Dvínandi vonir um að fólk finnist á lífi 25. október 2011 00:00 Leitað í rústunum Ættingjar fylgdust með leitinni milli vonar og ótta.nordicphotos/AFP Sex manns var bjargað úr rústum húsa á jarðskjálftasvæðinu í austanverðu Tyrklandi í gær. Fjórum var bjargað úr rústum sama húss eftir að einn þeirra náði að hringja eftir hjálp úr farsíma sínum og greina frá því hvar hann var. Tveir til viðbótar fundust eftir að hafa verið grafnir undir braki í 27 klukkustundir. Vitað var um nærri 300 látna í gær en óttast var að jarðskjálftinn á sunnudag, sem mældist 7,2 stig að styrkleika, hefði kostað allt að þúsund manns lífið. 1.300 hið minnsta eru slasaðir eftir skjálftann. Fólk reyndi að bera kennsl á ástvini sína, en líkum var raðað upp til að það væri mögulegt. Verst varð borgin Ercis úti, en þar búa 75 þúsund manns. Um það bil 80 fjölbýlishús hrundu þar til grunna. Þar er bæði rafmagnslaust og vatnslaust en leitað var að fólki í rústum fram á nótt með hjálp rafknúinna flóðljósa. Jarðskjálftinn reið yfir í austanverðu landinu, skammt frá landamærum Írans, en á þessum slóðum eru jarðskjálftar algengir. Meira en 200 eftirskjálftar hafa orðið á þessum slóðum, sá stærsti um sex stig. Björgunarsveitir hafa sett upp tjöld og neyðarskýli handa þeim þúsundum manna sem misst hafa heimili sín eða telja ekki óhætt að snúa heim aftur alveg strax. Þúsundir eyddu einnig annarri nóttinni í röð undir berum himni í köldu veðri. Meira en tvö þúsund manns sinntu leitarstörfum í borginni og höfðu leitarhunda sér til aðstoðar. Í borginni Van hrundu einnig margar byggingar. Forsætisráðherrann Recep Tayyip Erdogan skoðaði sig um í borginni í gær og sagði að nánast öll hús sem byggð hafi verið úr leir hefðu hrunið eða skemmst. Rúmlega tuttugu rústabjörgunarsveitir buðu fram aðstoð sína strax á sunnudag, þar á meðal íslenska sveitin. Þá höfðu leiðtogar margra ríkja boðið fram aðstoð, en forsætisráðherra Tyrklands afþakkaði aðstoð og sagði Tyrki ráða við björgunarstörfin enn sem komið væri. Líkurnar á því að fleiri finnist á lífi í rústunum eru litlar, meðal annars vegna kuldans. gudsteinn@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Sex manns var bjargað úr rústum húsa á jarðskjálftasvæðinu í austanverðu Tyrklandi í gær. Fjórum var bjargað úr rústum sama húss eftir að einn þeirra náði að hringja eftir hjálp úr farsíma sínum og greina frá því hvar hann var. Tveir til viðbótar fundust eftir að hafa verið grafnir undir braki í 27 klukkustundir. Vitað var um nærri 300 látna í gær en óttast var að jarðskjálftinn á sunnudag, sem mældist 7,2 stig að styrkleika, hefði kostað allt að þúsund manns lífið. 1.300 hið minnsta eru slasaðir eftir skjálftann. Fólk reyndi að bera kennsl á ástvini sína, en líkum var raðað upp til að það væri mögulegt. Verst varð borgin Ercis úti, en þar búa 75 þúsund manns. Um það bil 80 fjölbýlishús hrundu þar til grunna. Þar er bæði rafmagnslaust og vatnslaust en leitað var að fólki í rústum fram á nótt með hjálp rafknúinna flóðljósa. Jarðskjálftinn reið yfir í austanverðu landinu, skammt frá landamærum Írans, en á þessum slóðum eru jarðskjálftar algengir. Meira en 200 eftirskjálftar hafa orðið á þessum slóðum, sá stærsti um sex stig. Björgunarsveitir hafa sett upp tjöld og neyðarskýli handa þeim þúsundum manna sem misst hafa heimili sín eða telja ekki óhætt að snúa heim aftur alveg strax. Þúsundir eyddu einnig annarri nóttinni í röð undir berum himni í köldu veðri. Meira en tvö þúsund manns sinntu leitarstörfum í borginni og höfðu leitarhunda sér til aðstoðar. Í borginni Van hrundu einnig margar byggingar. Forsætisráðherrann Recep Tayyip Erdogan skoðaði sig um í borginni í gær og sagði að nánast öll hús sem byggð hafi verið úr leir hefðu hrunið eða skemmst. Rúmlega tuttugu rústabjörgunarsveitir buðu fram aðstoð sína strax á sunnudag, þar á meðal íslenska sveitin. Þá höfðu leiðtogar margra ríkja boðið fram aðstoð, en forsætisráðherra Tyrklands afþakkaði aðstoð og sagði Tyrki ráða við björgunarstörfin enn sem komið væri. Líkurnar á því að fleiri finnist á lífi í rústunum eru litlar, meðal annars vegna kuldans. gudsteinn@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira