Efnilegir síðrokkarar Trausti Júlíusson skrifar 9. júlí 2011 18:00 Ólgusjór með Lockerbie. Lockerbie er fjögurra manna sveit úr Reykjavík og Hafnarfirði sem var stofnuð árið 2008 og vakti strax þá nokkra athygli fyrir frammstöðu sína á tónleikum með hljómsveitunum For a Minor Reflection og Soundspell. Í fyrrasumar sigraði Lockerbie í sumarlagakeppni Rásar 2 og Sýrlands með laginu Snjóljón og síðan hefur sveitin verið dugleg að koma sér á framfæri úti í hinum stóra heimi, gaf meðal annars út smáskífu hjá Bad Panda Records í upphafi ársins 2011. Og nú er fyrsta stóra platan, Ólgusjór, komin út á vegum Record Records. Tónlist Lockerbie má flokka með tónlist síðrokksveita eins og For a Minor Reflection, en lagasmíðar þeirra Lockerbie-drengja eru sérstaklega melódískar og yfirbragðið léttara en hjá mörgum sveitum í þessum geira. Textarnir eru líka á íslensku, sem færir þessa alþjóðlegu tónlist nær okkur. Útsetningarnar eru mjög vel úr garði gerðar. Auk fjórmenninganna kemur fjöldi aukahljóðfæraleikara við sögu, blásarar og strengjaleikarar. Það sem setur hvað sterkastan svip á útkomuna er annars vegar góður söngur Þórðar Páls Pálssonar og hins vegar píanóleikur Davíðs Arnars Sigurðssonar. Ólgusjór er fyrirtaks frumsmíð. Lögin eru öll góð og vinnsla á plötunni er fyrsta flokks. Nafnið Ólgusjór á kannski ekkert sérstaklega vel við þessa tónlist, hún er í grunninn bæði ljúf og hljómfögur. Inn á milli stigmagnast hún samt og meiri kraftur leysist úr læðingi. Niðurstaða: Melódísk og vel útfærð tónlist frá mjög efnilegri hljómsveit. Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Lockerbie er fjögurra manna sveit úr Reykjavík og Hafnarfirði sem var stofnuð árið 2008 og vakti strax þá nokkra athygli fyrir frammstöðu sína á tónleikum með hljómsveitunum For a Minor Reflection og Soundspell. Í fyrrasumar sigraði Lockerbie í sumarlagakeppni Rásar 2 og Sýrlands með laginu Snjóljón og síðan hefur sveitin verið dugleg að koma sér á framfæri úti í hinum stóra heimi, gaf meðal annars út smáskífu hjá Bad Panda Records í upphafi ársins 2011. Og nú er fyrsta stóra platan, Ólgusjór, komin út á vegum Record Records. Tónlist Lockerbie má flokka með tónlist síðrokksveita eins og For a Minor Reflection, en lagasmíðar þeirra Lockerbie-drengja eru sérstaklega melódískar og yfirbragðið léttara en hjá mörgum sveitum í þessum geira. Textarnir eru líka á íslensku, sem færir þessa alþjóðlegu tónlist nær okkur. Útsetningarnar eru mjög vel úr garði gerðar. Auk fjórmenninganna kemur fjöldi aukahljóðfæraleikara við sögu, blásarar og strengjaleikarar. Það sem setur hvað sterkastan svip á útkomuna er annars vegar góður söngur Þórðar Páls Pálssonar og hins vegar píanóleikur Davíðs Arnars Sigurðssonar. Ólgusjór er fyrirtaks frumsmíð. Lögin eru öll góð og vinnsla á plötunni er fyrsta flokks. Nafnið Ólgusjór á kannski ekkert sérstaklega vel við þessa tónlist, hún er í grunninn bæði ljúf og hljómfögur. Inn á milli stigmagnast hún samt og meiri kraftur leysist úr læðingi. Niðurstaða: Melódísk og vel útfærð tónlist frá mjög efnilegri hljómsveit.
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið