Þrumuguðinn Þór og danska dramað 28. apríl 2011 22:30 Þrjár kvikmyndir eru frumsýndar um helgina og þær gætu vart verið ólíkari. Stórmyndin Thor eða Þór með Chris Hemsworth, Natalie Portman og Anthony Hopkins í helstu hlutverkum verður frumsýnd í Laugarásbíói. Þór er í myndinni dæmdur til refsingar á jörðinni fyrir kæruleysi og vanrækslu. Á meðan tekur hinn lævísi Loki völdin í Ásgarði og að endingu neyðist Þór til að kyngja stoltinu og bjarga heimkynnum sínum. Kenneth Branagh leikstýrir myndinni. Danska verðlaunamyndin Hævnen eftir Susanne Bier hlaut bæði Golden Globe og Óskarsverðlaun sem besta erlenda myndin. Hævnen verður sýnd í Háskólabíói á vegum Græna ljóssins en hún, líkt og flestar myndir Bier, tekur á siðferðislegum atriðum eins og hefnd og fyrirgefningu. Þá þykir hún nokkuð beitt ádeila á danskt þjóðfélag, sem er ekki alveg eins slétt og fellt og það gefur sig út fyrir að vera. Þriðja myndin er síðan Lincoln Lawyer sem Sambíóin frumsýna. Myndin skartar Matthew McConaughey í kunnuglegu hlutverki sleips lögfræðings með munninn fyrir neðan nefið sem tekur að sér mál glaumgosa en sá reynist vera úlfur í sauðargæru. Í öðrum hlutverkum eru þau Ryan Phillippe, Marisa Tomei og William H. Macy. Golden Globes Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Kim féll Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira
Þrjár kvikmyndir eru frumsýndar um helgina og þær gætu vart verið ólíkari. Stórmyndin Thor eða Þór með Chris Hemsworth, Natalie Portman og Anthony Hopkins í helstu hlutverkum verður frumsýnd í Laugarásbíói. Þór er í myndinni dæmdur til refsingar á jörðinni fyrir kæruleysi og vanrækslu. Á meðan tekur hinn lævísi Loki völdin í Ásgarði og að endingu neyðist Þór til að kyngja stoltinu og bjarga heimkynnum sínum. Kenneth Branagh leikstýrir myndinni. Danska verðlaunamyndin Hævnen eftir Susanne Bier hlaut bæði Golden Globe og Óskarsverðlaun sem besta erlenda myndin. Hævnen verður sýnd í Háskólabíói á vegum Græna ljóssins en hún, líkt og flestar myndir Bier, tekur á siðferðislegum atriðum eins og hefnd og fyrirgefningu. Þá þykir hún nokkuð beitt ádeila á danskt þjóðfélag, sem er ekki alveg eins slétt og fellt og það gefur sig út fyrir að vera. Þriðja myndin er síðan Lincoln Lawyer sem Sambíóin frumsýna. Myndin skartar Matthew McConaughey í kunnuglegu hlutverki sleips lögfræðings með munninn fyrir neðan nefið sem tekur að sér mál glaumgosa en sá reynist vera úlfur í sauðargæru. Í öðrum hlutverkum eru þau Ryan Phillippe, Marisa Tomei og William H. Macy.
Golden Globes Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Kim féll Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira