Fischer gegn Fischer Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. september 2011 06:00 Kvikmyndir. Bobby Fischer Against the World. Leikstjóri: Liz Garbus. Sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Tveir bestu skákmenn heims mættust árið 1972 í Reykjavík og háðu það sem hefur verið kallað „skákeinvígi aldarinnar". Þetta voru Rússinn Boris Spasskí, sem þá var ríkjandi heimsmeistari, og Bandaríkjamaðurinn Bobby Fischer. Í tæpa tvo mánuði var Ísland í brennidepli í erlendum fjölmiðlum. Áhuginn fyrir einvíginu var gríðarlegur, enda þótti rimman táknræn fyrir valdatafl Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á dögum kalda stríðsins. Hinn sérvitri Fischer eyddi síðustu árum ævi sinnar hér á landi og heimildarmyndin Bobby Fischer Against the World varpar ljósi á þennan þjáða skáksnilling. Einvíginu í Reykjavík eru gerð góð skil og gaman er fyrir Íslendinga að skyggnast aftur til ársins 1972, en þá leit Reykjavík töluvert öðruvísi út. Myndin er vel gerð og ekki er nauðsynlegt að kunna að tefla til að hrífast með. Fischer var stórmerkilegur karakter og mann þyrstir í að vita meira. Var Fischer viljandi að reyna að taka Spasskí á taugum eða var hann einfaldlega spinnegal? Titill myndarinnar gefur til kynna að Fischer hafi verið í sífelldu stríði við umheiminn en raunin var sú að hans erfiðasti andstæðingur var ávallt hann sjálfur. Niðurstaða: Vönduð og skemmtileg heimildarmynd, hvort sem þú kannt mannganginn eða ekki. Lífið Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Kvikmyndir. Bobby Fischer Against the World. Leikstjóri: Liz Garbus. Sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Tveir bestu skákmenn heims mættust árið 1972 í Reykjavík og háðu það sem hefur verið kallað „skákeinvígi aldarinnar". Þetta voru Rússinn Boris Spasskí, sem þá var ríkjandi heimsmeistari, og Bandaríkjamaðurinn Bobby Fischer. Í tæpa tvo mánuði var Ísland í brennidepli í erlendum fjölmiðlum. Áhuginn fyrir einvíginu var gríðarlegur, enda þótti rimman táknræn fyrir valdatafl Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á dögum kalda stríðsins. Hinn sérvitri Fischer eyddi síðustu árum ævi sinnar hér á landi og heimildarmyndin Bobby Fischer Against the World varpar ljósi á þennan þjáða skáksnilling. Einvíginu í Reykjavík eru gerð góð skil og gaman er fyrir Íslendinga að skyggnast aftur til ársins 1972, en þá leit Reykjavík töluvert öðruvísi út. Myndin er vel gerð og ekki er nauðsynlegt að kunna að tefla til að hrífast með. Fischer var stórmerkilegur karakter og mann þyrstir í að vita meira. Var Fischer viljandi að reyna að taka Spasskí á taugum eða var hann einfaldlega spinnegal? Titill myndarinnar gefur til kynna að Fischer hafi verið í sífelldu stríði við umheiminn en raunin var sú að hans erfiðasti andstæðingur var ávallt hann sjálfur. Niðurstaða: Vönduð og skemmtileg heimildarmynd, hvort sem þú kannt mannganginn eða ekki.
Lífið Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið