Bein tenging krónu og evru verði skoðuð 27. október 2011 05:00 forsetinn Gylfi Arnbjörnsson sagði líkur á að kaupmáttarforsendur kjarasamninga myndu standa, en reyna myndi á gengis- og verðlagsforsendur. Endurskoðun kjarasamninga fer fram í janúar.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stefnu í peninga- og verðlagsmálum vera lykilatriði í uppbyggingu atvinnulífs og endurheimt fyrri lífskjara. Hann vill skoða hvort fara eigi í milliliðalausar viðræður við forystumenn helstu ríkja Evrópu um styrkingu gjaldmiðilsins, jafnvel að tengja krónuna beint við evru. Skoða þarf hvort stuðningur fæst frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og norrænu ríkjunum við slíka tengingu. „Þannig gæti almenningur og fyrirtæki fyrr notið þeirra vaxtalækkana og stöðugleika sem við þurfum á að halda,“ segir Gylfi. Gylfi hélt ræðu á formannafundi ASÍ í gær. Þar sagði hann ýmislegt hafa áunnist eftir hrun. Tekist hefði að verja kaupmátt þeirra tekjulægstu og með kjarasamningum í vor hefði uppbygging kaupmáttar almennra launamanna hafist. Mikilvægar réttarbætur hefðu náðst fyrir fólk í miklum greiðsluerfiðleikum og tekist hefði að verja viðkvæmustu hluta heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfisins, þótt óhjákvæmilegur niðurskurður hefði komið við alla landsmenn. Þá hefði, öfugt við þróun í öðrum löndum, tekist að lengja réttinn til atvinnuleysisbóta tímabundið í fjögur ár. „Það sem ekki hefur tekist á þessari vegferð er að koma gangverki atvinnulífsins í gang, að skapa störf og auka tekjur okkar félagsmanna.“ Gylfi sagði allar líkur á því að kaupmáttarákvæði kjarasamninga næðust, en reyna myndi á gengis- og verðlagsforsendur. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hélt erindi á fundinum. Hún sagði fjölmargt hafa áunnist frá hruni og þar bæri hæst viðsnúning á ríkisfjármálum. Árið 2008 hefði verið 222 milljarða króna halli á ríkissjóði en á næsta ári yrði 40 milljarða króna afgangur. Þetta væri viðsnúningur upp á 260 milljarða sem hefði að mestu, eða 54 prósentum, náðst með samdrætti í útgjöldum. Forsætisráðherra sagði risavaxin verkefni blasa við. Stærsta umbótaverkefnið fram undan væri umsókn að Evrópusambandinu. Þá væri mikilvægt að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og tryggja það að þjóðin nyti arðs af auðlindum sínum. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stefnu í peninga- og verðlagsmálum vera lykilatriði í uppbyggingu atvinnulífs og endurheimt fyrri lífskjara. Hann vill skoða hvort fara eigi í milliliðalausar viðræður við forystumenn helstu ríkja Evrópu um styrkingu gjaldmiðilsins, jafnvel að tengja krónuna beint við evru. Skoða þarf hvort stuðningur fæst frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og norrænu ríkjunum við slíka tengingu. „Þannig gæti almenningur og fyrirtæki fyrr notið þeirra vaxtalækkana og stöðugleika sem við þurfum á að halda,“ segir Gylfi. Gylfi hélt ræðu á formannafundi ASÍ í gær. Þar sagði hann ýmislegt hafa áunnist eftir hrun. Tekist hefði að verja kaupmátt þeirra tekjulægstu og með kjarasamningum í vor hefði uppbygging kaupmáttar almennra launamanna hafist. Mikilvægar réttarbætur hefðu náðst fyrir fólk í miklum greiðsluerfiðleikum og tekist hefði að verja viðkvæmustu hluta heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfisins, þótt óhjákvæmilegur niðurskurður hefði komið við alla landsmenn. Þá hefði, öfugt við þróun í öðrum löndum, tekist að lengja réttinn til atvinnuleysisbóta tímabundið í fjögur ár. „Það sem ekki hefur tekist á þessari vegferð er að koma gangverki atvinnulífsins í gang, að skapa störf og auka tekjur okkar félagsmanna.“ Gylfi sagði allar líkur á því að kaupmáttarákvæði kjarasamninga næðust, en reyna myndi á gengis- og verðlagsforsendur. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hélt erindi á fundinum. Hún sagði fjölmargt hafa áunnist frá hruni og þar bæri hæst viðsnúning á ríkisfjármálum. Árið 2008 hefði verið 222 milljarða króna halli á ríkissjóði en á næsta ári yrði 40 milljarða króna afgangur. Þetta væri viðsnúningur upp á 260 milljarða sem hefði að mestu, eða 54 prósentum, náðst með samdrætti í útgjöldum. Forsætisráðherra sagði risavaxin verkefni blasa við. Stærsta umbótaverkefnið fram undan væri umsókn að Evrópusambandinu. Þá væri mikilvægt að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og tryggja það að þjóðin nyti arðs af auðlindum sínum. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira