Veit að þær eru hræddar við okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2011 09:00 27 mörk í aðeins 18 leikjum Margrét Lára Viðarsdóttir verður í sviðsljósinu í dag þegar Ísland mætir Noregi á Laugardalsvellinum. Hún biðlar til þjóðarinnar að mæta og styðja við bakið á stelpunum. fréttablaðið/anton Íslenska kvennalandsliðið verður í eldlínunni í dag þegar það mætir Norðmönnum á Laugardalsvellinum í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM. Stelpurnar okkar hafa kallað eftir stuðningi í leiknum á morgun, en þær hafa átt marga frábæra daga í Laugardalnum undanfarin ár, þar sem aðeins ein orrusta hefur tapast síðan Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók við þjálfun liðsins árið 2007. Tveir leikmanna íslenska liðsins státa af frábærri tölfræði á Laugardalsvellinum síðustu ár og það er vonandi að þær geti báðar bætt við hana í leiknum í dag, sem hefst klukkan 16.00. Þóra Björg Helgadóttir hefur haldið marki sínu hreinu í 1.848 daga á vellinum og Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað 27 mörk í 18 A-landsleikjum sínum á vellinum. „Það er rosalega mikilvægt að við förum út úr þessum viðureignum með helst níu stig. Það er frábært að byrja á þremur heimaleikjum og komast svolítið á skrið í riðlinum,“ segir Þóra Björg Helgadóttir, sem lék um tíma í norsku deildinni. „Ég þekki margar í norska liðinu og ég veit að þær eru hræddar við okkur. Þær vita að við erum góðar. Ég held að þetta verði bara stál í stál,“ segir Þóra. Þetta verður stríð„Þetta verður stríð,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. „Við eigum svolítið harma að hefna því mér fannst við ekki eiga góðan leik á móti þeim á Evrópumótinu. Mér fannst þær valta þá yfir okkur í öllum aðgerðum. Við höfum sýnt það á árinu að við erum með hörkulið. Leikmenn okkar eru að fá meiri reynslu á hverjum degi og verða bara betri og betri. Það verður ekkert auðvelt fyrir Norðmennina að ætla eitthvað að valta yfir okkur á morgun,“ segir Margrét Lára. Stærsta fréttin úr íslenska hópnum fyrir þennan leik er að liðið er án Eddu Garðarsdóttur, sem hefur leikið síðustu 26 mótsleiki kvennalandsliðsins, eða alla alvöru landsleiki sem liðið hefur spilað undir stjórn Sigurðar Ragnars. Sakna Eddu„Við erum með miklu breiðari hóp og fleiri stelpur eru komnar með reynslu. Litlu krílin eru komin með 40, 50 leiki og það er bara frábært. Þó að við söknum Eddu hef ég engar stórar áhyggjur af þessu,“ segir Þóra. Edda er þó ekki aðeins brimbrjóturinn á miðju liðsins því hún tekur líka öll föstu leikatriðin, svo sem horn og aukaspyrnur sem skila liðinu jafnan mörgum mörkum. „Það er mjög erfitt að fylla skarð Eddu því hún er lykilleikmaður í okkar liði. Hún er stór og mikill karakter líka, sem gleymist oft. Við munum leysa það á morgun og það kemur bara einhver önnur sterk inn í hennar stað. Við skorum bara á okkur sjálfar að skora mark úr föstu leikatriði á morgun (í dag). Ég held að það sé gott markmið,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, en það gæti komið í hennar hlut að taka horn og aukaspyrnur liðsins. Þóra hefur haldið hreinu í níu leikjum í röð á Laugardalsvellinum og alls í 814 mínútur. Hún fékk síðast mark á sig á vellinum í A-landsleik í leik á móti Svíum lok ágúst 2006. Elska að spila á Laugardalsvelli„Ég ætla ekki að breyta því og hef sett stefnuna á tíu ár,“ segir Þóra í léttum tón en bætir svo við: „Okkur líður rosalega vel hérna og værum til í að spila alla leikina hér. Við fáum yfirleitt rosalega góðan stuðning og það er náttúrulega allt best á Íslandi,“ segir Þóra og Margrét Lára vonast eftir að fólk fjölmenni í Laugardalinn í dag. „Ég vona að við fáum þjóðina með okkur. Laugardalsvöllurinn er okkar völlur og okkar vígi. Það kemur enginn hingað og tekur eitthvað frá okkur hér. Við elskum að spila hér,“ segir Margrét Lára og bætir við: „Ég vil skora á fólk að mæta á morgun. Við stelpurnar erum búnar að vera duglegar í vikunni. Við erum búnar að fara í heimsóknir út um allan bæ og höfum látið taka auglýsingar af okkur fyrir blöðin. Við erum að sinna okkar og ég skora á fólk að svara kallinu og mæta á morgun. Við þurfum bara að fylla völlinn og þá eiga Norðmennirnir ekki möguleika,“ segir Margrét Lára að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið verður í eldlínunni í dag þegar það mætir Norðmönnum á Laugardalsvellinum í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM. Stelpurnar okkar hafa kallað eftir stuðningi í leiknum á morgun, en þær hafa átt marga frábæra daga í Laugardalnum undanfarin ár, þar sem aðeins ein orrusta hefur tapast síðan Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók við þjálfun liðsins árið 2007. Tveir leikmanna íslenska liðsins státa af frábærri tölfræði á Laugardalsvellinum síðustu ár og það er vonandi að þær geti báðar bætt við hana í leiknum í dag, sem hefst klukkan 16.00. Þóra Björg Helgadóttir hefur haldið marki sínu hreinu í 1.848 daga á vellinum og Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað 27 mörk í 18 A-landsleikjum sínum á vellinum. „Það er rosalega mikilvægt að við förum út úr þessum viðureignum með helst níu stig. Það er frábært að byrja á þremur heimaleikjum og komast svolítið á skrið í riðlinum,“ segir Þóra Björg Helgadóttir, sem lék um tíma í norsku deildinni. „Ég þekki margar í norska liðinu og ég veit að þær eru hræddar við okkur. Þær vita að við erum góðar. Ég held að þetta verði bara stál í stál,“ segir Þóra. Þetta verður stríð„Þetta verður stríð,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. „Við eigum svolítið harma að hefna því mér fannst við ekki eiga góðan leik á móti þeim á Evrópumótinu. Mér fannst þær valta þá yfir okkur í öllum aðgerðum. Við höfum sýnt það á árinu að við erum með hörkulið. Leikmenn okkar eru að fá meiri reynslu á hverjum degi og verða bara betri og betri. Það verður ekkert auðvelt fyrir Norðmennina að ætla eitthvað að valta yfir okkur á morgun,“ segir Margrét Lára. Stærsta fréttin úr íslenska hópnum fyrir þennan leik er að liðið er án Eddu Garðarsdóttur, sem hefur leikið síðustu 26 mótsleiki kvennalandsliðsins, eða alla alvöru landsleiki sem liðið hefur spilað undir stjórn Sigurðar Ragnars. Sakna Eddu„Við erum með miklu breiðari hóp og fleiri stelpur eru komnar með reynslu. Litlu krílin eru komin með 40, 50 leiki og það er bara frábært. Þó að við söknum Eddu hef ég engar stórar áhyggjur af þessu,“ segir Þóra. Edda er þó ekki aðeins brimbrjóturinn á miðju liðsins því hún tekur líka öll föstu leikatriðin, svo sem horn og aukaspyrnur sem skila liðinu jafnan mörgum mörkum. „Það er mjög erfitt að fylla skarð Eddu því hún er lykilleikmaður í okkar liði. Hún er stór og mikill karakter líka, sem gleymist oft. Við munum leysa það á morgun og það kemur bara einhver önnur sterk inn í hennar stað. Við skorum bara á okkur sjálfar að skora mark úr föstu leikatriði á morgun (í dag). Ég held að það sé gott markmið,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, en það gæti komið í hennar hlut að taka horn og aukaspyrnur liðsins. Þóra hefur haldið hreinu í níu leikjum í röð á Laugardalsvellinum og alls í 814 mínútur. Hún fékk síðast mark á sig á vellinum í A-landsleik í leik á móti Svíum lok ágúst 2006. Elska að spila á Laugardalsvelli„Ég ætla ekki að breyta því og hef sett stefnuna á tíu ár,“ segir Þóra í léttum tón en bætir svo við: „Okkur líður rosalega vel hérna og værum til í að spila alla leikina hér. Við fáum yfirleitt rosalega góðan stuðning og það er náttúrulega allt best á Íslandi,“ segir Þóra og Margrét Lára vonast eftir að fólk fjölmenni í Laugardalinn í dag. „Ég vona að við fáum þjóðina með okkur. Laugardalsvöllurinn er okkar völlur og okkar vígi. Það kemur enginn hingað og tekur eitthvað frá okkur hér. Við elskum að spila hér,“ segir Margrét Lára og bætir við: „Ég vil skora á fólk að mæta á morgun. Við stelpurnar erum búnar að vera duglegar í vikunni. Við erum búnar að fara í heimsóknir út um allan bæ og höfum látið taka auglýsingar af okkur fyrir blöðin. Við erum að sinna okkar og ég skora á fólk að svara kallinu og mæta á morgun. Við þurfum bara að fylla völlinn og þá eiga Norðmennirnir ekki möguleika,“ segir Margrét Lára að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira