Dóra María: Það hefði verið leiðinlegt að klúðra þessu færi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2011 06:00 Dóra María Lárusdóttir. Mynd/Daníel Íslenska kvennalandsliðið þurfti að hafa fyrir sigri í Ungverjalandi á laugardaginn í undankeppni EM 2013 en sigurmark Dóru Maríu Lárusdóttur sá til þess að stelpurnar okkar eru enn á réttri leið í baráttu sinni fyrir að koma inn á sitt annað Evrópumót í röð. Ísland vann leikinn 1-0 og hefur þar með náð í 10 stig af 12 mögulegum í riðlinum. „Við setjum svolítið pressuna á okkur sjálfar að ætla að skora snemma og vorum því orðnar örvæntingarfullar of snemma. Það voru samt alveg tuttugu mínútur eftir þegar við skoruðum en það var léttir að fá þetta mark. Við viljum halda okkur á toppnum í riðlinum og því skipti þetta sigurmark okkur miklu máli,“ sagði Dóra María Lárusdóttir, en hún kom inn á í hálfleik og skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu. Þá voru íslensku stelpurnar búnar að bíða eftir marki í 216 mínútur, allt frá því að þær skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik í sigri á Noregi. „Ég held að það sé enginn sáttur við að byrja á bekknum en ég er þakklát fyrir þær mínútur sem ég fékk. Það er alltaf skemmtilegt að skora og ég held að ég sé bara sátt með minn leik,“ segir Dóra en hvaða skilaboð fékk hún frá landsliðsþjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni? „Siggi sendi mig inn á til að breyta leiknum held ég,“ sagði Dóra María í léttum tón en hvernig var markið? „Þetta var skalli sem markmaðurinn nær ekki að halda og missir hann aðeins frá sér. Ég er fyrst á staðinn og rétt næ að pota honum yfir línuna,“ sagði Dóra María, sem viðurkennir að leikmenn hafi verið farnir að hafa áhyggjur þegar langt var liðið og markið var ekki komið. „Þetta verður pínu stress hjá okkur. Við fengum allar dauðafæri í Belgíuleiknum og fundum kannski fyrir pressu á að klára færin okkar. Það hefði verið leiðinlegt að klúðra þessu færi,“ sagði Dóra María, en hún fylgdi þá eftir skalla Margrét Láru Viðarsdóttur. „Við fengum eitt til tvö fín færi en við náðum samt ekki að skapa okkur nógu mikið í þessum leik. Það er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða. Þetta var ekkert alslæmt hjá okkur en við höfum oft spilað betur og þetta var ekki okkar besti leikur. Ég er nokkuð viss um það að við þurfum betri leik á móti Norður-Írunum því ég held að þær séu með sterkara lið,“ segir Dóra María, en Ísland mætir Norður-Írlandi í Belfast á miðvikudaginn. Íslenski boltinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið þurfti að hafa fyrir sigri í Ungverjalandi á laugardaginn í undankeppni EM 2013 en sigurmark Dóru Maríu Lárusdóttur sá til þess að stelpurnar okkar eru enn á réttri leið í baráttu sinni fyrir að koma inn á sitt annað Evrópumót í röð. Ísland vann leikinn 1-0 og hefur þar með náð í 10 stig af 12 mögulegum í riðlinum. „Við setjum svolítið pressuna á okkur sjálfar að ætla að skora snemma og vorum því orðnar örvæntingarfullar of snemma. Það voru samt alveg tuttugu mínútur eftir þegar við skoruðum en það var léttir að fá þetta mark. Við viljum halda okkur á toppnum í riðlinum og því skipti þetta sigurmark okkur miklu máli,“ sagði Dóra María Lárusdóttir, en hún kom inn á í hálfleik og skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu. Þá voru íslensku stelpurnar búnar að bíða eftir marki í 216 mínútur, allt frá því að þær skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik í sigri á Noregi. „Ég held að það sé enginn sáttur við að byrja á bekknum en ég er þakklát fyrir þær mínútur sem ég fékk. Það er alltaf skemmtilegt að skora og ég held að ég sé bara sátt með minn leik,“ segir Dóra en hvaða skilaboð fékk hún frá landsliðsþjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni? „Siggi sendi mig inn á til að breyta leiknum held ég,“ sagði Dóra María í léttum tón en hvernig var markið? „Þetta var skalli sem markmaðurinn nær ekki að halda og missir hann aðeins frá sér. Ég er fyrst á staðinn og rétt næ að pota honum yfir línuna,“ sagði Dóra María, sem viðurkennir að leikmenn hafi verið farnir að hafa áhyggjur þegar langt var liðið og markið var ekki komið. „Þetta verður pínu stress hjá okkur. Við fengum allar dauðafæri í Belgíuleiknum og fundum kannski fyrir pressu á að klára færin okkar. Það hefði verið leiðinlegt að klúðra þessu færi,“ sagði Dóra María, en hún fylgdi þá eftir skalla Margrét Láru Viðarsdóttur. „Við fengum eitt til tvö fín færi en við náðum samt ekki að skapa okkur nógu mikið í þessum leik. Það er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða. Þetta var ekkert alslæmt hjá okkur en við höfum oft spilað betur og þetta var ekki okkar besti leikur. Ég er nokkuð viss um það að við þurfum betri leik á móti Norður-Írunum því ég held að þær séu með sterkara lið,“ segir Dóra María, en Ísland mætir Norður-Írlandi í Belfast á miðvikudaginn.
Íslenski boltinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjá meira