grátbeðin um búninga, Batman-skykkjur, Ninjuföt, Súperman-merki, Spiderman-grímur og svo ætti að vera markaður fyrir Mjölni eftir velheppnaða kvikmynd um Þór. Ofurhetjurnar eru skemmtilegar, en leysa ekki lífsgátuna. Á okkur foreldrum hvílir skylda að skoða hvort efnið henti börnunum, hvort ofbeldið sé óttavekjandi og úr takti við þroska eða skilningsmöguleika barnanna. Já, hlutverk okkar er að skýra mun á réttu og röngu, segja ævintýri, vera öflugar fyrirmyndir, skilja stöðu íþróttahetjunnar, ofurmennisins og hins guðlega til að gefa súpervirkum barnaheilum viðfangsefni við að flokka og læra af. Ein mikilvægasta lífskúnstin er að læra vel hlutverk lífsins og skilja þau. Og smættum hvorki né oftúlkum þau hlutverkin. Að geta börn er gleðimál – að ala upp börn er ævintýri lífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun
Sonur minn fimm ára laumaði sér eina nóttina upp í rúm foreldranna. Við vöknuðum svo um morguninn við að drengurinn tautaði: „Ég vildi að pabbi væri ofurhetja.“ Mamma hans, sem er jafnan snögg til, svaraði að bragði: „Hann er ofurhetja.“ Þá hló drengurinn og foreldrar hans með honum. Hann skildi þessa kúrsleiðréttingu og meiningu móðurinnar og svaraði glaður: „Það er alveg rétt, mamma mín.“ Svo ræddum við um hvað mamma og pabbi gera börnum sínum til gagns. Þar með var fyrirbærið ofurhetja sett í samhengi við fólk og líf og drengurinn lærir hvað er hvað og til hvers. Súperman, Batman, Spiderman – af hverju? Þegar á bjátar í samfélögum fólks þrá menn lausn – af hvaða tagi sem hún er. Í kreppum síðustu áratuga hafa sprottið fram flokkar ofurhetja í tímaritum og kvikmyndum. Það er samhengi milli kreppu og viðbragða, stríða og andlegrar leitar. Ofurhetjurnar tjá óskir fólks um, að vandi þeirra og þjóða verði leystur. Þegar stjórnmálin klúðrast, fjármálakúnstir takast illa og tæknilausnir reynast tál þarfnast fólk samt lausn sinna mála. Því heilla ofurhetjurnar. Draumaverksmiðjurnar í Ameríku hafa framleitt ofurhetjumyndir í stórum stíl síðasta áratuginn. Spenna í menningu, stjórnmálum, efnahagsmálum, óreiða í samskiptum þjóða og óljós framtíð reynir ekki aðeins á yfirborð og samskipti heldur gruggar upp menningu og tilfinningar fólks. Fólk á öllum öldum og öllum aldri hefur leitað að viðmiðum. Íkonar og helgimyndir eru fyrirmyndir lífsins. Íþróttahetjurnar gegna veigamiklu uppeldishlutverki. Því skiptir máli, að þær verði hvorki apar né trúaðar í einkalífinu. Svo eru ofurhetjurnar. Hvað þýðir Ben Ten, Harry Potter og allt þetta skrautlega hetjugallerí? Við foreldrar erum þrábeðin eða jafnvel grátbeðin um búninga, Batman-skykkjur, Ninjuföt, Súperman-merki, Spiderman-grímur og svo ætti að vera markaður fyrir Mjölni eftir velheppnaða kvikmynd um Þór. Ofurhetjurnar eru skemmtilegar, en leysa ekki lífsgátuna. Á okkur foreldrum hvílir skylda að skoða hvort efnið henti börnunum, hvort ofbeldið sé óttavekjandi og úr takti við þroska eða skilningsmöguleika barnanna. Já, hlutverk okkar er að skýra mun á réttu og röngu, segja ævintýri, vera öflugar fyrirmyndir, skilja stöðu íþróttahetjunnar, ofurmennisins og hins guðlega til að gefa súpervirkum barnaheilum viðfangsefni við að flokka og læra af. Ein mikilvægasta lífskúnstin er að læra vel hlutverk lífsins og skilja þau. Og smættum hvorki né oftúlkum þau hlutverkin. Að geta börn er gleðimál – að ala upp börn er ævintýri lífsins.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun