Körfuboltadagur KKÍ í Smáralindinni á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2011 11:15 Hannes Sigurbjörn Jónsson, til vinstri, á stjörnuleik KKÍ í fyrra. Körfuknattleikssamband Íslands fagnar 50 ára afmæli sínu á morgun og heldur hátíðlegan körfuboltadag í Smáralindinni. Þetta er aðeins einn af mörgum atburðum sem KKÍ mun standa fyrir á afmælisári sínu en Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður sambandsins, segir að mikið standi til. „Það hefur verið heljarinnar undirbúningur lagður í þennan dag en mjög gaman engu að síður. Þetta mun gefa tóninn fyrir afmælisárið og eru fleiri viðburðir áætlaðir." „Við viljum með þessu leggja áherslu á að körfubolti er fjölskylduvæn íþrótt. Á morgun geta allir mætt í Smáralindina, óháð aldri, og leikið sér. Þarna verða körfuboltar og körfur í öllum stærðum. Leikmenn frá Iceland Express-deildum karla og kvenna munu leika listir sínar og leika með krökkunum." „Svo mun Solla stirða mæta fyrir yngstu krakkana og allir fá afmælisköku. Það verður því eitthvað fyrir alla," sagði Hannes og vakti sérstaka athygli á happadrættissölu KKÍ. „Við, eins og önnur sérsambönd, þurfum að treysta á sjálfsaflarfé frá a til ö. Stór þáttur í því er happadrættið en við höfum ákveðið að stilla verði í hóf og selja miðan á aðeins þúsundkall. Það verða flottir vinningar og þeir sem mæta á morgun og kaupa sér miða strax þá fara í pott sem dregið verður úr í lok dagsins." „Það verða dregnir út nokkrir vinningar, til að mynda ferðir með Iceland Express sem einhver heppinn gæti nýtt sér strax á sunnudagsmorgun," bætti hann við í léttum dúr. Hannes er ánægður með stöðu körfuboltans í dag og fyrstu fimmtíu ár sambandsins. „Körfuboltinn hefur vaxið jafnt og þétt síðustu ár og stendur vel í dag. Hún er önnur útbreiddasta íþrótt landsins og er stunduð í 24 af 25 íþróttahéruðum landsins." „Við höldum úti einu stærsta mótahaldi á vegum sérsambanda ÍSÍ og eru með 12-15 mót um nánast hverja helgi í yngri flokkum frá október til loka apríl á hverju ári." „Það er því mikið og gott starf í gangi hjá okkur og er það fyrst og fremst sjálfboðaliðum að þakka. Allt starfið stendur og fellur með þeim - þau eru rótin að okkar starfi." Hann segir margt á teikniborðinu fyrir afmælisárið. „Við höfum til að mynda ákveðið að lokahóf KKÍ 30. apríl verði einnig sérstakt afmælishóf. Þá munum við einnig efla sumardeildina sem við prufukeyrðum í fyrra og verður hún stækkuð til muna. Við munum líka kynna íþróttina vel og fara í hringferð í kringum landið með íþróttina. Við viljum leggja áherslu á að körfuboltinn sé fjölskylduvæn og skemmtileg íþrótt sem hægt er að stunda hvar sem er." Dagskrá körfuboltadags KKÍ má sjá hér. Dominos-deild karla Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Körfuknattleikssamband Íslands fagnar 50 ára afmæli sínu á morgun og heldur hátíðlegan körfuboltadag í Smáralindinni. Þetta er aðeins einn af mörgum atburðum sem KKÍ mun standa fyrir á afmælisári sínu en Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður sambandsins, segir að mikið standi til. „Það hefur verið heljarinnar undirbúningur lagður í þennan dag en mjög gaman engu að síður. Þetta mun gefa tóninn fyrir afmælisárið og eru fleiri viðburðir áætlaðir." „Við viljum með þessu leggja áherslu á að körfubolti er fjölskylduvæn íþrótt. Á morgun geta allir mætt í Smáralindina, óháð aldri, og leikið sér. Þarna verða körfuboltar og körfur í öllum stærðum. Leikmenn frá Iceland Express-deildum karla og kvenna munu leika listir sínar og leika með krökkunum." „Svo mun Solla stirða mæta fyrir yngstu krakkana og allir fá afmælisköku. Það verður því eitthvað fyrir alla," sagði Hannes og vakti sérstaka athygli á happadrættissölu KKÍ. „Við, eins og önnur sérsambönd, þurfum að treysta á sjálfsaflarfé frá a til ö. Stór þáttur í því er happadrættið en við höfum ákveðið að stilla verði í hóf og selja miðan á aðeins þúsundkall. Það verða flottir vinningar og þeir sem mæta á morgun og kaupa sér miða strax þá fara í pott sem dregið verður úr í lok dagsins." „Það verða dregnir út nokkrir vinningar, til að mynda ferðir með Iceland Express sem einhver heppinn gæti nýtt sér strax á sunnudagsmorgun," bætti hann við í léttum dúr. Hannes er ánægður með stöðu körfuboltans í dag og fyrstu fimmtíu ár sambandsins. „Körfuboltinn hefur vaxið jafnt og þétt síðustu ár og stendur vel í dag. Hún er önnur útbreiddasta íþrótt landsins og er stunduð í 24 af 25 íþróttahéruðum landsins." „Við höldum úti einu stærsta mótahaldi á vegum sérsambanda ÍSÍ og eru með 12-15 mót um nánast hverja helgi í yngri flokkum frá október til loka apríl á hverju ári." „Það er því mikið og gott starf í gangi hjá okkur og er það fyrst og fremst sjálfboðaliðum að þakka. Allt starfið stendur og fellur með þeim - þau eru rótin að okkar starfi." Hann segir margt á teikniborðinu fyrir afmælisárið. „Við höfum til að mynda ákveðið að lokahóf KKÍ 30. apríl verði einnig sérstakt afmælishóf. Þá munum við einnig efla sumardeildina sem við prufukeyrðum í fyrra og verður hún stækkuð til muna. Við munum líka kynna íþróttina vel og fara í hringferð í kringum landið með íþróttina. Við viljum leggja áherslu á að körfuboltinn sé fjölskylduvæn og skemmtileg íþrótt sem hægt er að stunda hvar sem er." Dagskrá körfuboltadags KKÍ má sjá hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira