Edda hjálpar liðinu úr stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2011 06:00 Sigurður Ragnar var kátur á blaðamannafundi í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, kynnti í gær 22 manna hóp fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Við erum með svona hátt í 30 leikmenn sem eru í A-landsliðsklassa og gætu auðveldlega spilað A-landsleik án þess að veikja hópinn okkar mikið. Þetta var mjög snúið að það eru góðir leikmenn fyrir utan sem komust því miður ekki hópinn,“ sagði Sigurður Ragnar. „Okkur finnst það raunhæft markmið að við getum unnið riðilinn en auðvitað er það krefjandi og erfitt en við viljum hafa eitthvað erfitt og krefjandi að stefna á. Þetta er markmið sem stelpurnar settu sjálfar og þetta er það sem við vinnum eftir. Við viljum ekki fara umspilsleið því við getum verið heppin og óheppin með andstæðing þar. Við viljum reyna að vinna riðilinn og þá verður við að taka þessa heimaleiki og helst ná fullu húsi þar,“ sagði Sigurður Ragnar og hann vonast eftir góðum stuðningi. „Það er liðinu gríðarlega mikilvægt að fólk komi á völlinn og sýni stuðninginn í verki. Við eigum frábært lið og höfum náð frábærum árangri á þessu ári í Algarve-bikarinn sem er eitt sterkasta mótið sem hægt er að komast á í kvennafótboltanum. Þar vorum við að vinna mjög sterkar þjóðir og vonandi náum við að sýna það sama hérna á heimavelli á móti sterkum andstæðingi.“ Sigurður Ragnar hefur nánast alltaf getað stólað á Eddu Garðarsdóttur en að þessu sinni er hún frá vegna meiðsla. „Edda er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hún stefnir samt á það að koma hingað og horfa á leikinn. Þá ætluðum við að nýta hana með því að láta hana vera upp í stúku og horfa á fyrri hálfleikinn og sjá hvort hún reki augun í eitthvað. Hún er taktísk mjög góð og les leikinn mjög vel. Hún fer pottþétt að þjálfa þegar hún hættir að spila og ég held að þetta verði bara fín æfing fyrir hana og þarna nýtist hún liðinu líka. Það er gott ef að við getum nýtt hana og það er gott að hún sé kringum liðið því hún er einn af leiðtogum liðsins. Vonandi verður hún svo fljót að ná sér og klár í októberleikina,“ segir Sigurður Ragnar en hann kallaði nú á Laufeyju Ólafsdóttur sem kemur inn í liðið eftir fimm ára fjarveru. „Ég er mjög spenntur að sjá það sjálfur hvar hún stendur á móti okkar bestu leikmönnum. Ef hún er nógu góð á æfingunum þá verður hún í 18 manna hópnum og svo verðum við bara að sjá hvað gerist eftir það. Það er mjög jákvætt fyrir liðið okkar að hún var tilbúin að gefa sig í þetta verkefni. Hún hefur mikla reynslu og smitar út frá sér jákvæðni, leikgleði og hvernig hún nálgast leikinn. Hún hefur svo marga kosti að bjóða liðinu,“ sagði Sigurður Ragnar. Íslenski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, kynnti í gær 22 manna hóp fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Við erum með svona hátt í 30 leikmenn sem eru í A-landsliðsklassa og gætu auðveldlega spilað A-landsleik án þess að veikja hópinn okkar mikið. Þetta var mjög snúið að það eru góðir leikmenn fyrir utan sem komust því miður ekki hópinn,“ sagði Sigurður Ragnar. „Okkur finnst það raunhæft markmið að við getum unnið riðilinn en auðvitað er það krefjandi og erfitt en við viljum hafa eitthvað erfitt og krefjandi að stefna á. Þetta er markmið sem stelpurnar settu sjálfar og þetta er það sem við vinnum eftir. Við viljum ekki fara umspilsleið því við getum verið heppin og óheppin með andstæðing þar. Við viljum reyna að vinna riðilinn og þá verður við að taka þessa heimaleiki og helst ná fullu húsi þar,“ sagði Sigurður Ragnar og hann vonast eftir góðum stuðningi. „Það er liðinu gríðarlega mikilvægt að fólk komi á völlinn og sýni stuðninginn í verki. Við eigum frábært lið og höfum náð frábærum árangri á þessu ári í Algarve-bikarinn sem er eitt sterkasta mótið sem hægt er að komast á í kvennafótboltanum. Þar vorum við að vinna mjög sterkar þjóðir og vonandi náum við að sýna það sama hérna á heimavelli á móti sterkum andstæðingi.“ Sigurður Ragnar hefur nánast alltaf getað stólað á Eddu Garðarsdóttur en að þessu sinni er hún frá vegna meiðsla. „Edda er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hún stefnir samt á það að koma hingað og horfa á leikinn. Þá ætluðum við að nýta hana með því að láta hana vera upp í stúku og horfa á fyrri hálfleikinn og sjá hvort hún reki augun í eitthvað. Hún er taktísk mjög góð og les leikinn mjög vel. Hún fer pottþétt að þjálfa þegar hún hættir að spila og ég held að þetta verði bara fín æfing fyrir hana og þarna nýtist hún liðinu líka. Það er gott ef að við getum nýtt hana og það er gott að hún sé kringum liðið því hún er einn af leiðtogum liðsins. Vonandi verður hún svo fljót að ná sér og klár í októberleikina,“ segir Sigurður Ragnar en hann kallaði nú á Laufeyju Ólafsdóttur sem kemur inn í liðið eftir fimm ára fjarveru. „Ég er mjög spenntur að sjá það sjálfur hvar hún stendur á móti okkar bestu leikmönnum. Ef hún er nógu góð á æfingunum þá verður hún í 18 manna hópnum og svo verðum við bara að sjá hvað gerist eftir það. Það er mjög jákvætt fyrir liðið okkar að hún var tilbúin að gefa sig í þetta verkefni. Hún hefur mikla reynslu og smitar út frá sér jákvæðni, leikgleði og hvernig hún nálgast leikinn. Hún hefur svo marga kosti að bjóða liðinu,“ sagði Sigurður Ragnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Sjá meira