Sigur íslamskra umbótasinna í höfn 29. október 2011 01:00 Rached Ghannouchi og Intissar Kherigi Leiðtogi og einn stofnenda Endurreisnarflokksins ásamt dóttur sinni, sem er mannréttindalögfræðingur og hefur starfað bæði hjá Sameinuðu þjóðunum og Evrópuþinginu.nordicphotos/AFP Sigurvegarar þingkosninganna í Túnis um síðustu helgi voru félagar í Endurreisnarflokknum, Ennahda, sem er sagður vera hófsamur flokkur íslamista. Þegar talningu atkvæða var lokið á fimmtudaginn reyndist flokkurinn hafa fengið 41,47 prósent atkvæða og 90 sæti á 217 manna stjórnlagaþingi, sem fær það tvískipta hlutverk að semja nýja stjórnarskrá og skipa bráðabirgðastjórn sem fer með völd í landinu þangað til hin nýja stjórnskipan tekur gildi. Endurreisnarflokkurinn var stofnaður í núverandi mynd árið 1989, sama ár og Berlínarmúrinn hrundi, en starfsemi hans var bönnuð strax þetta sama ár. Leiðtogi hans, Rashid Ghannouchi, sem hafði áður setið árum saman í fangelsi fyrir stjórnarandstöðu sína, flúði land og sneri ekki aftur fyrr en í janúar síðastliðnum, þegar stjórnarbylting var orðin að veruleika. Hann vill leggja íslömsk gildi til grundvallar samfélaginu en er þó enginn bókstafstrúarmaður heldur umbótasinni. Hann hefur samkvæmt því meðal annars barist fyrir réttindum verkafólks og kvenréttindum. Nærri þrjátíu aðrir flokkar og óháð framboð náðu kjöri, en þrír þeir stærstu, fyrir utan Endurreisnarflokkinn, eru samkvæmt stefnuskrá sinni allir veraldlegir flokkar. Flokkur stuðningsmanna og fyrrverandi samstarfsmanna Zine el Abidine Ben Ali forseta, sem hrökklaðist frá völdum í byltingunni í janúar, náði 19 mönnum á þing en þeir hafa ekki þegið þingsæti til að mótmæla úrskurði kjörnefndar, sem á fimmtudag lýsti því yfir að kosning nokkurra frambjóðenda flokksins væri ógild. Í gær brutust svo út óeirðir víða í landinu þar sem stuðningsmenn flokksins mótmæltu þessum úrskurði. Eftir stendur að Endurreisnarflokkurinn þarf að fá til liðs við sig að minnsta kosti 19 þingmenn til að mynda starfhæfa meirihlutastjórn og hefur þá úr þremur veraldlegum flokkum að velja. Innlendir jafnt sem erlendir eftirlitsmenn segja framkvæmd þessara fyrstu frjálsu kosninga í landinu hafa verið til fyrirmyndar. Óðum styttist í næstu kosningar arabíska vorsins svonefnda, því í næsta mánuði ganga Egyptar að kjörborði og velja sér nýtt þing. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Sigurvegarar þingkosninganna í Túnis um síðustu helgi voru félagar í Endurreisnarflokknum, Ennahda, sem er sagður vera hófsamur flokkur íslamista. Þegar talningu atkvæða var lokið á fimmtudaginn reyndist flokkurinn hafa fengið 41,47 prósent atkvæða og 90 sæti á 217 manna stjórnlagaþingi, sem fær það tvískipta hlutverk að semja nýja stjórnarskrá og skipa bráðabirgðastjórn sem fer með völd í landinu þangað til hin nýja stjórnskipan tekur gildi. Endurreisnarflokkurinn var stofnaður í núverandi mynd árið 1989, sama ár og Berlínarmúrinn hrundi, en starfsemi hans var bönnuð strax þetta sama ár. Leiðtogi hans, Rashid Ghannouchi, sem hafði áður setið árum saman í fangelsi fyrir stjórnarandstöðu sína, flúði land og sneri ekki aftur fyrr en í janúar síðastliðnum, þegar stjórnarbylting var orðin að veruleika. Hann vill leggja íslömsk gildi til grundvallar samfélaginu en er þó enginn bókstafstrúarmaður heldur umbótasinni. Hann hefur samkvæmt því meðal annars barist fyrir réttindum verkafólks og kvenréttindum. Nærri þrjátíu aðrir flokkar og óháð framboð náðu kjöri, en þrír þeir stærstu, fyrir utan Endurreisnarflokkinn, eru samkvæmt stefnuskrá sinni allir veraldlegir flokkar. Flokkur stuðningsmanna og fyrrverandi samstarfsmanna Zine el Abidine Ben Ali forseta, sem hrökklaðist frá völdum í byltingunni í janúar, náði 19 mönnum á þing en þeir hafa ekki þegið þingsæti til að mótmæla úrskurði kjörnefndar, sem á fimmtudag lýsti því yfir að kosning nokkurra frambjóðenda flokksins væri ógild. Í gær brutust svo út óeirðir víða í landinu þar sem stuðningsmenn flokksins mótmæltu þessum úrskurði. Eftir stendur að Endurreisnarflokkurinn þarf að fá til liðs við sig að minnsta kosti 19 þingmenn til að mynda starfhæfa meirihlutastjórn og hefur þá úr þremur veraldlegum flokkum að velja. Innlendir jafnt sem erlendir eftirlitsmenn segja framkvæmd þessara fyrstu frjálsu kosninga í landinu hafa verið til fyrirmyndar. Óðum styttist í næstu kosningar arabíska vorsins svonefnda, því í næsta mánuði ganga Egyptar að kjörborði og velja sér nýtt þing. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira