Uppreisnarmenn sækja fram 3. september 2011 04:00 Ónefndur listamaður hefur málað mynd af Gaddafí á húsvegg í Trípólí. Á myndinni má sjá einræðisherrann fyrrverandi forða sér á hlaupum með peninga í poka.nordicphotos/AFP Uppreisnarhreyfingin í Líbíu, sem nú hefur að mestu náð völdum í landinu, bjó sig í gær undir innrás í Sirte, heimabæ Múammars Gaddafí. Uppreisnarmenn höfðu gefið stuðningsmönnum Gaddafís í Sirte frest þangað til í dag til að semja um uppgjöf en lítil sem engin viðbrögð fengið önnur en fullyrðingar Gaddafís um að hart yrði tekið á móti. Leiðtogar bráðabirgðastjórnar uppreisnarmanna í Líbíu hafa ekki kynnt opinberlega neinar skýrar hugmyndir um framtíð landsins en ræddu þó áform sín við fulltrúa Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana á lokuðum fundi í París í gær, daginn eftir að þeir ræddu við leiðtoga sextíu ríkja um stuðning við uppbyggingu í landinu. Þeir hafa lofað lýðræðislegum kosningum, sumir segja innan tuttugu mánaða, og fulltrúi þeirra í Bretlandi lofar að engin fyrirtæki fái sérmeðferð þegar kemur að því að semja um olíuvinnslu í nýrri Líbíu. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa síðustu daga snúið aftur til höfuðborgarinnar Trípolí, þar sem matvælum, vatni og lyfjum verður dreift til íbúa. Aðstoð Sameinuðu þjóðanna verður þó aðeins tímabundin, segir Panos Moumtzis, yfirmaður mannúðarstarfs Sameinuðu þjóðanna í Líbíu. „Þetta land á mikið af auðlindum og við teljum þörfina á mannúðaraðstoð vera til skamms tíma,“ segir hann og vísar til olíuauðsins sem þessi sex milljón manna þjóð hefur yfir að ráða. „Ég sé ekki fram á að mannúðaraðstoð verði haldið áfram lengur en til áramóta, í mesta lagi.“ Gaddafí hefur verið í felum frá því uppreisnarmenn réðust inn í Trípolí 20. ágúst og náðu borginni á vald sitt á fáeinum dögum. Ýmsar getgátur hafa verið um hvar hann kunni að vera niðurkominn, en í útvarpsviðtali á fimmtudagskvöld sakaði hann NATO-ríkin um að vilja hernema Líbíu til að komast yfir olíuauðlindirnar. „Búið ykkur undir langt stríð,“ sagði hann. „Búið ykkur undir skæruhernað.“ Auk borgarinnar Sirte búa uppreisnarmenn sig undir innrás í tvær aðrar borgir, Bani Walid og Sabha, sem stuðningsmenn Gaddafís hafa enn á valdi sínu. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Uppreisnarhreyfingin í Líbíu, sem nú hefur að mestu náð völdum í landinu, bjó sig í gær undir innrás í Sirte, heimabæ Múammars Gaddafí. Uppreisnarmenn höfðu gefið stuðningsmönnum Gaddafís í Sirte frest þangað til í dag til að semja um uppgjöf en lítil sem engin viðbrögð fengið önnur en fullyrðingar Gaddafís um að hart yrði tekið á móti. Leiðtogar bráðabirgðastjórnar uppreisnarmanna í Líbíu hafa ekki kynnt opinberlega neinar skýrar hugmyndir um framtíð landsins en ræddu þó áform sín við fulltrúa Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana á lokuðum fundi í París í gær, daginn eftir að þeir ræddu við leiðtoga sextíu ríkja um stuðning við uppbyggingu í landinu. Þeir hafa lofað lýðræðislegum kosningum, sumir segja innan tuttugu mánaða, og fulltrúi þeirra í Bretlandi lofar að engin fyrirtæki fái sérmeðferð þegar kemur að því að semja um olíuvinnslu í nýrri Líbíu. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa síðustu daga snúið aftur til höfuðborgarinnar Trípolí, þar sem matvælum, vatni og lyfjum verður dreift til íbúa. Aðstoð Sameinuðu þjóðanna verður þó aðeins tímabundin, segir Panos Moumtzis, yfirmaður mannúðarstarfs Sameinuðu þjóðanna í Líbíu. „Þetta land á mikið af auðlindum og við teljum þörfina á mannúðaraðstoð vera til skamms tíma,“ segir hann og vísar til olíuauðsins sem þessi sex milljón manna þjóð hefur yfir að ráða. „Ég sé ekki fram á að mannúðaraðstoð verði haldið áfram lengur en til áramóta, í mesta lagi.“ Gaddafí hefur verið í felum frá því uppreisnarmenn réðust inn í Trípolí 20. ágúst og náðu borginni á vald sitt á fáeinum dögum. Ýmsar getgátur hafa verið um hvar hann kunni að vera niðurkominn, en í útvarpsviðtali á fimmtudagskvöld sakaði hann NATO-ríkin um að vilja hernema Líbíu til að komast yfir olíuauðlindirnar. „Búið ykkur undir langt stríð,“ sagði hann. „Búið ykkur undir skæruhernað.“ Auk borgarinnar Sirte búa uppreisnarmenn sig undir innrás í tvær aðrar borgir, Bani Walid og Sabha, sem stuðningsmenn Gaddafís hafa enn á valdi sínu. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira