Landbúnaðarstefna ESB endurskoðuð 13. október 2011 00:00 Dacian Ciolos Landbúnaðar- og byggðaþróunarstjóri Evrópusambandsins kynnti fyrstu drögin að nýrri landbúnaðarstefnu.fréttablaðið/AP Bændur, umhverfissinnar og jafnvel Sameinuðu þjóðirnar gagnrýndu strax í gær fyrstu drög framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að nýrri landbúnaðarstefnu, sama daginn og þessi drög voru kynnt. Evrópusambandið ver árlega helmingi fjárlaga sinna, eða jafnvirði nærri 8.500 milljörðum króna, í rekstur landbúnaðarkerfis sem nú á að endurskoða í heild sinni fyrir árið 2013. Dacian Ciolos, sem fer með landbúnaðar- og byggðaþróunarmál í framkvæmdastjórninni, sagði helstu markmið breytinganna vera þau, að landbúnaðurinn í Evrópusambandsríkjunum yrði bæði umhverfisvænni og skilvirkari auk þess sem sýna þyrfti bændum í nýju aðildarríkjunum í Austur- og Mið-Evrópu meiri sanngirni í styrkveitingum og öðrum stuðningi við þá. Meðal annars verða styrkir til bænda markvissari, tengdir skilyrðum í auknum mæli og beint frekar til bænda í ríkjum sem til þessa hafa styrkt bændur minna en önnur ríki. Meðal nýjunga í drögunum eru hugmyndir um að ungir bændur, sem eru að hefja búskap, fái sérstaka styrki fyrstu fimm búskaparárin. Einnig eru í drögunum áform um að taka betur tillit til búskapar á harðbýlum svæðum með því að veita þeim viðbótarstyrki umfram þá, sem þeim standa nú þegar til boða. Fyrstu viðbrögð evrópskra bænda voru þau að nýju tillögurnar legðu á þá meiri kvaðir um óþarfa skriffinnsku, auk þess sem þeir eru óánægðir með að draga eigi úr framleiðslu þrátt fyrir að heimseftirspurn eftir landbúnaðarvörum vaxi stöðugt. Umhverfisverndarsinnar gagnrýna hins vegar drögin á þeim forsendum, að þau gangi ekki nógu langt í þá áttina að vernda náttúruna og bregðast við loftslagsbreytingum. Þá segir matvælasérfræðingur frá Sameinuðu þjóðunum að þessi nýja landbúnaðarstefna ESB muni áfram skekkja heimsmarkaðinn vegna þess að styrkir til bænda geri þeim kleift að selja afurðir sínar undir kostnaðarverði, sem bitnar á bændum í fátækari ríkjum jarðar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Bændur, umhverfissinnar og jafnvel Sameinuðu þjóðirnar gagnrýndu strax í gær fyrstu drög framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að nýrri landbúnaðarstefnu, sama daginn og þessi drög voru kynnt. Evrópusambandið ver árlega helmingi fjárlaga sinna, eða jafnvirði nærri 8.500 milljörðum króna, í rekstur landbúnaðarkerfis sem nú á að endurskoða í heild sinni fyrir árið 2013. Dacian Ciolos, sem fer með landbúnaðar- og byggðaþróunarmál í framkvæmdastjórninni, sagði helstu markmið breytinganna vera þau, að landbúnaðurinn í Evrópusambandsríkjunum yrði bæði umhverfisvænni og skilvirkari auk þess sem sýna þyrfti bændum í nýju aðildarríkjunum í Austur- og Mið-Evrópu meiri sanngirni í styrkveitingum og öðrum stuðningi við þá. Meðal annars verða styrkir til bænda markvissari, tengdir skilyrðum í auknum mæli og beint frekar til bænda í ríkjum sem til þessa hafa styrkt bændur minna en önnur ríki. Meðal nýjunga í drögunum eru hugmyndir um að ungir bændur, sem eru að hefja búskap, fái sérstaka styrki fyrstu fimm búskaparárin. Einnig eru í drögunum áform um að taka betur tillit til búskapar á harðbýlum svæðum með því að veita þeim viðbótarstyrki umfram þá, sem þeim standa nú þegar til boða. Fyrstu viðbrögð evrópskra bænda voru þau að nýju tillögurnar legðu á þá meiri kvaðir um óþarfa skriffinnsku, auk þess sem þeir eru óánægðir með að draga eigi úr framleiðslu þrátt fyrir að heimseftirspurn eftir landbúnaðarvörum vaxi stöðugt. Umhverfisverndarsinnar gagnrýna hins vegar drögin á þeim forsendum, að þau gangi ekki nógu langt í þá áttina að vernda náttúruna og bregðast við loftslagsbreytingum. Þá segir matvælasérfræðingur frá Sameinuðu þjóðunum að þessi nýja landbúnaðarstefna ESB muni áfram skekkja heimsmarkaðinn vegna þess að styrkir til bænda geri þeim kleift að selja afurðir sínar undir kostnaðarverði, sem bitnar á bændum í fátækari ríkjum jarðar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira